Sarafia – bleikt og grænt

Ég smellti í annað teppi á dögunum. Þetta er annað teppi sem ég kýs að kalla Sarafia. En ástæðan fyrir því er vegna þess að ég fékk innblástur frá Söru og Sofiu þegar ég gerði fyrsta teppið.
Ég er ógeðslega sátt með teppið og finnst þessir litir séu fæddir til að vera saman.


Teppið er heklað með nál nr 3,5. Garnið er samsuða af nokkrum tegundum. Dekkra græna og bleika er Mayflower Hit Ta-too sem ég fékk sent frá DK, man ekki hvað græna marglita heitir en það er keypt í Rúmfó, hvíta garnið er Big Value Baby líka úr Rúmfó.
Allt þetta garn er akríl. Enda elska ég akríl <3

Skildu eftir svar