Gimbahekl

Ég varð algerlega kjaftstopp og yfir mig hrifin í gær. Ég sá nýtt hekl sem ég hef aldrei séð áður! Ein af konunum sem vinnur á 118 var að hekla skírnarkjól á nýtt barnabarn og VÁ ég hef aldrei séð þetta áður! Hún kallaði þetta gimbahekl. Hún var ekki með neina uppskrift af þessu heldur kunni hún þetta bara utan af því hún var búin að gera þetta í svo mörg ár.

Ég fylgdist agndofa með henni gera þetta og saug í mig upplýsingarnar eins og svampur! Ég á varla orð yfir það hvað mér finnst þetta ógeðslega flott!

Þegar ég kom heim fór ég að googla gimbahekl. Fann engar svakalega upplýsingar um þetta. Gagnlegasta sem ég fann var þessi umræða af barnalandi – eða bland eins og það heitir í dag. Þar sá ég að það sem er kallað gimbahekl er kallað hairpin lace á ensku og það hef ég séð áður.

En munurinn á því sem ég fann á google og það sem þessi kona var að gera ER að hún var ekki með þessa gimb-pinna eða hvað sem þetta er kallað heldur bara venjulega heklunál og hún heklaði þetta í hringi.

Geggjað! Hef aldrei séð þetta áður – svo ég segi það einu sinni enn – og ég ELSKA að finna nýtt hekl!
Ég tók vídjó af henni að hekla og hripaði niður það sem hún sagði mér. Næsta skref er bara að prófa sjálf þegar ég finn tímann til þess.

Skildu eftir svar