Blog

Hafmeyjuteppi

Hafmeyjuteppi hafa verið vinsæl um tíma og flest hafa þau verið hekluð. Ég er lítill heklari svo ég var alltaf að hugsa um að prjóna hafmeyjuteppi. Lét loksins verða af því í sumar að setja saman teppi.

Ég gerði nokkrar tilraunir og endaði á því að nota Kartopu Basak og hafa það tvöfalt. Garnið er mjög hentugt í teppi þar sem það þvælist vel og má henda beint í þvottavél svo það er ekkert stress þó svo að það sullist á teppið.

hafmeyjuteppi

Stína frænka var að koma í heimsókn frá Kaupmannahöfn svo það var tilvalið að hafa teppi tilbúin og mynda hana og sjá hvernig til hefði tekist. Stína sem er 9 ára var alsæl með þetta teppi og pantaði sér eitt stykki í sínum uppáhalds lit.

hafmeyjuteppi1

Aþena ömmugull mátaði minna teppið fyrir mig og að sjálfsögðu pantaði hún fjólublátt, sem er hennar uppáhalds litur núna.

Teppið kemur vel út einlitt sem tvílitt og um að gera að leika sér með litasamsetningar og/eða leyfa börnunum að velja sjálf litina. Teppið sem Stína er í er prjónað úr Basak og Kar-Sim en Aþena er í teppi sem er prjónað úr Basak

Í Bændablaðinu í dag á bls. 49 er uppskriftin af teppunum í þremur stærðum en það er ekkert mál að minnka eða stækka teppin ef maður vill.

Endursöluaðila víða um land má finna HÉR

Prjónakveðja
– Guðrún María

Tags: , , , ,

Klettagarðar – heklað langsjal

Ég var á ferðinni um borgina í sumar. Það var yndislegt veður. Sólin var hátt á lofti og það var allt svo bjart og fallegt. Þegar ég keyrði Klettagarða voru litbrigði hafsins og himinsins svo björt og mögnuð að ég bara varð að stoppa til að taka mynd.

Ég ákvað strax að ég myndi nota þessa mynd sem innblástur að verkefni.

klettagarðar_heklað_langsjal (7)

Nokkrum vikum seinna fann ég verkefni sem mér fannst fullkomið fyrir þessa liti. Heklað langsjal með páfuglamynstri sem var sérstaklega hannað fyrir Alpaca Rhythm garnið frá Scheepjes.

klettagarðar_heklað_langsjal (2)

klettagarðar_heklað_langsjal (3)

Það var skemmtilegt að hekla þetta mynstur og frekar fljótlegt. Það tók mig lengri tíma að nenna að strekkja það en að hekla það. Þegar sjalið var tilbúið ákvað ég að taka myndir af því á sama stað og innblásturinn var fenginn.

klettagarðar_heklað_langsjal (4)

klettagarðar_heklað_langsjal (5)

klettagarðar_heklað_langsjal (1)

klettagarðar_heklað_langsjal (8)

klettagarðar_heklað_langsjal (6)

Uppskriftin af sjalinu er frí á netinu – á hollensku, ensku og í hekltáknum. Mæli klárlega með þessu verkefni.

Free Crochet pattern: Feather & Fan shawl (EN/NL)

 

Hekl kveðjur
Elín

Tags: , , ,

Að klippa upp peysu

Danshringurinn minnkud

Árið 2014 prjónaði ég meðal annars  þessa fallegu peysu sem kom í bókinni minni Tvöfalt prjón – flott báðum megin. Þessi peysa er virkilega falleg og ég ákvað í janúar að prjóna svona peysu, bara einfalda.

Ég hef alltaf forðast að prjóna opnar peysur þar sem ég fælist þetta saumavélavesen eins og ég kalla það eða að sauma með þéttu spori í brugðnu lykkjurnar áður en klippt er og peysan opnuð. Þetta vefst nú ekki fyrir mörgum en ég get geymt prjónaða peysu svo vikum skiptir af því að ég bara nenni þessu veseni ekki. Oftar en ekki hef ég bara prjónað þær fram og til baka til að losna við saumavélina…

Danshringurinn1

Ég valdi færeyska garnið Navia Duo í þessar peysur og þar sem hún átti að vera í 4 stærðum gat ég ekki gengið í gömlu uppskriftina mína heldur varð að reikna lykkjufjölda út aftur og prjóna. Navia er frábært garn að prjóna úr og þetta munstur skemmtilegt að prjóna.

Fyrsta peysan mín var prjónuð á gamla mátan og ég saumaði samviskusamlega í vél en hugsaði með mér allan tímann að jú það er til önnur leið sem ég hef aldrei prófað. Ég hef séð að margir eru að nota heklunál í stað saumavélar og lofsama þá aðferð í hástert, heitir á ensku “crochet steeking”. Til að gera langa sögu stutta þá prjónaði ég næstu þrjár peysur með þessa aðferð í huga. Ég á ekki til nógu sterk orð til að lýsa ánægju minni með þessa aðferð og mun nota hana hér eftir.

Danshringurinn Crochet steeking

Þetta er eignlega svo einföld leið og þægileg, allt sem þarf er heklunál og þynnra garn en prjónað er úr, ég notaði sokkagarn sem er sterkara en ullin. Ég skoðaði þetta blogg og prjónaði fyrstu peysuna með þessa aðferði í huga.

