29/30Garn: Kambgarn
Litir: Hvítur (0051), Vatnsblár (1216), Gallablár (0942)
Nál: 3,5 mm

Ég ruglaðist e-ð í röðinni undir lokin og því varð þetta ferningur númer 30 en ekki 29 eins og hann átti að vera.

Ég hélt ég myndi ALDREI ná að klára að hekla hann. Veit ekki hvort það er afþví að hann var seinasti ferningurinn og ég orðin frekar þreytt á þessum ferningum mínum eða vegna þess að uppskriftin gekk ekki upp.

Þegar ég var komin í 8. umferð fór allt til fjandans. Þetta ætlaði bara ekki að ganga upp. Ég skildi ekki uppskriftina nógu vel og ég gat ekki séð frá myndunum heldur hvað ég var að gera vitlaust. Ég fattaði það að lokum…þegar ég var ekki alveg jafn pirruð. En þó ég hafi verið í ruglinu þá gekk uppskriftin samt ekki upp. Í henni stóð 24 loftlykkjubogar en ég endaði alltaf með 36 sama hvað ég gerði.

Þrátt fyrir óþolinmæði mína og villur þá náði ég loks að klára hann. Og hann kemur bara ágætlega út.


Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Handverkskúnst notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á handverkskunst.is

  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec
  • devicePixelRatio

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur