Það er alltaf spennandi að byrja á nýju hekli sem mar hefur ekki áður gert. En það fylgir því einnig að prófa sig áfram þar til mar finnur rétta taktinn. Ég er ekki þolinmóðasta manneskjan og varð ég nett pirruð stundum þegar þetta var ekki aaaaalveg að ganga upp hjá mér.
Ég var búin að blogga eina færslu um
3hyrningana og vesenið með litavalið á þeim. En annars var ekkert mál að gera 3hyrningana sjálfa. Ég gerði 54 3hyrninga. 18 af hverjum lit –
ef ég reiknaði þetta rétt. Og þegar það var búið að ganga frá þessum rúmlega 110 endum –
mér finnst það aldrei gaman að ganga frá endum – þá var byrjað að hekla það saman.
Upprunalega ætlaði ég að hekla þá saman á röngunni með
keðjulykkjum en ég lenti í þvílíkum vandræðum með öll samskeyti svo ég gafst upp á þeirri hugmynd og fór aftur í það sem ég geri alltaf – hekla þá saman á réttunni með
fastapinnum.
Þar sem fastapinnarnir halla aðeins þá passaði ég mig á því að hekla alltaf í sömu átt – svo allt myndi halla í sömu átt.
Lokaútkoman er svo æðisleg þótt ég segi sjálf frá! Ég er ekkert smá sátt með þetta hjá mér!

Teppið í öllu sínu veldi – á réttunni

Séð aðeins nær – á réttunni
Nærmynd af samskeytunum – á réttunni
Teppið í öllu sínu veldi – á röngunni
Séð aðeins nær – á röngunni

Nærmynd af samskeytunum – á röngunni

Heklaði 2 umferðir af fastapinnum
og hafði svokallaða „picot“ í seinni umferðinni til að fá þessa litlu hnúða.

Er mjöööög sátt með útkomuna

Ein krumpumynd í lokin