Prjónaskapurinn er ekki mikið frábrugðin, það eina sem breytist er að í stað þess að vera til dæmis með 4 brugðnar lykkjur upp eftir bolnum var ég með 5 lykkjur sem voru prjónaðar slétt alla leið upp en í sitt hvorum lit þ.e. lykkjur 1, 3 og 5 voru bleikar en lykkjur 2 og 4 voru hvítar. Síðan þarf að passa að skipta aldrei um dokku í þessum 5 lykkjum og ganga ekki frá endum á því svæði. Annað er næstum leikur einn.

Danshringurinn12

Svo af því að ég var komin í ham og þegar peysa númer 3 var prjónuð var ég aðeins búin að fylgjast með norskri grúppu á Facebook og þar sauma þær listana fasta á peysuna áður en þær klippa upp. Þar sem ég prjónaði kant með listunum sem ég nota til að hylja sárið á röngunni vafðist það eitthvað svo fyrir mér svo ég klippti bara upp og saumaði síðan. Ég er ennþá sú sem prjóna kant með listanum til að fela sárið á röngunni en margir eru farnir að sauma borða sem er líka mjög fallegt.

Svo er að sauma listann við og fá munstrið til að passa. Ég held að einhverjir séu sammála mér þegar ég segi að það er bara heilmikil vinna við opnar peysur. Á þessum peysum prjóna ég listann saman með hálsmáli sem mér þykir koma fallega út.

Danshringurinn14

Eftir að ég er búin að klippa, skipti ég listanum á bolinn og festi hann lauslega niður og sauma fastann.

Danshringurinn15

Títuprjónar er líka góðir í að festa listann.

Svo er að sauma tölurnar og passa að allt stemmi, munstur í beinni línu.

Danshringurinn11

Eftir að hafa prjónað þessar 4 peysur og gengið frá þeim er ég komin á þá skoðun að þetta er nú ekki eins mikið mál og ég hef alltaf sagt. Sjálfsagt í mínu tilfelli var það blessuð saumavélin sem ég bara þoldi ekki.

Þessi peysuuppskrift heitir Danshringurinn og fæst uppskrift með kaupum á Navia Duo garni í hana. Létt, hlý og falleg peysa á stelpur og stráka. Stærðir 2, 4, 6 og 8 ára.

  • Smellu hérna til að kaupa þér Danshringinn eða komdu í heimsókn til okkar á Nýbýlaveg 32 í Kópavogi
  • Viltu læra að klippa upp með þessari aðferð? Smelltu hérna og skráðu þig á námskeiðið okkar í apríl
  • Langar þig frekar að gera peysuna tvöfalda? Þú færð bókina hérna og í verslun okkar.

Prjónakveðja
– Guðrún María

Tags: , , ,

Heklað gluggaskraut

Ég er mis ánægð með þau verkefni sem ég tek mér fyrir hendur. Þetta verkefni er eitt af þeim sem ég er fáránlega ánægð með og get ekki annað en brosað í hvert skipti sem ég labba fram hjá því.

heklað_gluggaskraut (12)

heklað_gluggaskraut (1)

Ég heklaði 10 dúllur úr bómullargarni, ekki heklgarni samt heldur grófara garni með heklunál nr. 4. Gulur er í uppáhaldi og ég hikaði ekki við að velja gult garn í verkefnið.

Sinnepsgulu dúllurnar eru heklaðar úr Cotton8

heklað_gluggaskraut (14)

Sóleyjargulu dúllurnar eru líka heklaðar úr Cotton8

heklað_gluggaskraut (13)

Gulsprengdu dúllurnar eru úr Sunkissed

heklað_gluggaskraut (15)

Dúllurnar hengdi ég svo upp í glugganum niðrí vinnu.

heklað_gluggaskraut (16)

Eins og fyrr segir þá er ég ótrúlega ánægð með dúllurnar og þreytist aldrei á að dást að þeim.

heklað_gluggaskraut (17)

Það er svo auka bónus að þegar sólin skín inn þá varpa dúllurnar fallegum skugga á vegginn í versluninni.

heklað_gluggaskraut (18)

Þetta eru dúllurnar. Níu af tíu voru heklaðar eftir munsturmyndum sem ég fann á Pinterest…ein var svona næstum því eftir uppskrift. Þær voru svo allar stífaðar með sykurvatni og eins og alltaf notaði ég skapalón af blogginu A Stitch in Time til þess að allt væri beint og fallegt.

Set inn link á hverja dúllu, eina sem þarf að gera er að smella á myndina og uppskriftin er þín.

heklað_gluggaskraut (11)

heklað_gluggaskraut (10)

heklað_gluggaskraut (9)

heklað_gluggaskraut (8)

heklað_gluggaskraut (7)

heklað_gluggaskraut (5)

heklað_gluggaskraut (4)

heklað_gluggaskraut (3)

heklað_gluggaskraut (2)

Þessi geggjaða hugmynd er fengin af blogginu hjá Kirsten sem er hollenskur Scheepjes bloggari.
Mæli með því að þið kíkið við hjá henni því hún er með fullt af flottu hekli á síðunni sinni.

