Handavinna í sjónvarpinu

Þegar ég er að horfa á sjónvarp eða lesa blöð þá er ég sko ekki lengi að reka augun í hekl. Flestir taka ekki einu sinni eftir heklinu…en það gerir mig svaka glaða.

Annað sem ég hef gaman af eru þættirnir Call the Midwife sem RÚV hefur verið að sýna. Í kvöld voru nunnurnar að gera þetta ótrúlega fallega teppi.

blog_call_midwife_blanket2

Það var hins vegar eitt sem var svo svo rangt við þetta teppi. Í þættinum var það nefninlega ekki heklað heldur prjónað.

sieppaa3

Ég held að flest allar handavinnu konur – og menn – viti vel að þessir ferningar eru sko ekki prjónaðir. Þetta eru heklaðir ömmu ferningar og eru að ég tel ein þekktasta týpa af hekli í heimi.

2

Mér finnst svo skrítið þegar þættir gera svona villur. Líklegast því mér finnst þetta svo gefið. Eins og þetta eru góðir og vel gerðir þættir þá er það spes að gera svona kjánalega villu.

En þrátt fyrir að þeir aðilar sem komu að þessum þáttum þekki ekki mun á hekli eða prjóni þá er þetta alveg afskaplega fallegt teppi.

blog_call_midwife_blanket4

Sunnudagskveðjur
– Elín

Skildu eftir svar