DIY – Gallastuttbuxur

Ég þreytti í vikunni frumraun mína í „saumaskap“. Ég set saumaskap í gæsalappir þar sem ég saumaði í raun ekkert. Bara klippti og límdi.
Ég er svo heilluð af gallastuttbuxunum sem eru í tísku núna. En ég get bara ekki alveg leyft mér að borgar 5 þús plús fyrir einar stuttbuxur. Eða meira kýs að gera það ekki.
Fann svo flott DIY myndband á Google en finn það ekki aftur. Annars hefði ég póstað því hérna. Sem betur fer fyrir mig mundi ég hvað gellan gerði því ég hef ekki fundið leiðbeiningar sem mér finnast jafn góðar.
Það sem þarf:
  • Gallabuxur
  • Skæri
  • Penni
  • Títuprjónar
  • Málband
  • Fatalím

Ég skellti mér í Rauða Kross búðina og keypti mér tvær gallabuxur á 1000 kall stykkið. Það er betra að þær séu aðeins víðari en þrengri.


Ég mátaði buxurnar og merkti við með pennanum þá sídd sem ég vildi.
Svo mældi ég 6 cm til þess að gera brotið. Merkti við þar til þess að klippa.
Gefur auga leið að það er betra að klippa of langt en of stutt…og klippa skálmarnar jafnt.
(Ég klippti einmitt fyrri buxurnar of stutt og gat bara gert einfalt brot).

Þegar ég var búin að klippa og brjóta upp á (einfalt á öðrum, tvöfalt á hinum) þá skellti ég líminu í brotið.

Ég skellti títuprjónum á hliðarnar á skálmunum til að koma í veg fyrir að það myndi snúast upp á brotið.
Fyrri buxurnar með einfalda brotinu tilbúnar. Er ekki jafn ánægð með þær svo það kemur í ljós hvort ég muni nota þær.
Seinni buxurnar með tvöfalda brotinu. Er mjööög sátt með þær og mun koma til með að nota þær óspart.
Það var merkilega erfitt að taka sjálfsmyndir í buxunum. En það tókst að lokum c“,)
Seinni buxurnar með tvöfalda brotinu.
Fyrri buxurnar með einfalda brotinu.
Að lokum ein heil sjálfsmynd. Af mér stoltri af því að hafa sparað mér jafn mikinn pening og ég gerði.

Skildu eftir svar