Ta-dah and free crochet pattern: Summer mandala’s

Tags: , , , ,

Prjónauppgjörið fyrir árið 2015

Já ég prjónaði mikið árið 2015, það er alltaf gaman að taka það saman og sjá svona í einu yfirliti.

Ég klárið þetta teppi handa Aþenu ömmugulli. En ég ætlaði að vera mun fljótari með það en síðan varð ég að setja bann á öll önnur verkefni fyrr en ég væri búin með þetta teppi. Skemmtilegt að prjóna tvöfalt prjón

Hello kitty teppi saman merkt

Fyrsta verkefnið mitt var hringtrefill á Sofiu frænku sem hún pantaði sér. Rautt og blátt er í uppáhaldi hjá henni núna.

Sofiu hólkur

Petrea með hólkinn fyrir myndatöku áður en ég sendi hann til Kaupmannahafnar

Hef gaman af því að prjóna sokka. Prjónaði þessa og er búin að vera á leiðinni að skrifa uppskriftina síðan eða í tæpt ár! Spurning um að gera eitthvað í því á þessu ári 🙂

Bleikir sokkar mín hönnun

Kjólar á ömmuprinsessurnar mínar. Var lengi búin að leita að verkefni fyrir þetta garn. Norski barnakjólinn kemur vel út og stelpurnar eru flottar í þeim

aþenu kjoll saman1 minnkadur

Ég tók þátt í vettlingaprjóni þar sem þemað var hjörtu og Freja vettlingar urðu fyrir valinu.

Freja vettlingar tilbunir

Systir mín hjólar mikið og þegar ég sá þessa vettlinga á netinu bara varð ég að skella í eina handa henni.

hjolavettlingar1

Vesti á Hauk, hann var lengi búinn að tala um að ég prjónaði vesti og þegar ég sá þessa uppskrift ákvað ég að skella í eitt. JB vest frá Marly Bird

Hauksvesti3_minnkud

Spiderman peysa á Móra ömmugull. Þessi klikkar ekki fyrir Spiderman aðdáendur

Spiderman Basak1 minnkud

Aþena ömmugull pantaði bleika peysu með Mínu Mús og auðvitað varð ég við því

Mína mús minnkud

Maía Sigrún ömmugull byrjaði á leikskóla og fékk auðvitað peysu og húfu

Leikskólapeysa Maíu tilbúin

Útskriftargjöf fyrir frænkur. Hnésokkar – alltaf gott að eiga svoleiðis

Gunnusokkar minnkud2

Ingibjargarsokkar minnkud4

Fór á Bindifestival í Færeyjum í apríl, var með námskeið í tvöföldu prjóni og naut mín umvafin gestrisnum Færeyingum

Bindifestivalurin

DK kurs 1e

Féll alveg fyrir þessum stuttbuxum þegar ég sá þær. Stjörnustuttbuxur prjónaðar á Aþenu og Maíu

Stuttbuxur2

Móakotspeysa var búin að vera lengi á listanum hjá mér. Prjónaði Móbjörgu sem smellpassar á Jóhönnu mína

Móbjörg Navia1

Þegar við mæðgur keyptum Bjarkarhól – tókum við að okkur uppskriftir í Bændablaðið. Þetta var fyrsta uppskriftin frá mér – Góða peysan, prjónaði tvær

godapeysan_maia minnkud

Góða peysan móri

Kanínuvettlingar á Maíu

Maíu kanínuvettlingar

Sumarhúfa á Maíu

Maíu sumarhúfa

Keypti mér Navia garn í Færeyjum í þessa skemmtilegu peysu á Maíu Sigrúnu

Maíu peysa Navia1

Kaðlapeysan Hrífa á prjóna nr 12 – langt síðan ég hef prjónað með svona grófum prjónum

hrífa

Aþena var mikið með húfur þetta sumarið og prjónaði ég þessa á hana. Uppskriftin heitir Fern

Aþenuhúfa1

Sá þessar fallegu leggings á norskri síðu og prjónaði eitt stykki. Paleas leggings

Paelas hversdagstihts

Molund hat, húfa eftir uppskrift frá Bittu Mikkelborg

Molund hat

Stutta hettupeysan Selma kom í Bændablaðinu

Selma_stuttpeysa (8)

Í júní var komið að því að prjóna kjól úr Stone Washed. Skömm að því að segja að ég hef aldrei náð mynd af barninu í kjólnum. Kjörinn leikskólakjóll

Aþenu kjóll Stone Washed

Þessi kjóll var búinn að vera lengi á biðlistanum hjá mér, skemmtilegur að prjóna. Maía Sigrún tekur sig vel út í sumarkjólnum sínum. Uppskriftin heitir Ava Tunic og fæst á Ravelry

Ava tunic6_instagram

Ermar er alltaf gott að eiga og voru þessar mikið notaðar. Frábært að eiga utan yfir kjóla, uppskriftin heitir Twyla og ég notaði Stone Washed garn

Twyla Aþenu 2

Peysan Perlur fór í Bændablaðið

Perlur1m

Borðtuskur, jú prjónaði nokkrar. Bitta Mikkelborg er í uppáhaldi hjá mér og voru mínar tuskur prjónaðar eftir uppskrift frá henni þetta árið.

