Spor – Opinn stuðull (ost)

Opnir stuðlar eru oftar en ekki notaðir þegar gerðar eru úrtökur í hekli. Þegar tveir opnir stuðlar (2 OST) eru heklaðir saman er verið að fækka tveim lykkjum í eina, þegar þrír opnir stuðlar (3 OST) eru heklaðir saman er verið að fækka þrem lykkjum í eina osfrv. Opnir stuðlar eru samt sem áður ekki eingöngu notaðir í úrtökur.

Sláið bandinu upp á nálina, stingið nálinni í lykkjuna og sækið bandið, þá eru 3 lykkjur á nálinni, sláið bandinu upp á og dragið í gegnum 2 lykkjur. Stoppið þar. Ef um venjulegan stuðul væri að ræða væri bandinu slegið upp á aftur og dregið í gegnum lykkjurnar 2 sem eru á nálinni. En vegna þess að það er verið að gera úrtöku þá stoppum við hér. Þaðan er nafnið á þessu spori komið, stuðlinum er ekki lokað og því er hann opinn.

dc2tog1

Nú er bandinu slegið upp á nálina, en í stað þess að draga í gegnum lykkjurnar tvær er nálinni stungið í næstu lykkju og bandið sótt, þá eru 4 lykkjur á nálinni, bandinu er slegið upp á og dregið í gegnum fyrstu tvær lykkjurnar, bandinu slegið upp á nálina og dregið í gegnum allar 3 lykkjurnar sem eftir eru á nálinni.

dc2tog2 dc2tog3

 

Þá er búið að hekla tvo stuðla saman og fækka um eina lykkju. Sniðugt ekki satt 🙂

Mynd segir meira en 1000 orð og myndband enn meira.

 

 

Myndir teknar af síðunni For Dummies.