Category Archives: Heklað

Fjölskyldusteinar

Eftir að hafa lengi hugsað um að blogga þá ákvað ég loks í kvöld að setjast niður og blogga. Það eru ekki nema 9 mánuðir síðan ég bloggaði síðast. Ég hugsa reglulega til þess hversu oft ég bloggaði hér á árum áður. Fyrir um 7 árum (vá hvað tímanum líður) byrjaði ég að blogga undir nafninu Handóð. Hvatinn þá til að blogga var að ég þekki fáa sem enga heklara og var oft einmana þegar það kom að heklinu. Ég hafði mikla þörf fyrir að ræða allar þær vangaveltur sem ég hafði um heklið en flest allar samræður voru einhliða þar sem viðmælendur mínir höfðu engan áhuga á hekli. Man alltaf eftir því þegar ein sem vann með mér sagði: “Æj Elín, þegar þú byrjar að tala um þetta hekl þá líður mér eins og þegar kærastinn minn er að tala um fótbolta”.

Því eins og fyrr segir byrjaði ég að blogga um heklið mitt og uppskar heilmikið úr því – meðal annars að kynnast fleiri heklurum. En fyrir 7 árum var tíðin önnur og aðstæður allt aðrar. Eftir vinnu á hverjum degi tók við heilagur “Dr. Phil og hekl” tími áður en nokkuð annað var gert á heimilinu. Ég var þá einstæð með einn 9 ára gutta sem var ekkert ósáttur þótt hann fengi smá frið fyrir mömmu sinni á meðan hún bloggaði. Og því var ég gífurlega öflug í blogginu. Í dag eru aðstæður töluvert öðruvísi, börnin orðin þrjú og það eru margar vikur ef ekki mánuðir síðan ég horfði á Dr. Phil.

Þar sem ég er enn einstæð þá er ég oftar en ekki gífurlega þreytt í lok dags og ég verð bara að játa að ég er alveg núll spennt fyrir því að blogga. En ég hekla, það breytist aldrei. Eftir að börnin eru komin í rúmið og unglingurinn flúinn inn í herbergi byrjar heilagur “sjónvarpsgláp og hekl” tími. Nú orðið hekla ég oftar en ekki með tilgang, ég er að hekla til þess að búa til uppskrift eða ég er að hekla eftir uppskrift sem hægt er að benda öðrum á. En inn á milli koma verkefni þar sem ég er bara að hekla til að skapa og útkoman er það eina sem skiptir máli. Það besta samt við það er að ég slaka svo vel á, ég er bara í núinu að skapa og mér líður svo vel.

Og þar komum við að titli þessarar bloggfærslu. Því þessir steinar, sem ég kalla Fjölskyldusteinana okkar, eru einmitt þannig verkefni. Einn daginn greip mig þessi sterka þörf til að skapa og útkoman varð þessi. Undanfarinn var þó töluvert lengri í raun og veru, ég skal útskýra mál mitt frekar:

  • Ég dýrka að fara á Nytjamarkaði og sanka að mér alls konar dóti þaðan. Mikið af þessum gersemum tengjast að sjálfsögðu hannyrðum og þá oftar en ekki hekli. Ég kaupi rosalega mikið af gömlum hekluðum dúllum og dúkum ef ég sé munstur í þeim sem ég held að ég geti notað. Þetta geymi ég svo á víð og dreif um heimilið og gríp í þegar þörf er á. Eins og í þetta verkefni.
  • Fyrir rúmu ári síðan hætti verslunin Erla á Snorrabraut rekstri og var því með rýmingarsölu. Ég keypti mér fullt fullt af útsaumsgarni í alls konar litum sem hefur svo legið ofan í skúffu síðan þá.
  • Ég á það til að týna upp steina sem mér þykja fallegir og geyma ef ég skyldi vilja hekla utan um þá. Því átti ég nokkra steina heima sem ég gat notað til verksins.

