Jólahandverksmarkaður

Guðrúnardætur2

Ég ákvað með stuttum fyrirvara að vera með á Jólahandverksmarkaði sem haldinn var í dag á Sjóminjasafninu í Reykjavík, Víkin. Ég var eins og lítið barn innan um alla dásemdina sem þarna var í boði og dansaði um salinn. Það var svo gaman að sjá og skoða þegar allir voru að stilla upp vörum sínum upp og gera sig tilbúna fyrir daginn. Við eigum svakalega margt hæfileikaríkt fólk og þegar kemur að handverki er ekkert gefið eftir, úrvalið er gífurlegt. Ég fékk leyfi frá öllum að mynda borðin þeirra og birta hér á blogginu mínu.

Guðrúnardætur

Við mæðgur vorum saman Guðrúnardætur og Handverkskúnst. Guðmunda saumar út krossasaumsmyndir í mörgum útfærslum og útbýr: lyklakippur, bókamerki, nælur, hálsmen, myndir, eyrnalokka og ermahnappa. Afskaplega fallegt hjá henni.

GuðrúnardæturGuðmunda klár í slaginn

Guðrúnardætur2Fallegu vörurnar hennar


Álfaskór

Alltaf gaman að skoða álfaskóna. Mikið úrval í öllum stærðum.

Álfaskór.is2Álfaskór í öllum stærðum og mörgum litum

Álfaskór.is


Handverk og hönnun – astast

Eyfirskt handverk og hönnun þar sem áhersla er lögð á gæði og góðann frágang. Margskonar vörur til sölu m.a. barnafatnaður og ullarvara. Kertin hennar eru virkilega falleg og svo þóttu mér hálstau fyrir kisur algjör snilld.

Ásta H Stefánsdóttir3Ásta við borðið sitt

Ásta H StefánsdóttirHálstau fyrir ketti, hvaða köttur væri ekki glæsilegur með svona um hálsinn?

Ásta H Stefánsdóttir2Falleg kerti skreytt með kirkjum


Nína Fína Textil

Skemmtilegar húfur í öllum litum og flottir verndarenglar, mjög skemmtileg hugmynd

Nínafína textil2 Húfurnar fallegur

Nínafína textilVerndarenglar


Hárskraut *LíLa-Líríó*

Skemmtileg hugmynd og hárböndin hennar falleg, sá þarna í fyrsta skipti hárbönd með uglum og voru þau æði.

Líla Líríó1Hárbönd í mörgum litum

Líla Líríó2Eru ugluhárböndin ekki sæt?


EMM handverk, vinnustofa

Flottir skartgripir: Hálsmen, nælur, eyrnalokkar, armbönd, prjónamerki og fleira.

EMM HandverkFallegir skartgripir

EMM Handverk2


Prjón íslenskt

Kolbrún er með prjónavörur t.d. húfusett, vettlinga, inniskó, peysur, sjöl og trefla. Fallegar vörur hjá henni.

Prjón ÍslensktFallegar vörur


Sigga S. Glerkúnst

Glerhandverk; Klukkur, Matarstell, Lampar, Skartgripir, Kertaljós, Skálar og Aðventukransar eru dæmi um það sem ég hef til sölu. Einnig hef ég verið að búa til og hanna hluti eftir tilefnum og óskum viðskiptavina. Virkilega flottar vörur hjá henni og aðventukransarnir ofboðslega fallegir.

SiggaS GlerkúnstSmá sýnishorn af vörum hennar


Handverkið mitt

Vörur unnar úr rekavið. Ásta er snillingur og vörurnar hennar skemmtilegar

Handverkið mittJólasveinar

Handverkið mitt1Jólauglan er sæt

Handverkið mitt2Kúlur á jólatréð


Frida design

Hólmfríður hannar fallegar þæfðar vörur úr íslenskri ull.

Frida designBásinn hennar

Frida design1Sjal / herðaslá

Frida design2Hattur


KúMen

Skart og nytjahlutir úr horni og beinum.

KúMenFlottar vörur hjá Þórdísi Höllu í KúMen


Handverk Ebbu

Mikið úrval hjá henni, tréhálsmen, orkeraðir skartgripir, leðurarmbönd.

Handverk EbbuHálsmen

Handverk Ebbu1Hálsmen og armbönd


Gallerý Ársól

Hún var með mikið úrval af leðurveskjum og silfurskarti

Gallerý Ársól1Hluti af úrvalinu

Gallerý ÁrsólHringar


H&E Design

Þau Hulda Birna og Einar eru með frábært úrval af slaufum, ekki eingöngu hefðbundnar heldur líka litríkar og skreyttar hinum ýmsu teiknimyndum og fleira. Íslensk hönnun, íslenskt handverk, frábærar gjafir – tel þær hitta í mark hjá öllum.

H&E slaufurTurtles skjaldbökur

H&E designjpgLeður og prjónaðar slaufur

H&E slaufur2Gífurlegt úrval og allir ættu að finna eina við sitt hæfi


Icewool

Tískuvörur unnar úr íslenskri ull

Wool companyIcewool


Gagga handver og hönnun

Ýmis útsaumur, textar, hvítsaumur,myndir og fleira. Falleg sængurföt fyrir börn með áletrun og svo getur þú komið sjálf með sængurföt og látið merkja eða setja fallegan texta eftir þínu höfði. Flottar jóladúllur, hárspennur með fiðrildum, púðar með vísum og margt fleira.

Svala K Stefánsdóttir_Gagga handverk og hönnun2Fiðrildahárspennur

Svala K Stefánsdóttir_Gagga handverk og hönnunRammar og púðar með áletrun

GaggaJóladúllur


Blúndugler

Magga í Blúndugler er með frábærar vörur. Glervörur sem hún skreytir merð dúkum frá móður sinni og ömmu til að mynda munstur á gler. Þú getur komið með prjónaðan eða heklaðan dúk sem þú átt og Magga skreytir kökudisk, skál eða fat með honum. Dúkurinn eyðileggst ekki heldur notar þú hann áfram en átt líka t.d. fallegan kökudisk með honum. Algjör snilld hjá Möggu.

Blúndugler4Skálar og diskar

Blúndugler3Fat og fleiri diskar

BlúnduglerSkemmtileg hugmynd

Handverkskúnst

Má ekki gleyma sjálfri mér. Ég var með slatta af prjónavörum sem ég hef prjónað á þessu ári. Sá það að útprjónaðir vettlingar á fullorðna er eitthvað sem rýkur út. Ég var þarna meira til gaman og sé ekki eftir því, skoða það alvarlega að vera með aftur á næsta ári.

HandverkskúnstVettlingar, sokkar, sjöl og uppskriftir

Í lokin á kaffihúsinu þarna var þessi fallegi stóll. Veit því miður ekki nafnið á listakonunni sem prjónaði utan um hann en varð að mynda hann.

LopastóllSkemmtilegur, ekki satt?

Kveð í bili, virkilega gaman að vera með á jólamarkaðnum og mæli með að þú kíkir hafir þú ekki farið áður á svona markaði.

Kveðja
Guðrún María

Skildu eftir svar