Appelsínugult garn

Ég ákvað að prufa að lita hvítt garn appelsínugult. Ég googlaði heimalitað garn og fann alls konar myndir. Mikið til af fallegu garni með appelsínugulum tón. 
Mikael kallinn sat með mér þegar ég var að skoða þessar myndir og fékk hann að velja hvaða garn við ættum að reyna að stæla.
Búið er að lita garnið og býð ég spennt eftir að það þorni. Þori ekki að segja til um það hvort litunin heppnaðist vel eða ekki. Kemur í ljós.

Skildu eftir svar