27/30



Garn: Kambgarn

Litir: Hvítur (0051), Vatnsblár (1216), Tómatrauður (0917)
Nál: 3,5 mm


Kræst hvað það var glatað að hekla þennan ferning! Ekki afþví að hann er ljótur heldur vegna þess að leiðbeiningarnar voru svo skelfilega skrifaðar. Ef það hefðu ekki verið myndir af ferningnum skref fyrir skref þá hefði ég ekki getað heklað hann.


Eins og ég segi þá leiðist mér svo svakalega þegar það er verið að senda mann upp og niður eftir uppskriftinni til að sjá hvað e-ð þýðir. Er ég ein um það? Eins og í annarri umferð þá segir hún „Gerðu horn“ og til að sjá hvað horn er þarf ég að fara efst í skjalið. Hvað er horn? 3 stuðlar, 2 loflykkjur, 3 stuðlar í sömu lykkju. Afhverju ekki að skrifa það bara?


Anywho. Breytti seinustu umferðunum því mér fannst og mikið að hafa 3-4 umferðar af bláum stuðlum í lokin. Eftir á að hyggja var það kannski aðeins of mikið að bæta þessum rauðu ‘clusters’ í lokin.


Skildu eftir svar