Heklað utan um stein

Mig hefur lengi langað til þess að hekla utan um stein. Hef séð svo margar fallegar myndir af slíku. Eina helgina eftir fjöruferð með krökkunum kom þessi steinn með mér heim. Ég var þó í smá tíma að ákveða hvernig ég vildi hekla utan um steininn.

Ég keypti þetta fallega sjálfmynstrandi garn. Fann uppskrift af fallegum dúk á Pinterest. Og byrjaði að hekla. Þar sem ég þjáist af fullkomnunaráráttu þá rakti ég nokkrum sinnum upp og byrjaði upp á nýtt. Fullkomnunarárátta getur verið frekar hamlandi. En loka útkoman er glæsileg þótt ég segi sjálf frá og ég gæti ekki verið ánægðari. Að mínu mati er það ánægjan við – og með – verkið sem skiptir öllu.

Garn: Katia Jaipur keypt í Föndru
Nál: 2 mm
Uppskrift: af Pinterest

Skildu eftir svar