7/30



Garn: Kambgarn
Litir: Hvítur (0051), Dökkblár (0968)
Nál: 3,5 mm

Enn einn ferningurinn dottinn af nálinni og fyrsta vikan í þessu verkefni mínu búin. Er voða þreytt í kvöld og hef lítið að segja um þennan ferning. 

Fannst örlítið erfitt að átta mig á fyrstu umferðum uppskriftarinnar en um leið og ég fattaði þá var það eins og að hjóla. Er það ekki oftast þannig?

Hendi inn einni mynd af bakhliðinni á honum. Í þriðju hverri umferð er heklað ofan í umferðina þar á undan svo baklhliðin er ólík þeirri fremri.


Svo er komin örlítið bobb í bátinn í þessu verkefni mínu. Ég er að verða búin með blágræna litinn og er barasta ekki að finna meir. Er búin að fara í nokkrar búðir og orðið á götunni segir að það sé skortur á þessum lit (meðal annars) hjá Ístex. Bölvað vesen það.



Skildu eftir svar