Advent tuska1 Borðtuska Tenn lys2 haust klútabók

Borðtuskur cotton 8

Sumarið er ágætur tími til að undirbúa börnin fyrir haustið og mín litlu fengu auðvitað lopavettlinga

Lopavettlingar3_m

Barnabörnin fengu líka nýja sokka fyrir leikskólann. Aþena og Maía fengu eins sokka

Aþenu vetrarsokkar

Móri fékk þessa

Móra sokkar

Kaðlahúfa úr Merino Ull

Kaðlahúfa Dóra Ste

Hvolpasveitapeysan fyrir einlægan aðdáanda þessara hvolpa. Mikil gleði og erfitt var að fá hann úr peysunni sama hversu heitt var úti….

Hvolpasv, instagram

Polku-myssy kaðlahúfa á Maíu

Kaðlahúfan Polku Myssy3

Herrapeysan Rákir fyrir Bændablaðið

Rákir herrapeysa

Frost vettlingar sem ég teiknaði upp eftir gömlum vettlingum frá tengdamömmu

Frost instagram

Kolkrabbahálskragi á Maíu og Móra

kolkrabbakragi maíu kolkrabbakragi móra

Kaðlahúfan Matti á Móra

Kaðlahúfan Matti3m

Og ein aukalega fyrir búðina

Kaðlahúfan Matti

Hjartakaðlahúfa fyrir Aþenu – hún kallar hana Frozen húfu

Hjartakaðall4m

og ein auka fyrir búðina okkar

Hjartakaðall7m

Frigg vettlingar 

Frigg1

Fleiri kaðlahúfur

Hvíta og græna kaðlahúfan

Petrea mín á engil á himnum, prjónaði þessa vettlinga handa henni til minningar um litlu Emilíu Mist

Emilia mist

Sá þennan skemmtilega kjól í Færeyjum og keypti mér garn og uppskrift í kjóla en hef bara prjónað annan af tveimur ennþá…..

Kjóli við megastjörnu

Myria sokkar úr nýju sokkabókinni hennar Bittu

Myria sokkar2

Leikskólagallinn Grallari – 4 eintök

Grallari leikskólagalli5m

Grallari leikskólagalli28m

Færeyska sjalið Demantar

Demantar Navia1

Afkvæmið barnaútgáfa af Erfingjanum

afkvæmið

Fleiri hnésokkar, á eftir að skrifa uppskriftina af þeim

Hnésokkar GMG

Keypti Minions leggings á stelpurnar og ákvað að prjóna kjóla/túniku við þá í hlutlausum lit

Aþena fékk Smilla´s kjole

Aþenu minions kjóll

Maía fékk Fionas Top

Maíu minions kjóll

Hér er komið myrkur og komið að endurskinsgarninu. Prjónaði vettlinga og húfur

Endurskinsvettlingar

Endurskinshúfur2

Hálskragi á Aþenu – uppskriftin heitir Løvfallhals

Hálskragi aþena

Kisuvettlingarnir Kettunøsin

Kisuvettlingar1

Jólapeysa á rauðvíns- og hvítvínsflöskur

Rauðvíns og hvítvínsflaska2

Prjónaði mér dúk

Dúkur

Smekkpils á Maíu

Smekkpils Maíu2

Húfu og vettlinga handa mömmu

húfa og vettlingar mamma

Peysan Bjarni á soninn

Bjarni

Guðmunda fékk tvöfalt prjón vettlinga í jólapakkann

Guðmundu vettlingar tvöfalt prjón hlið A
Hlið A

Guðmundu vettlingar tvöfalt prjón hlið BHlið B

Tátiljur í jólapakka

Tátiljur2

Endaði á að prjóna tvær endurskinshúfur í jólapakka.

Græna fyrir fótboltastelpu í Breiðablik

Endurskinshúfur9

og rauða fyrir fótboltastelpu í Val

Endurskinshúfur3

Þessir vettlingar voru á dagskrá um jólin ásamt nokkrum prufum og eldhúshandklæði sem ég var að gera. Kláraðist á nýju ári svo það fer ekki með hérna.

Vettlingar GR des

Já þetta er bara slatti sem “datt” af mínum prjónum árið 2015. Nú er komið nýtt ár og gaman að sjá hvað maður tekur sér fyrir hendur þetta árið.

Prjónakveðja
– Guðrún María

Hekl uppgjör 2015

Þegar ég var að hugsa um að skrifa þessa færslu fannst mér ég ekki hafa komið miklu í verk þetta árið – handavinnulega séð. En eftir að hafa flett í gegnum myndir ársins sá ég að ég tók upp á ýmsu.

Kláraði löber sem átti að vera jólagjöf.

IMG_9151 copy

Mágur minn varð þrítugur og fékk þessa mynd. Myndin var samvinnuverkefni fjölskyldunnar, unglingurinn hannaði kafbátinn og við hjónin saumuðum út.

 

IMG_20150117_204205

Lítill herramaður að nafni Daníel fæddist í janúar og fékk þetta teppi að gjöf.

IMG_9142 copy IMG_9138 copy

Jóhanna amma dó í febrúar. Hún fór reglulega með þessa bæn fyrir barnabörnin og fór þessi mynd með henni í kistuna.

IMG_20150219_112923

Við Guðmunda kisa eyddum mörgum stundum saman með handavinnuna.

IMG_20150330_112700

Fór í vettvangsnám sem kennaranemi og fék að kenna 5. bekkingum að vefa.

