Klettagarðar – heklað langsjal

Ég var á ferðinni um borgina í sumar. Það var yndislegt veður. Sólin var hátt á lofti og það var allt svo bjart og fallegt. Þegar ég keyrði Klettagarða voru litbrigði hafsins og himinsins svo björt og mögnuð að ég bara varð að stoppa til að taka mynd.

Ég ákvað strax að ég myndi nota þessa mynd sem innblástur að verkefni.

klettagarðar_heklað_langsjal (7)

Nokkrum vikum seinna fann ég verkefni sem mér fannst fullkomið fyrir þessa liti. Heklað langsjal með páfuglamynstri sem var sérstaklega hannað fyrir Alpaca Rhythm garnið frá Scheepjes.

klettagarðar_heklað_langsjal (2)

klettagarðar_heklað_langsjal (3)

Það var skemmtilegt að hekla þetta mynstur og frekar fljótlegt. Það tók mig lengri tíma að nenna að strekkja það en að hekla það. Þegar sjalið var tilbúið ákvað ég að taka myndir af því á sama stað og innblásturinn var fenginn.

klettagarðar_heklað_langsjal (4)

klettagarðar_heklað_langsjal (5)

klettagarðar_heklað_langsjal (1)

klettagarðar_heklað_langsjal (8)

klettagarðar_heklað_langsjal (6)

Uppskriftin af sjalinu er frí á netinu – á hollensku, ensku og í hekltáknum. Mæli klárlega með þessu verkefni.

Free Crochet pattern: Feather & Fan shawl

 

Hekl kveðjur
Elín