Klárað í janúar

Ég setti mér óformleg markmið varðandi handavinnu fyrir árið 2014. Eftir bestu getu ætla ég að klára þau verkefni sem ég byrja á. Ég er nefninlega alltof gjörn á að byrja á nýjum verkefnum áður en ég klára þau sem ég er byrjuð á. Þessi ókláruðu safnast svo saman og klárast aldrei. Einnig ætla ég að fara eftir fleiri uppskriftum. Lífið verður svo leiðinlegt ef maður er ekki að læra neitt nýtt. Og vel skrifaðar hekl uppskriftir að skemmtilegum verkefnum kenna manni nýjar aðferðir og tækni.

Þessi færsla er því um öll verkefnin sem ég heklaði eftir uppskriftum og kláraði í janúar. Alveg óvart eru allar flíkurnar bleikar. Kem upp um hversu hrifin ég er af bleiku.

***

Mustard Bow Dress handa Þulu Björg
Uppskrift: Mon Petit Violon
Garn: Drops Merino Extra Fine, Föndra
Magn: 4 dokkur
Nál: 5 mm

Æðislegur kjóll. Hef aldrei heklað kjól áður og er mjög ánægð með útkomuna. Var þó alveg heillengi að finna út heklfestu samkvæmt uppskriftinni og var orðin frekar pirruð. Uppskriftin sagði nál nr. 3,25 en ég endaði á að nota nál nr. 5 og hefði getað farið stærra. Langar samt að gera annan kjól handa Maíu minni.

image

image

***

Þumalínur handa Heiðu
Uppskrift: María heklbók
Garn: Dale Freestyle, A4
Magn: 3 dokkur í 2 pör af vettlingum
Nál: 5,5 mm & 6 mm

Skemmtilegir vettlingar og fljótheklaðir. Vanir heklarar gætu klárað eitt par á kvöldstund. Ég kláraði par á tveim kvöldstundum með ungabarn á arminum. Uppskriftin mælir með Léttlopa en ég er ekki nógu hrifin af lopanum svo ég keypti Freestyle garnið frá Dale og það kemur æðislega vel út í þessum vettlingum. Svo er það til í svo flottum litum. Heklaði seinni parið með aðeins stærri nál og því eru þeir stærri.

image

image

***

Dragonfly Slouch Hat handa Aþenu og Stínu
Uppskrift: Tara Murray Designs
Garn: Dale Baby Ull, A4
Magn: 1 dokka í hvora húfu
Nál: 3,75 mm

Tara bloggar undir nafninu Mamachee og hannar alveg virkilega skemmtilegar flíkur. Ég er alltaf að sjá nýjar myndir frá henni og langar að hekla en aldrei látið verða af því. Þegar ég sá þessa húfu sló ég loks til og keypti uppskriftina. Ég var mjög fljót að hekla húfurnar enda uppskriftin vel skrifuð. Aþena tekur sig vel út með sína húfu sem hún fékk í afmælisgjöf.

image

image

image

Bleikar-hekl-kveðjur
Elín c“,)

Skildu eftir svar