Hvolpasveitapeysan

Hvolpasveitapeysa4

Þekkir þú teiknimyndirnar um Hvolpasveitina sem sýndar hafa verið á RÚV? Yngstu barnabörnin mín elska þessar teiknimyndir þar sem strákurinn Róbert bjargar hinum ýmsu málum með aðstoð 6 hvolpa, algjörar hetjur þegar þau taka sig saman.

hvolpasv

Þegar Móri minn heyrði að amma ætlaði að prjóna handa honum hvolpasveitapeysu varð hann heldur betur glaður og fylgdist vel með hvernig verkið vannst hjá ömmu. Ég lagðist aðeins yfir þetta og velti fyrir mér hvernig best væri að ná peysu sem væri sem líkust jakka Róberts, peysan varð þó að vera þannig að hún hæfði sem flestum prjónurum óháð reynslu.

Paw-patrol-about-the-show-mainImage

Loksins datt ég niður á lausn og Móri var heldur betur glaður. Ný peysa og hann á leið í frí með ömmu til Kaupmannahafnar. Peysan var sem límd á strákinn og nánast vonlaust að ná honum úr henni. Sem betur fer var frekar kalt í Köben þannig að það kom ekki að sök.

Hvolpasveitapeysa7

Móri mjög sáttur við peysuna og hlakkaði mikið til að sýna krökkunum á leikskólanum hana eftir sumarfrí.

Uppskrift af peysunni fæst með keyptu garni í verslun okkar eða í netverslun. Hún er prjónuð úr Kartopu Basak garninu okkar sem er ull og akrýl blanda. Mjúkt og gott garn sem stingur ekki.

Stærðir: 1 (2-3) 4-5 ára

Smelltu hérna til að versla garn og uppskrift.

Prjónakveðja
Guðrún María

Skildu eftir svar