Fyrir mig er það alltaf óspennandi hugmynd að læra stærðfræði. Og í dag er ég sko engan veginn að nenna að læra fyrir stærðfræðiprófið sem ég fer í á mánudaginn. Móri kallinn er veikur og það var sko ekki mikið sofið í nótt.
Svo er hugurinn bara allur við komandi jól og jólaskraut.
Ég keypti mér jólaskraut af Etsy. Fann jólaskraut í byrjun þessa árs sem ég hef ekki getað hætt að hugsa um svo ég ákvað að leyfa mér smá lúxus. Seljandinn er PicardCreative.
Þetta eru sem sé dósalok – eins og af ORAbaunum – sem hún er búin að skreyta.
CAL teppið mitt gengur ágætlega. Ég gríp svona í það þegar ég er ekki að gera neitt annað og langar í smá slökun sem aðeins hekl getur veitt manni.