Heklaðir sportsokkar

Fyrir jólin í ár gerðist ég svo fræg að hekla sokka. Ekki bara eitt par heldur þrjú! Mig hefur lengi langað til að hekla sokka og þegar ég sá þessa sokka í Maríu heklbók – og leist vel á – þá varð ég mjög kát.  Sokkapörin fengu systur mínar og systurdóttir.

038

Ég var þó í dálitla stund að komast af stað í sokkagerðinni.Samkvæmt uppskrift á að nota heklunálar nr. 2,5 og 3 en ég hekla fast (greinilega alveg svakalega fast) að ég varð að nota nál nr. 4. Samt voru sokkarnir ekki alveg nógu stórir hjá mér svo ég varð að gera stærri gerðina af sokkum sem eru samkvæmt bókinni fyrir breiða kálfa þó svo að systur mínar séu með netta kálfa. Ég vildi að sokkarnir næðu upp að hnjám og því lengdi ég þá um heilar 15 umferðir. Samt hefði ég verið til í að hafa þá enn hærri.

Í litlu sokkana notaði ég nál nr. 3,5 og heklaði smærri gerðina af sokkum. Ég fækkaði um nokkrar umferðir í þessum sokkum til að þeir myndu passa.

Garnið finnst mér einstaklega skemmtilegt og virka vel í þessa sokka. Garnið heitir Mayflower Divine og var keypt í Rósu ömmu. Það fóru 2 og 1/2 dokka í þessi þrjú sokkapör.

145

Systur, frænkur og mæðgur saman í sokkunum.

146

Mér finnst það voða krúttað að eiga svona litla sokka í stíl við þá stærri.

147

148

149

Ég er mjög sátt við sokkana og finnst þeir frekar flottir. Ég vona að systur mínar hafi góð not fyrir þá.

Hátíðar-hekl-kveðjur
Elín

Skildu eftir svar