Alltaf hægt að finna sér ný prjónaverkefni er það ekki?

Ég prjóna töluvert og fá barnabörnin mín að njóta góðs af því. Ég er yfirleitt með nokkur verkefni í gangi í einu og setti mig því í bann um miðjan nóvember. Mátti alls ekki byrja á nýju verkefni fyrr en þau sem eru nú þegar á prjónunum eru kláruð.

En þá kom bókin Kærlighed på pinde í verslunina og eftir að hafa flett henni var ég friðlaus, bókin er svo falleg og hugsaði ég með mér að ég þyrfti fleiri barnabörn til að prjóna á!  Aþena, Móri og Maía geta ekki endalaust tekið við eða jú kannski 🙂

Það eru að koma jól svo kápan Bibbi datt á prjónana alveg óvart. Þegar sú fyrsta var tilbúin á Aþenu sá ég að Maía yrði líka að fá svona skemmtilega flík. Þetta er falleg kápa sem stelpurnar geta notað fram á vor, ekkert bara spari heldur þegar þeim hentar við ýmis tækifæri.

Aþenu kápa er prjónuð úr Merino Ullinni okkar og fóru 4 dokkur í stærð 6 ára.

bibbi-kapa-athenu1 bibbi-kapa-athenu

Maíu kápu prjónaði ég úr Navia Duo og Drops Alpaca saman og fóru  tæpar4 dokkur af hvorri tegund í kápuna.

bibbi-kapa-maiu

bibbi-kapa-maiu1

 

Kærlighed på pinden er gullfalleg bók með 53 prjónauppskriftum í aldurshópnum nýfætt til 8-10 ára

kaerlighed-paa-pinde_362671

Prjónakveðja

  • Guðrún María