65 dagar til jóla. 3 dagar í stærðfræðipróf.

Fyrir mig er það alltaf óspennandi hugmynd að læra stærðfræði. Og í dag er ég sko engan veginn að nenna að læra fyrir stærðfræðiprófið sem ég fer í á mánudaginn. Móri kallinn er veikur og það var sko ekki mikið sofið í nótt.

Svo er hugurinn bara allur við komandi jól og jólaskraut.

Ég keypti mér jólaskraut af Etsy. Fann jólaskraut í byrjun þessa árs sem ég hef ekki getað hætt að hugsa um svo ég ákvað að leyfa mér smá lúxus. Seljandinn er PicardCreative.

Fékk að velja mér 6 skraut og borgaði fyrir 30 dollara. Með sendingakostnaði var ég að borga 4.800 kr. Sem er ekki slæmt. En ég er ekki alveg svo sátt við tollinn. Þurfti að borga þeim tæpar 2.800 kr. Finnst það frekar blóðugt, hélt að þeir tækju bara 25%. Og hvað er málið með að taka toll af sendingarkostnaði? Það er bara ljótt.

Þetta er ótrúlega skemmtileg hugmynd.
Þetta eru sem sé dósalok – eins og af ORAbaunum – sem hún er búin að skreyta. 

Þetta jólaskraut er soldið uppáhalds því þetta er svo algerlega e-ð sem kærastinn myndi segja.

Þetta er pottþétt ekki jólaskraut fyrir alla en þetta er akkurat okkar húmor.


CAL teppið mitt gengur ágætlega. Ég gríp svona í það þegar ég er ekki að gera neitt annað og langar í smá slökun sem aðeins hekl getur veitt manni.

Handverkskúnst notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á handverkskunst.is

  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec
  • devicePixelRatio

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur