Ljósmæðrateppið – 18. maí

0

5.000 kr.

Quick overview:

Á þessu námskeiði verður kennt að hekla Ljósmæðrateppið vinsæla. Munstrið er einfalt í framkvæmd og því tilvalið fyrir byrjendur – en hentar að sjálfsögðu fyrir alla. Ef þig langar að vera með í Ljósmæðrateppis æðinu þá er þetta námskeið fyrir þig. Örvhentir og rétthentir velkomnir. Þar sem þetta námskeið gerir ráð fyrir byrjendum eru að hámarki 6 á námskeiðinu.
Námskeiðið er kennt fimmtudaginn 18. maí kl. 18:30-21:00
Staðsetning: Handverkskúnst, Hraunbæ 102b, 110 Reykjavík

Ekki til á lager

Vörulýsing

Ljósmæðrateppið birtist í þáttunum Call the Midwife og vakti strax athygli heklara um allan heim. Eftir að uppskrift varð fáanleg á netinu hafa ófá Ljósmæðrateppi verið hekluð um allan heim og að sjálfsögðu hér á Íslandi líka.
Á þessu námskeiði verður kennt að hekla Ljósmæðrateppið vinsæla. Munstrið er einfalt í framkvæmd og því tilvalið fyrir byrjendur – en hentar að sjálfsögðu fyrir alla. Ef þig langar að vera með í Ljósmæðrateppis æðinu þá er þetta námskeið fyrir þig. Örvhentir og rétthentir velkomnir. Þar sem þetta námskeið gerir ráð fyrir byrjendum eru að hámarki 6 á námskeiðinu.
Farið verður yfir hvernig á að lesa hekluppskrift í máli og myndum (hekltáknum). Einnig verður sýnt hvernig má hekla kant utan um stykkið. 
Námskeiðið er kennt fimmtudaginn 18. maí kl. 18:30-21:00
Staðsetning: Handverkskúnst, Hraunbæ 102b, 110 Reykjavík
**15% afsláttur er af garni á námskeiðiskvöldi**
Námskeiðið er ca. 2,5 klst og innifalið í námskeiðinu er:
– Uppskriftir í máli og myndum.
– Leiðbeiningahefti um hekl.
Verð: 5.000 kr.
**Athugið að mörg stéttarfélög styrkja félaga sína á námskeið**
Nánari upplýsingar fást í tölvupósti elin@handverkskunst.is eða í síma 662-8635 Elín
Lágmarksfjöldi þátttakenda: 4
Hámarksfjöldi þátttakenda: 6