IMG_20150311_164833

Fór til Færeyja í apríl á Prjónafestival sem var vægast sagt æðislegt. Færeyingar eru höfðingar heim að sækja, landið fallegt og ég var barnlaus í heila viku. Þvílíkur lúxus!

IMG_20150417_180333

Í Færeyjum kenndi ég frændum mínum Pauli og Tóki að graffa. Þeir voru mun spenntari fyrir þessu en ég bjóst við og skreyttu garðinn sinn með hekli.

IMG_20150418_153911

IMG_20150418_152950

Ég prjónaði og labbaði á sama tíma…og fannst ég frekar töff.

IMG_20150418_231810

Fór á vinnustofu og lærði nýtt prjón. Notaði þessa nýju færni til þess að graffa fyrir utan húsið hjá Tínu frænku og Sigurd í Fuglafirði.

Graff1

Graff2

Graff4

Heklaði samt líka i Færeyjum og hannaði þetta teppi. Garnið er færeyskt og munstrið er fengið af færeyskri peysu. Nýji eigandinn er þó íslenskur herramaður að nafni Arnór sem fæddist í maí. Liturinn var sérstaklega valinn fyrir mömmu Arnórs.

IMG_20150505_190904

IMG_20150505_191233

IMG_20150505_191444

Jurtalitaði garn með lauk. Byrjaði að prjóna vettlinga en komst aldrei lengra en þetta.

IMG_20150531_185851

Keypti garnbúð með mömmu. Það er nokkuð merkilegt.

IMG_20150822_155631

Heklaði utan um steina.

IMG_20150510_180243

Skellti í Horna á milli púða sem var skemmtilega glitrandi.

IMG_20150527_163938

Heklaði mér Kríu sjal. Löngu á eftir öllum öðrum.

IMG_20150528_110514 IMG_20150908_230119

Átti margar góðar stundir úti í góða veðrinu með hekl, kaffi og krakkana.

IMG_20150626_002814

Byrjaði að hekla púða…er næstum því búin með hann.

IMG_20150815_151826

Byrjaði á mörgum öðrum verkefnum sem ég mun liklegast aldrei klára.

IMG_20150828_102320

Heklaði þessa peysu. Finnst hún frekar flott þótt ég segi sjálf frá.

20150702_134846

Heklaði nokkrar krukkur eins og vanalega.

20150911_191334

Heklaði skvísukraga fyrir Maíu og Aþenu. Maía var ekki alveg að vinna með mér í myndatökunni.

20150621_180144 20150621_131335

 

Áttaði mig á því að ég er með bómullarblæti.

IMG_20150706_230508

Heklaði þrjár mandölur til heiðurs heklara sem tók sitt eigið líf.

IMG_20150716_015525 IMG_20150716_015922 IMG_20150716_020029

Eiginmaðurinn fann einu sinni mynd af hekluðum typpum á netinu og sagði: “Þú mátt hekla svona handa mér”. Sem ég gerði og gaf honum í brúðkaupsafmælisgjöf.

IMG_20150731_223532

Prufaði ný munstur.

IMG_20150719_233327

Tók heklið oftar en ekki með mér á kaffihús.

IMG_20151011_213314

Kláraði fánalengju sem ég byrjaði á fyrir löngu síðan.

IMG_20151010_210019

Graffaði ljósastaur fyrir utan vinnuna.

IMG_20150821_160739

Bjó til “nýtt” garn úr afgöngum og prjónaði utan um herðatré.

IMG_20151009_172055

Fór til Köben og kenndi námskeið í tvöföldu hekli. Verð að játa að ég var frekar stressuð að kenna í fyrsta sinn á öðru tungumáli en íslensku. Að sjálfsögðu voru dönsku heklararnir ekkert nema almennilegir og námskeiðið gekk vonum framar.

IMG_20150926_163130 IMG_20150927_112400 IMG_20150927_115852 IMG_20150927_115725

Heklið var tekið með trompi í Köben. Meir að segja mamma lagði prjónana til hliðar og heklaði eins og vindurinn.

IMG_20150926_222242

Heklaði fyrsta teppið mitt með tvöföldu hekli. Var búin að steingleyma því. Á algerlega eftir að mynda það og monta mig.

IMG_20150923_174245

Byrjaði að hekla Vírussjalið sem tröllreið öllu. Var hálfnuð þegar ég rakti allt upp vegna villu. Mér til varnar þá var þetta frekar stór villa.

IMG_20151019_155524

Fyrir vikið var seinni útgáfa sjalsins einstaklega vel heppnuð.

IMG_20151029_122229

Heklaði sokkaleista sem eru víst meira tátiljur.

IMG_20151015_140642

Notaði mömmu sem fóta módel. Það fór henni bara vel.

IMG_20151015_140109

Heklaði þennan fína hálskraga úr Navia ullinni. Guli liturinn var í uppáhaldi hjá mér þetta árið.

20151018_164450

Byrjaði á OG kláraði teppið Hjartagull. Það er án efa eitt af því fallegasta sem eg hef heklað.

IMG_20150802_204521

IMG_20150830_174919

Heklaði vettlinga. Ekki bara eitt par heldur tvö.

IMG_20150903_142958 IMG_20150908_202209 IMG_20150908_202128

Jólaskraut er eitt af því sem ég elska að hekla. Byrjaði alltof seint að hekla fyrir jólin. Hefði þurft að byrja í september til að komast yfir allt sem mig langaði til að hekla. En það koma jól eftir þessi jól.

IMG_20151109_120619

Þessi stóra bjalla lifði ekki lengi. En það sullaðist yfir hana kaffi. Ég þarf að fara að læra að geyma kaffið mitt lengra frá kaffinu.

IMG_20151112_142203

Uppáhaldsverkefni ársins eru jólakúlurnar mínar. Þær eru alla vegana uppáhalds núna. Mér finnst þær fullkomnar og þær eru svo dásamlega fallegar á jólatrénu mínu.

IMG_20151228_103941 IMG_20151228_104001 IMG_20151228_104037 IMG_20151228_104049 IMG_20151228_104019

 

Nýja árið leggst vel í mig. Vona að það sama eigi við um þig.
Óska öllum gæfu, gleði og sköpunar á nýja árinu sem er að ganga í garð. Takk fyrir það gamla.

Elín

Af hverju endurskinsgarn?

Í dag eru 2 ár síðan elsta barnabarnið mitt lagði af stað í myrkrinu á leið í skólann. Hann stoppaði við gangbrautarljós og beið eftir að græni karlinn birtist svo hann kæmist yfir hina umferðaþungu Miklubraut. Ekki vildi betur til en svo að strætisvagn keyrði á hann (strákurinn á grænu, strætó á rauðu ljósi)….hörmulegt slys og mikið áfall. Þetta er símtal sem enginn vill fá; Mikael varð fyrir strætó. Amma og mamma voru þennan daginn uppi á gjörgæslu þar sem hann fékk mikið höfuðhögg.

mikael slys

Hann slapp ótrúlega vel og eyddi nóttinni ásamt móður og systur á Barnaspítalanum en fór heim daginn eftir. Stokkbólgið og marið andlit og fótbrotinn.

mikael slys1

Mikael eins og margir unglingar var dökkklæddur og strætisvagnabílstjórinn sá hann ekki en keyrði yfir á rauðu ljósi.

Við erum svo heppin hér á Íslandi að við erum allmargar mæður, ömmur, frænkur, systur og jú karlpeningur líka sem kunnum að prjóna. Þegar Facebook handavinnusíður eru skoðaðar er mikið af fallegri handavinnu póstað þar okkur til ánægju og gleði. Húfur og vettlinga eru margir að prjóna nú í haust og vetur.

Litlu barnabörnin mín eru engin undantekning þar og fengu þau öll sína kaðlahúfu fyrir haustið.

Hjartakaðall6m Kaðlahúfan Matti3m Kaðlahúfan Polku Myssy3
Aþena Hjartakaðlahúfa, Móri kaðlahúfan Matti og Maía kaðlahúfan Polku Myssy

Aftur á móti þegar ég kynntist Glühwürmchen endurskinsgarninu var ekki aftur snúið. Ullarblandað garn með miklu öryggisatriði; endurskinsþráður! Þráðurinn er vafinn í garnið svo börn og fullorðnir sem bera flík úr þessu garni eru vel sýnilegir í myrkrinu.

Það er því miður oft þannig að endurskinsmerki þykir ekki “smart” hjá sumum aldurshópum en endurskinsþráðurinn í garninu sést varla í birtu en í rökkri/myrkri skín hann skært ef að ljósi er beint að honum.

Mitt litla fólk hefur fengið húfur prjónaða úr endurskinsgarni.

Endurskinshúfur5 Endurskinshúfur7
Maía í dagsbirtu og myrkri, sjáið hvernig húfan lýsist upp þegar ljós fellur á hana í myrkri

Endurskinshúfur4 Endurskinshúfur6
Móri í dagsbirtu og myrkri, sjáið hvernig húfan lýsist upp þegar ljós fellur á hana í myrkri

Zebrafisken rave Zebrafisken rave1
Garðaprjónshúfa (mynd fengin að láni frá Zebrafisken á Ravelry) með kaðli, í dagsbirtu og myrkri

trixiebacon

Þessi húfa er prjónuð úr gulu endurskinsgarni og bleiku garni í svipuðum grófleika
(mynd fengin að láni frá trixiebacon á Ravelry)

 

hundur endursk 1 dokka

Fyrir hunda og jafnvel hálsól fyrir ketti = fyrir alla
(mynd fengið að láni frá marasp á Ravelry)

Elín dóttir mín hefur pantað legghlífar handa sér, unglingurinn vettlinga og bóndinn húfu.

Húfan Kertalogi er næst á prjónana hjá mér í jólapakka. 1 dokka af þessu garni dugar í fullorðinshúfu, á prjóna nr 6-7mm. Ég hef séð nokkrar útfærslur af húfum og koma þær vel út sem kaðlahúfur, perluprjón, garðaprjón bara hvað langar þig að prjóna?

Að sjálfsögðu færðu þetta frábæra garn færðu hjá okkur í Handverkskúnst og Gallery Spuna í Grindavík. Uppskrift af húfu eða vettlingum fylgir jafnframt með keyptu garni. 13 fallegir litir og allir ættu að finna sér lit við hæfi, smelltu hérna til að skoða litaúrvalið eða kíktu til okkar í verslunina.

Smelltu hérna til að kaupa þér endurskinsgarn eða komdu til okkar á Nýbýlaveg 32, Dalbrekkumegin.

