8/30Garn: Kambgarn
Litir: Hvítur (0051), Blágrænn (1218)
Nál: 3,5 mm

Ég varð fyrir ótrúlegum vonbrigðum með þennan ferning. Það var svo erfitt að lesa uppskriftina að ég var við að gefast upp en náði þó að fikra mig áfram þar til ég kom að þriðju seinustu umferð. Þá varð uppskriftin með öllu óskiljanleg og ég varð mjög pirruð. 

Fór að skoða á Ravelry og sá að það eru næstum 300 heklarar búnar að hekla þennan ferning. Fannst það frekar skrítið að ég ætti svona svakalega erfitt með þetta og væri nær ein um það. En þegar ég fór að skoða umsagnir annarra sá ég að fleiri höfðu lent í sömu vandræðum og ég. Svo margir höfðu gefist upp á þessum ferning að annar heklari tók að sér að endurskrifa uppskriftina. Með þeirri uppskrift var frekar ljúft að klára ferninginn. 

Ferningurinn er mjög fallegur eftir að ég er búin að móta hann. En áður en hann var mótaður þá var hann alger krumpa. Þótt hann sé sætur þá finnst mér ekki þess virði að hekla hann aftur, svo slæm var þessi heklreynsla c“,)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Handverkskúnst notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á handverkskunst.is

  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec
  • devicePixelRatio

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur