Bleika teppið

Á sunnudaginn var kláraði ég teppi sem hefur verið ansi lengi í mótun. Ég tók þátt í samheklinu Ferningagjör 2013 sem fólst i því að hekla 4 ferninga á mánuði út árið. Ég gafst upp eftir 16 ferninga eða 4 mánuði. Ferningarnir lágu svo í skúffu þar til í síðasta mánuði. Þá sá ég yndislega fallegt teppi á Pinterest og fann út að ég gæti loksins notað þessa ferninga.

Linkur á samheklið Ferningafjör 2013

Linkur að fallega teppinu af Pinterest 

IMG_20141026_220022

IMG_20141026_225129

Ég hef alltaf verið veik fyrir köntum og hefur lengi langað til þess að gera breiðan kant sem væri mikið dúllerí. Enn á ný sá ég mynd á Pinterest af teppi með afskaplega fallegum kanti. Sú sem heklaði það teppi hafði notast við kant af sjali og var svo yndisleg að hafa link á sjalið á blogginu sínu.

Linkur að teppinu með fallega kantinum

Linkur að sjalinu og uppskrift að kantinum 

IMG_20141026_225038

IMG_20141026_225234

***

Uppskriftir að ferningunum:

Til þess að stækka ferningana bætti ég fjórum umferðum við hvern ferning. Fyrst einni umferð af stuðlum þar sem ég jafnaði út fjölda lykkja, svo aðra umferð af stuðlum, þriðja umferð var 1 stuðull og 1 loftlykkja til skiptis, fjórða umferð var svo aftur bara stuðlar. Til þess að skilja betur hvað ég er að segja má rýna í myndina af teppinu.

Hægt er að finna íslenska þýðingu að sumum ferningunum inni í grúppunni Ferningafjör.

037 copy

Snowfall

040 copy

Kata

041 copy

Just Peachy Blosson

025 copy

African Flower Motif

024 copy

Blomsterkvadrat

001 copy

Creeping Trebles Square

002 copy

Simple 10-Petal Afghan Square

003

Le Vesinet Square

004 copy

Drop in the Bucket

005 copy

African Flower Square

006 copy

Wolly Snowflake Square

007 copy

KISS-FIST

008 copy

KISS-FIST

021 copy

More V’s Please

Mynd vantar af ferningnum

Yarn Clouds Square

***

Ég tengdi svo ferningana saman með aðferð sem ég hef ekki notað áður sem kallast Rennilásaðferðin. En þá aðferð eins og svo margt annað fann ég í gegnum Pinterest.

Linkur á Rennilás aðferðina

***

Eins og þið sjáið þá var þetta teppi heljarinnar púsluspil. Það var mjög gaman að hekla alla þessa ferninga (eða flesta) og mjög gaman að tengja þá saman í eina heild. Ég er mjög sátt við útkomuna og vona að teppið komi að góðum notum.

Heklkveðjur
Elín

Skildu eftir svar