CAL – Crochet A Long

Eins gaman og mér finnst í skólanum þá sakna ég þess oft að hekla. Þess vegna – og vegna þess að ég nenni ekki alltaf að læra – þá hef ég ákveðið að vera með í svo kölluðu Crochet A Long eða á ágætis íslensku Samhekli.

Við erum sem sé nokkrar sem ætlum að hekla sama teppið – Vintage Crocheted Throw & Afghan – og bera saman bækur okkar á meðan. Það er hægt að kaupa uppskriftina á Ravelry og kostar hún litla 5 dollara.

Mynd af Ravelry, Eigandi Quilterkat

Ég ákvað að vera ekkert að kaupa mér nýtt garn. Á nóg fyrir og er búin að kaupa nóg í þessum mánuði. Móri kallinn verður alltaf jafn glaður þegar mamma opnar garnskúffurnar. Hann var ekki lengi á svæðið til að hjálpa til.

Ég valdi mér þessa liti. En þar sem ég er gjörn á að skipta um skoðun þá gæti ég skipt um skoðun áður en yfir líkur.

Ég þjófstartaði aðeins og byrjaði í gær. Hér er fyrsta umferðin komin.
Öllum er velkomið að vera memm. Mætið bara hingað c“,)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Handverkskúnst notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á handverkskunst.is

  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec
  • devicePixelRatio

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur