Knitwork helgin okkar í Köben

Við mæðgur fórum í vinnu-verslunar-heimsóknar-ferð til Köben í lok september. Helgin var svolítil keyrsla því við flugum út á föstudegi og heim á sunnudegi. Eins og sönnum Íslendingum sæmir þá fórum við í H&M og versluðum. Og við fórum á McDonalds…sem ég persónulega elska.

20150926_133357

Ég elska enn meira að vera í Köben. Það er eitthvað við borgina sem fer svo vel í mig. Ég get labbað alveg endalaust um og skoðað umhverfið, húsin og fólkið. Setningin „the devil is in the details“ kemur oft upp í hugann þegar ég er í Köben.

IMG_20150926_153631

IMG_20150925_144540

IMG_20150926_153554

20150926_104535

Það var fínt að klára að versla strax á föstudeginum því þá var hægt að eyða laugardeginum í að skemmta sér. Við eigum ættingja í Köben sem er alltaf gaman að hitta og eyða tíma með. Og það þýðir líka að við þurfum ekki að gista á hóteli þegar við förum út.

IMG_20150926_153840

IMG_20150926_192718

Family funtime í Köben.

IMG_20150926_182645Hekl er nýja fjölskyldusportið. Meir að segja prjónamaskínan mamma lagði niður prjónana og heklaði eins og vindurinn alla helgina.

image-2c56329080f0d7c6dfa84b9bb0def29b176a8eb0505afe82d0f5f32e989e2983-V
Heklið hennar mömmu. Hún hefur ekkert heklað síðan í grunnskóla. Verður að segjast að þetta er frekar flott hjá henni.

Á laugardeginum ferðuðumst við um með strætó að heimsækja helstu garnverslanirnar. Það eru yndislegar garnbúðir í Köben og helling af flottum hlutum að gerast í hekl/prjón senunni þar.

20150925_141432

Ég var að fíla Uldstedet í botn. Þær voru með svo mikið af fallegu garni og fallegum flíkum um alla búð. Í búðinni er sófi og í honum sátu konur með handavinnuna og spjölluðu og hlógu. Afgreiðslukonan var íslensk og spjölluðum við helling við hana.

20150926_122248

Ég var minna hrifin af Sommerfuglen. Ég naut þess heldur ekkert að vera þarna inni því búðin var svo pökkuð af fólki að það var erfitt að skoða sig um. Það var ekki hægt að labba hringinn nema að festast í botnlanga eða vera króaður inni af öðrum viðskiptavinum. Ég og þessir eiginmenn á myndinni vorum fegin að sleppa þaðan út þegar leiðin var greið.

20150926_114654

Rasmilla fannst mér yndisleg. Lítil búð með fullt af garni og fullt af persónuleika. Ég keypti mér eina heklbók þar sem er SVO geggjuð. Hef aldrei séð jafn töff heklbók. Bókin heitir Lutter Lokker 2. Get ekki beðið eftir að byrja að hekla úr henni.

20150926_113730

Í Rasmillu var þetta fallega dúkkuhús sem var fullt af hekli. Ég er að endurgera/föndra dúkkuhús handa Maíu og ætla sko heldur betur að fylla það af hekli!

IMG_20150926_150736
Við litum að sjálfsögðu við á Knitwork svæðið. Þar var allt iðandi af hannyrðakonum, garni og gersemum. Það voru margir garnframleiðendur, hönnuðir og verslanir með bása á svæðinu og þar var margt að sjá. Þar á meðal var Einrúm garnið með sinn bás en garnið hefur vakið mikla athygli í Danmörku.

IMG_20150926_222242

Á Laugardagskvöldinu var svo villt djamm – og þegar ég segi djamm þá meina ég hekl! Það var mikið spjallað, enn meira hlegið og heklað soldið líka.

Á sunnudagsmorgun rifum við mæðgur okkur upp eldsnemma til að fara að vinna. Upphafleg ástæða þess að við vorum komnar til Köben var að vinna. Við vorum að kenna sitthvort námskeiðið á Knitwork hátíðinni. Mamma með tvöfalt prjón og ég með tvöfalt hekl. Skipuleggjendum hátíðarinnar fannst það svo skemmtilegt að hafa mæðgur saman sem voru báðar með tvöfalt.

image-c90cf4379daaa0f527775b5bd6bb372d426aa9f51f5b88fea33d39ce1001ba07-V

IMG_20150926_163130

Kennslan hófst stundvíslega kl. 9 á sunnudagsmorgninum og gekk æðislega. Allar konurnar sem sóttu námskeiðin voru áhugasamar og gekk vel að ná tökum á tækninni. Ég hef aldrei kennt námskeið erlendis svo ég var pínu stressuð en stressið var fljótt að renna af mér þegar kennslan byrjaði enda er ótrúlega gaman að kenna öðrum að hekla.

IMG_20150927_112354

IMG_20150927_112400

IMG_20150927_115725

IMG_20150927_115852

image-28678914a0ec112346a9d26285965f2417749848e1da217c33e7498dded687e5-V

image-da79d1d4ab67b82904e0072fe513d2a89466cb68f0035a0b0952eb6d5e4010fa-V

Þetta var ótrúlega gaman að fáum við mæðgur vonandi tækifæri til að skella okkur aftur á Knitwork á næsta ári.

image-e347e2ba6270a76ee46808dcce413abf146d3c76fbec7817642ed25a4bf97c0d-V

Áður en haldið var heim frá Köben var möst að skella fá sér Kebab með Sunnevu frænku á einni af fjölmörgum skyndibitabúllum á Norrebro.

image-ecc4ebee4df49317f515843296f269354fd47578d3616fb7809cb6217a5ee97a-V

Meðan ég reyndi að sofa í flugvélinni á leiðinni heim hélt mamma áfram að hekla og var þetta afraksturinn.

Þar til næst!
Kveðja Elín

Skildu eftir svar