Prjónaöryggiskveðja

  • Guðrún María

 

Tags: , ,

Færeysk stjörnupeysa

Uppskriftin í Bændablaðinu í dag er peysa sem ég kalla færeysku stjörnupeysuna.

færeysk stjörnupeysa1

Þessi peysa hefur verið gífurlega vinsæl í Færeyjum undanfarin ár. Leikkonan Sara Lund kom fram í þessri peysu þegar hún lék í vinsælum dönskum sjónvarpsþáttunum The Killing sem sýndir voru á RÚV hér á landi. Hönnunin kom frá færeyska fyrirtækinu Guðrun & Guðrun.

Navia trio

Eins og við þekkjum dæmi um hér á Íslandi fór af stað umræða í Færeyjum um það að Guðrun & Guðrun gætu ekki átt einkarétt á því að prjóna þessar stjörnur þær væru jú gamalt færeyskt munstur. Það hafa verið og eru enn prjónaðar margar svona peysur í heimahúsum í Færeyjum og alveg séð fyrir endann á vinsældum þeirra.

Þegar ég fór til Færeyja sumarið 2012 sá ég hversu mikið æði var í gangi það árið. Ég held að ég sé ekki að ýkja þegar ég segi að 80% kvenna, allt frá litlum stelpum upp í fullorðnar konur voru í svona peysu. Í alla vega litum, opnar og lokaðar. Frænka mín bað mig um að prjóna eina fyrir sig og þegar ég kom til Fuglafjarðar sat móðursystir mín við að prjóna svona peysu á eitt barnabarnið sitt.

Peya á Angelu

Ég prjónaði ekki laskaermar á þessa heldur hafði berustykki með úrtökum

Frænka var sæl með peysuna og þegar Maía Sigrún fæddist prjónaði ég peysuna sem kemur fram í Bændablaðinu í dag. Peysan er falleg í hvaða litum sem verða fyrir valinu og hentar bæði strákum og stelpum.

Hanna Bisp facebook

 Mynd fengin að láni frá Hanna Bisp af Facebook-bindiklubbur

Winnie Hentze Andreasen facebook

Mynd fengin að láni frá Winnie Hentze Andreasen af Facebook-bindiklubbur

Eins og áður sagði þá er uppskriftin í Bændablaðinu í dag. Einnig má nálgast uppskrift hjá okkur í Handverkskúnst með kaupum á Navia Duo garni. Netverslunin er alltaf opin, opnunartíma og staðsetningu verslunar má sjá hérna

Prjónakveðja
– Guðrún María

Knitwork helgin okkar í Köben

Við mæðgur fórum í vinnu-verslunar-heimsóknar-ferð til Köben í lok september. Helgin var svolítil keyrsla því við flugum út á föstudegi og heim á sunnudegi. Eins og sönnum Íslendingum sæmir þá fórum við í H&M og versluðum. Og við fórum á McDonalds…sem ég persónulega elska.

20150926_133357

Ég elska enn meira að vera í Köben. Það er eitthvað við borgina sem fer svo vel í mig. Ég get labbað alveg endalaust um og skoðað umhverfið, húsin og fólkið. Setningin “the devil is in the details” kemur oft upp í hugann þegar ég er í Köben.

IMG_20150926_153631

IMG_20150925_144540

IMG_20150926_153554

20150926_104535

Það var fínt að klára að versla strax á föstudeginum því þá var hægt að eyða laugardeginum í að skemmta sér. Við eigum ættingja í Köben sem er alltaf gaman að hitta og eyða tíma með. Og það þýðir líka að við þurfum ekki að gista á hóteli þegar við förum út.

IMG_20150926_153840

IMG_20150926_192718

Family funtime í Köben.

IMG_20150926_182645Hekl er nýja fjölskyldusportið. Meir að segja prjónamaskínan mamma lagði niður prjónana og heklaði eins og vindurinn alla helgina.

image-2c56329080f0d7c6dfa84b9bb0def29b176a8eb0505afe82d0f5f32e989e2983-V
Heklið hennar mömmu. Hún hefur ekkert heklað síðan í grunnskóla. Verður að segjast að þetta er frekar flott hjá henni.

Á laugardeginum ferðuðumst við um með strætó að heimsækja helstu garnverslanirnar. Það eru yndislegar garnbúðir í Köben og helling af flottum hlutum að gerast í hekl/prjón senunni þar.

20150925_141432

Ég var að fíla Uldstedet í botn. Þær voru með svo mikið af fallegu garni og fallegum flíkum um alla búð. Í búðinni er sófi og í honum sátu konur með handavinnuna og spjölluðu og hlógu. Afgreiðslukonan var íslensk og spjölluðum við helling við hana.

20150926_122248

Ég var minna hrifin af Sommerfuglen. Ég naut þess heldur ekkert að vera þarna inni því búðin var svo pökkuð af fólki að það var erfitt að skoða sig um. Það var ekki hægt að labba hringinn nema að festast í botnlanga eða vera króaður inni af öðrum viðskiptavinum. Ég og þessir eiginmenn á myndinni vorum fegin að sleppa þaðan út þegar leiðin var greið.

