CAL – Crochet A Long

Eins gaman og mér finnst í skólanum þá sakna ég þess oft að hekla. Þess vegna – og vegna þess að ég nenni ekki alltaf að læra – þá hef ég ákveðið að vera með í svo kölluðu Crochet A Long eða á ágætis íslensku Samhekli.

Við erum sem sé nokkrar sem ætlum að hekla sama teppið – Vintage Crocheted Throw & Afghan – og bera saman bækur okkar á meðan. Það er hægt að kaupa uppskriftina á Ravelry og kostar hún litla 5 dollara.

Mynd af Ravelry, Eigandi Quilterkat

Ég ákvað að vera ekkert að kaupa mér nýtt garn. Á nóg fyrir og er búin að kaupa nóg í þessum mánuði. Móri kallinn verður alltaf jafn glaður þegar mamma opnar garnskúffurnar. Hann var ekki lengi á svæðið til að hjálpa til.

Ég valdi mér þessa liti. En þar sem ég er gjörn á að skipta um skoðun þá gæti ég skipt um skoðun áður en yfir líkur.

Ég þjófstartaði aðeins og byrjaði í gær. Hér er fyrsta umferðin komin.
Öllum er velkomið að vera memm. Mætið bara hingað c“,)

Skildu eftir svar