Að prjóna sjal

Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að prjóna sjal. Ég aftur á móti hætti mér ekki í að prjóna sjal fyrr en á síðasta ári! Taldi þetta alltof mikla vinnu og ekkert gagn í að eiga eitt slíkt. En ég lét vaða og byrjaði síðast liðið sumar á einu og það varð ekki aftur snúið þetta er alveg svakalega skemmtilegt prjónaverkefni. Fyrsta skjalið sem ég prjónaði var „Lazy Katy“ uppskrift frá Birgit Freyer en uppskriftina fann ég á Ravelry. Hún hannar einstaklega skemmtileg sjöl og peysur.

Lazy Katy1

Þetta er Lazy Katy prjónað úr Cascade Yarn Heritage Paints sem ég keypti í handprjón.is

Ég var mjög ánægð með þetta verk og prjónaði tvö í viðbót sem fóru í jólapakka til frænkna minna. Í þau notaði ég Heritage silki frá handprjón.is

???????????????????????????????

Þar sem ég ákvað að prjóna allar jólagjafir fyrir jólin 2012 voru auðvitað sjöl í pakkanum til mömmu og tengdamæðra minna. Mamma elskar glimmer og allt sem glitrar svo hún fékk einfalt Revontuli sjal (Revontuli þýðir Norðurljós á finnsku) prjónað úr Marks & Kattens Fame Trend Paljett.

???????????????????????????????

Tengdamamma fékk einnig Revontuli sjal en ég bætti við skrautkanti neðst á hennar og notaði garn sem heitir Fametrend

???????????????????????????????

Tengdamamma nr. 2 fékk sjal prjónað úr Navia Uno sem heitir Firebird frá Birgit Freyer , svakalega fallegt og stórt sjal, eiginlega bara listaverk.

???????????????????????????????

Nærmynd:

???????????????????????????????

Wingspan varð líka vinsælt síðast liðið haust og fékk frænka mín eitt svo leiðis í jólapakkann. Einfalt verk að prjóna en ekki eins skemmtilegt og hin sjölin að mínu mati. Þetta prjónaði ég úr Drops delight

wingspan

Svo var ég búin að sjá lengi á Facebook prjónasíðum að margir voru að prjóna Haruni sjalið.  Langaði alltaf að prjóna það en byrjunin á því stóð í mér. Svo var farið af stað með samprjón og ég skellti mér með og sé alls ekki eftir því. Prjónaði tvö slík og eru bæði falleg.

???????????????????????????????

Fyrra sjalið prjónaði ég úr Randalín II frá Handprjon.is. Stækkaði þetta um 2 munstur

Haruni Zitron garn

En það seinna úr garni frá Filigarn v. Atelier Zitron sem ég keypti í Danmörku. Svakalega litríkt og alveg í mínum anda þar sem ég elska liti. Stækkaði þetta um 1 munstur og notaði fínni prjóna.

En það er ekki bara gleði við að prjóna sjöl, það þarf að stekkja þau líka svo þau njóti sín nú í allri sinni dýrð. Það er ekki það skemmtilegasta sem ég geri en ég nota púslmottu til að næla þau í.

??????????????????????

Öll vinnan við sjölin er vel þess virði þau eru svo falleg og gleðja augu allra sem þau sjá. Svo er alltaf gaman að gefa svona fallega handprjónaða gjöf.

Kveðja

– guðrún

Skildu eftir svar