20150926_114654

Rasmilla fannst mér yndisleg. Lítil búð með fullt af garni og fullt af persónuleika. Ég keypti mér eina heklbók þar sem er SVO geggjuð. Hef aldrei séð jafn töff heklbók. Bókin heitir Lutter Lokker 2. Get ekki beðið eftir að byrja að hekla úr henni.

20150926_113730

Í Rasmillu var þetta fallega dúkkuhús sem var fullt af hekli. Ég er að endurgera/föndra dúkkuhús handa Maíu og ætla sko heldur betur að fylla það af hekli!

IMG_20150926_150736
Við litum að sjálfsögðu við á Knitwork svæðið. Þar var allt iðandi af hannyrðakonum, garni og gersemum. Það voru margir garnframleiðendur, hönnuðir og verslanir með bása á svæðinu og þar var margt að sjá. Þar á meðal var Einrúm garnið með sinn bás en garnið hefur vakið mikla athygli í Danmörku.

IMG_20150926_222242

Á Laugardagskvöldinu var svo villt djamm – og þegar ég segi djamm þá meina ég hekl! Það var mikið spjallað, enn meira hlegið og heklað soldið líka.

Á sunnudagsmorgun rifum við mæðgur okkur upp eldsnemma til að fara að vinna. Upphafleg ástæða þess að við vorum komnar til Köben var að vinna. Við vorum að kenna sitthvort námskeiðið á Knitwork hátíðinni. Mamma með tvöfalt prjón og ég með tvöfalt hekl. Skipuleggjendum hátíðarinnar fannst það svo skemmtilegt að hafa mæðgur saman sem voru báðar með tvöfalt.

image-c90cf4379daaa0f527775b5bd6bb372d426aa9f51f5b88fea33d39ce1001ba07-V

IMG_20150926_163130

Kennslan hófst stundvíslega kl. 9 á sunnudagsmorgninum og gekk æðislega. Allar konurnar sem sóttu námskeiðin voru áhugasamar og gekk vel að ná tökum á tækninni. Ég hef aldrei kennt námskeið erlendis svo ég var pínu stressuð en stressið var fljótt að renna af mér þegar kennslan byrjaði enda er ótrúlega gaman að kenna öðrum að hekla.

IMG_20150927_112354

IMG_20150927_112400

IMG_20150927_115725

IMG_20150927_115852

image-28678914a0ec112346a9d26285965f2417749848e1da217c33e7498dded687e5-V

image-da79d1d4ab67b82904e0072fe513d2a89466cb68f0035a0b0952eb6d5e4010fa-V

Þetta var ótrúlega gaman að fáum við mæðgur vonandi tækifæri til að skella okkur aftur á Knitwork á næsta ári.

image-e347e2ba6270a76ee46808dcce413abf146d3c76fbec7817642ed25a4bf97c0d-V

Áður en haldið var heim frá Köben var möst að skella fá sér Kebab með Sunnevu frænku á einni af fjölmörgum skyndibitabúllum á Norrebro.

image-ecc4ebee4df49317f515843296f269354fd47578d3616fb7809cb6217a5ee97a-V

Meðan ég reyndi að sofa í flugvélinni á leiðinni heim hélt mamma áfram að hekla og var þetta afraksturinn.

Þar til næst!
Kveðja Elín

Rákir herrapeysa – uppskrift í Bændablaðinu

Uppskrift að skemmtilegri herrapeysu er í Bændablaðinu í dag. Peysan er prjónuð úr nýju garni frá okkur, Ketenli Yün sem er blanda af ull, líni og akrýl. Yndislega mjúkt og kósý garn sem svipar til grófleika léttlopa.

Rákir

Það var alveg kominn tími á að hafa eitthvað fyrir karlmenn í blaðinu þar sem ég hef einblínt mikið á barnaföt….kannski meira á stelpur en stráka 🙂

Ég persónulega hef alltaf valið “vandað” ullargarn í mín verkefni og helst þannig að þau þoli þvott í vél. Er ein af þessum sem leiðist þessi handþvottur. Eftir að barnabörnin mín komu til sögunnar sá ég að það sem prjónað var á þau úr garni sem mátti eingöngu handþvo voru bara ekki þvegin nema amma færi með flíkurnar heim og framkvæmdi verkið. Þetta gerði það að verkum að ég einblíni alltaf á þvotta-leiðbeiningar garns.

Elín var spennt fyrir þessu garni og vildi prófa að panta það inn í verslun okkar en ég dró lappirnar en samþykkti síðan að prófa. Það kom mér virkilega á óvart hversu gott það er að prjóna úr og vinna með Ketenli garnið okkar, sem og t.d. Basak sem ég hef einnig verið að prjóna töluvert úr. Eins og margir viðskiptavinir okkar segja akrýl er ekki sama og akrýl, þ.e. akrýlgarn eða akrýlblandað garn er jafn misjafnt að mýkt og gæðum og ullargarn ýmis konar.

Rákir2

Uppskriftin er eins og áður segir á bls 41 í Bændablaðinu í dag en hana getur þú einnig nálgast frítt hjá okkur hér

Garnið fæst einnig hjá Heilsubúðinni Grænumörk í Hveragerði og hjá Draumaland Tjarnargötu 3 í Reykjanesbæ.

Prjónakveðja
Guðrún María

 

Tags: , , ,

Handverkskúnst notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec
  • devicePixelRatio

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á handverkskunst.is

  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur