Litun á ull – Námskeið

Fékk þetta mail frá Kristínu bloggara og ákvað að deila þessu áfram hérna.
Ef þið hafið áhuga á að lita ull þá er þetta þrælsniðugt námskeið.


Mynd af blogginu hennar Kristínar


Litun á ull – jurtalitun og út úr eldhússkápnum


Ég býð uppá námskeið í litun á ull, þar sem ég kenni notkun á litfesti (Álsalt) ásamt því að kynna ýmis litunarefni sem er að finna í næsta nágrenni við okkur á höfuðborgarsvæðinu og inní eldhússkápnum hjá flestum okkar.

Hversu margir geta tekið þátt?
– Þar sem við verðum í heimahúsi og pláss er takmarkað, get ég tekið á móti 4 þátttakendum í einu.

Hvað verður gert?
– Námskeiðið verður haldið í Mosfellsbæ, þar sem farið verður í stutta jurtaskoðunarferð (örstuttur göngutúr).
– Kynning á á ýmsum litunarefnum
– Við “sjóðum” saman einband uppúr litfesti (álsalti og vínsteini)
– Við litum ull með einhverjum skemmtilegum efnum

Verð og hvað er innifalið?
– 7500 kr.
– 2 dokkur af einbandi sem við litum saman
– Lítið hefti með helstu upplýsingum úr námskeiðinu

Tími:
– Frá 13:00-17:00 á laugardegi (eða þangað til við erum búin að lita ullina og hún farin að kólna)

Hvað á að koma með?
– Prjóna- eða hekludótið, þar sem við munum þurfa að sitja og bíða eftir að garnið sé tilbúið…

Ef einhver sem þú þekkir eða þú sjálf/ur hefur áhuga, skaltu endilega hafa samband:
kristin-hrund@gmx.de

Skildu eftir svar