Ömmuferningur

Hér er uppskrift af því hvernig á að gera hefðbundinn ömmuferning.

Upphafslykkjur: Byrjið með lit A, heklið 6 ll og tengið með kl til að mynda hring.

1. umf: 3 ll (telst sem 1 st), 2 st í hringinn, 3 ll, * 3 st í hringinn, 3 ll; endurtakið frá * tvisvar í viðbót, tengið með kl í 3ju ll af þeim þrem sem voru heklaðar í byrjun. Skiptið í lit B.

2. umf: Tengið lit B í hvaða loftlykkjubil sem er, 3 ll (telst sem 1 st), [2 st, 3 ll, 3 st] í sama loftlykkjubil (horn búið til), *1 ll, [3 st, 3ll, 3 st] í næsta loftlykkjubil; endurtakið frá * tvisvar í viðbót, 1 ll, tengið með kl í 3ju ll af þeim þrem sem voru heklaðar í byrjun. Skiptið í lit C.

3. umf: Tengið lit C í hvaða horn sem er, 3 ll (telst sem 1 st), [2 st, 3 ll, 3 st] í sama loftlykkjubil, *1 ll, 3 st í ll bilið, 1 ll, **[3 st, 3 ll, 3 st] í næsta horn; endurtakið frá * tvisvar og frá * til ** einu sinni enn, tengið með kl í 3ju ll af þeim þrem sem voru heklaðar í byrjun. Skiptið í lit D.

4. umf: Tengið lit D í hvaða horn sem er, 3 ll (telst sem 1 st), [st, 3 ll, 3 st] í sama loftlykkjubil, *[1 ll, 3 st], í hvert loftlykkjubil meðfram ferningnum, 1 ll, **[3 st, 3 ll, 3 st] í næsta horn; endurtakið frá * tvisvar og frá * til ** einu sinni, tengið með kl í 3ju ll af þeim þrem sem voru heklaðar í byrjun.

Hvað er:
llstkl



Ef ferningurinn á að vera stærri þá er hægt að gera eins margar umferðir og mann lystir c“,)
Ferningurinn sem ég gerði hér var 7 umferðir.

Skildu eftir svar