12/30



Garn: Kambgarn
Litir: Hvítur (0051), Tómatrauður (0917), Vatnsblár (1216)
Nál: 3,5 mm

Þessi ferningur er mjög sætur en það er heilmikið púsl í kringum hann svo það væri þvílík vinna að gera heilt teppi. Byrjað er á að hekla fjögur hjörtu, því næst er miðjan hekluð og hjörtun fest við og að lokum er heklað utan um hjörtun og úr verður ferningur.

Ég er hætt að stressa mig á því að halda tímaáætluninni á þessu verkefni mínu. Þessi ferningur var tilbúinn í gær en ég bara nennti ekki að blogga. Þetta er merkilega tímafrekt að hekla heilan ferning, móta hann, mynda og blogga. Þegar það er orðið að kvöð og farið að valda stressi þá er þetta ekki mikið skemmtilegt en hekl á alltaf að vera skemmtilegt.


Skildu eftir svar