Afganga Ást ♥

Uppáhaldsteppið mitt um þessar mundir – og kannski bara ever. Er afgangateppið mitt.

Kvöld eitt þegar ég hafði ekkert til að hekla og átti engann pening til að kaupa mér garn ákvað ég að hekla úr afgangs garninu sem ég átti.
Planið var aldrei að gera heilt teppi – hvað þá svona stórt – heldur bara til að stytta mér stundir þar til ég gæti keypt mér garn.

Svo var ég einn daginn í heimsókn hjá ömmu. Sem á meira garn en hún veit hvað á að gera við. Og leyfði gamla konan mér að hirða fullt af afgöngum frá henni. Og þegar ég segi fullt þá meina ég fuuullt.

Svo var bara heklað þar til garnið kláraðist og úr varð fallega litasprengjan mín sem ég alveg hreint elska. Það er stórt, þungt, hlýtt og hið fullkomna sófateppi.

Teppið er samt ekki alveg tilbúið. Garnið kláraðist þegar ég var að hekla hringinn…mér finnst það ekki passa að kaupa garn til að klára teppið. Svo ég bíð þar til rétti afgangurinn kemur með að klára það.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Handverkskúnst notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á handverkskunst.is

  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec
  • devicePixelRatio

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur