Annáll 2013

Árið 2013 var viðburðaríkt og skemmtilegt hjá okkur mæðgum og Handverkskúnst. Við sinntum handavinnu allt árið, en aðeins brot af því lenti á blogginu. Við settum inn þónokkrar uppskriftir á bloggið bæði fríar og til sölu sem fellu vel í kramið. Námskeiðin okkar gengu glimmrandi vel og voru vel sótt.

Við erum ekkert nema sáttar og erum mjög spenntar fyrir því sem nýja árið hefur að bjóða.
Þessi annáll er samantekt á því sem við mæðgur blogguðum um á árinu.
Við þökkum samfylgdina og vonumst til að þið haldið áfram að kíkja á okkur.

Elín (sem skrifar) & Guðrún

Janúar

Ég lagði í verkefnið mitt 30 heklaðir ferningar á 30 dögum. Það tókst og varð afraksturinn þessi.

30/30 - samantekt

Ég stofnaði einnig grúppuna Ferningaför 2013 þar sem markmiðið var að hekla 1-4 ferninga í hverjum mánuði. Framan af gekk það vel en ég gafst þó upp eftir maí mánuð. Eiginlega búin að fá nóg af ferningum í bili.

Ferningafjör (mars) 2013

Febrúar

Ég heklaði mína fyrstu amigurumi fígúru. Kolkrabbinn vakti mikla lukku hjá Móra mínum. Uppskriftina er að finna í bókinni Heklað fyrir smáfólkið.

Hanni Kolkrabbi

Mars

Ég keypti tvo kolla í Góða Hirðinum og heklaði á þá sessur. Einn kollur handa Móra og annar fyrir Aþenu frænku.

Næsti kollur takk

Ég byrjaði að hekla tvöfalt hekl og líkaði frekar vel.

Tvöfalt hekl

Maí

Við mamma tókum þá ákvörðun að blogga saman undir nafninu Handverkskúnst. Allt efni af síðunni Handóð færðist hingað.

Dundur

Mamma bloggaði í fyrsta sinn og setti inn fría uppskrift af þessari prjónuðu lambhúshettu.

lambúshetta

Júní

Ég fann þennan æðislega dúk í Góða Hirðinum og gerði afrit. Finnst þeir frekar flottir.

014

Mamma hefur prjónað heilan helling af sjölum og bloggaði um þau.

wingspan

Mamma prjónaði peysur og kórónu húfur á ömmugullin. Uppskriftin af húfunum er fríkeypis á síðunni okkar.

024 copy

Júlí

Ég byrjaði að hekla teppi handa ófæddri dóttur minni.

6umf

Ég heklaði krukku handa Þorvaldi lita vini mínum sem vildi svo eignast eina slíka.

008

Ágúst

Við fjölskyldan máluðum með garni. Fín leið til að nýta garnenda sem er annars hent.

077 copy

Við mamma tókum þátt í því að graffa Hlemm á Menningarnótt.

133 copy

Ég átti helling af hekli í skúffunum. Verkefni sem hafði verið byrjað á en aldrei klárað.

wpid-IMG_20130811_125339.jpg

Mamma skellti inn fríum prjónauppskriftum að kaðlahúfu, lambhúshettu og kraga fyrir börn í stað trefils.

045 (1)

September

Ég fékk Mikael til að lita garn með matarlitum.

092 copy

Ég heklaði svo jólasokka á litlu systur úr garninu.

001 copy

Október

Mamma setti inn nokkrar myndir af tvöfalda prjóninu sem hún hefur verið að hamast við að prjóna yfir árið.

peysan

Ég byrjaði í útsaumsáfanga í skólanum og saumaði út eins og vindurinn í október. Hef þó ekki enn náð að mynda það allt saman.

wpid-20130920_131021.jpg

Nóvember

Bloggaði um teppið sem ég heklaði á tveim vikum á meðan ég var rúmliggjandi vegna meðgöngunnar.

055

Maía mín fæddist. Hér er hún með teppinu sem ég heklaði handa henni.

031

Desember

Mamma bloggaði um jólagjafirnar sem hún prjónaði þetta árið.

Gissurs vettlingar Dale falk prjónar nr. 3,5

Og ég bloggaði um sokkana sem ég heklaði og gaf í jólagjöf.

145

Skildu eftir svar