Ullarætan – Akranesi

Á þessu námskeiði verður kennt að hekla tvær týpur af Ullarætu, bæði stutta og langa. Farið verður yfir hvernig á að hekla utan um Ullarætuna sem og hvernig á að hekla saman Ullarætuferninga.

Þetta námskeið hentar ekki fyrir byrjendur. Örvhentir og rétthentir velkomnir.

004
Námskeiðið er kennt þriðjudaginn 7. október kl. 19:00-21:30
Staðsetning: Húsnæði Símenntunar Akranesi, Suðurgötu 57, 300 Akranesi
Sjá staðsetningu á korti.

Námskeiðið er ca. 2,5 klst og innifalið í námskeiðinu er:
– Uppskrifti að langri og stuttri Ullarætu.
– Leiðbeiningar með tveim mismunandi aðferðum við að hekla saman ullarætuferninga og tveim mismunandi aðferðum við að hekla kant á ullarætuna.
– Kennsla

Þú þarft að koma með:
– Garn og heklunál sem hæfir garninu.
– Góða skapið

Verð: 7.500 kr.

Skráning og nánari upplýsingar fást á www.simennt.is og í síma 437-2390

Lágmarksfjöldi þátttakenda: 6
Hámarksfjöldi þátttakenda: 12

Skildu eftir svar