Þennan dag sem þessi sterka löngun til að skapa greip mig fékk ég börnin mín með mér í lið. Fyrst valdi hvert sér dúk með munstri sem þeim þótti flott, dúkinn notaði ég svo sem innblástur fyrir munstrið í þeirra stein. Næst völdu þau sér útsaumsgarn í lit sem þeim þótti fallegur. Ég gerði slíkt hið sama. Næstu kvöld á eftir sat ég svo og heklaði og rakti upp, heklaði og rakti upp, heklaði og rakti upp. Þar til ég var sátt með steininn að hverju sinni. Ég fór með eina hespu af DMC útsaumsgarni í hvern stein, hafði tvöfaldan þráð og notaði heklunál nr. 1,25 til verksins.

Minn steinn: Ég (34 ára) byrjaði á mínum stein og valdi mér því nokkuð einfalda dúllu til að fara eftir. Dúlluna keypti ég í Genbrug verslun í Köben 2016 (já þetta man ég).

Mikaels steinn: Mikael (16 ára) var í valáfanga í Tækniskólanum þar sem hann var að læra að hnýta og vildi að munstrið í steininum sínum væri eins og net. Ég er sérstaklega ánægð með steininn hans Mikaels því munstrið í miðjunni minnir mig á atóm og Mikael er alger vísindanörd. Dúkinn erfði ég frá Jóhönnu ömmu minni þegar hún lést 2015.

Móra steinn: Móri (5 ára) barðist hart fyrir því að fá þennan fjólubláa lit. Systir hans var fyrri til að grípa hann en rak svo augun í bleikt og skipti um skoðun. Fjólublár er í uppáhaldi hjá honum um þessar mundir, enda er það liturinn á uppáhalds Turtles kallinum hans. Dúkurinn er keyptur í Genbrug versluninni í Köben.

Maíu steinn: Maía (3,5 ára) er bleik út í gegn. Það kom mér því ekkert á óvart að hún skyldi velja bleikt garn og bleikan dúk. Hún á ekki langt að sækja það því ég er ansi hrifin af bleiku sjálf. Dúkurinn er keyptur í Genbrug verslun í Lundi 2014.

Áður en ég byrjaði að hekla þá var ég eitthvað að hugleiða það að láta steinana vera úti á tröppum til skrauts. En ég tími því alls ekki eftir að hafa klárað þá. Í dag eru þeir til skrauts inn í stofu hjá okkur og gleðja okkur fjölskylduna. Ég er nokkuð viss um að þessi steinar eigi eftir að fylgja mér lengi.

 

Takk fyrir innlitið á bloggið og þúsund þakkir fyrir lesturinn. Ég mæli hiklaust með því fyrir alla að hekla utan um steina. Ef þig langar að skella þér í eitt stykki “heklaðan stein” þá erum við með eina uppskrift hér á síðunni sem þú getur sótt þér og prufað.

Heklkveðjur
Elín

Klettagarðar – heklað langsjal

Ég var á ferðinni um borgina í sumar. Það var yndislegt veður. Sólin var hátt á lofti og það var allt svo bjart og fallegt. Þegar ég keyrði Klettagarða voru litbrigði hafsins og himinsins svo björt og mögnuð að ég bara varð að stoppa til að taka mynd.

Ég ákvað strax að ég myndi nota þessa mynd sem innblástur að verkefni.

klettagarðar_heklað_langsjal (7)

Nokkrum vikum seinna fann ég verkefni sem mér fannst fullkomið fyrir þessa liti. Heklað langsjal með páfuglamynstri sem var sérstaklega hannað fyrir Alpaca Rhythm garnið frá Scheepjes.

klettagarðar_heklað_langsjal (2)

klettagarðar_heklað_langsjal (3)

Það var skemmtilegt að hekla þetta mynstur og frekar fljótlegt. Það tók mig lengri tíma að nenna að strekkja það en að hekla það. Þegar sjalið var tilbúið ákvað ég að taka myndir af því á sama stað og innblásturinn var fenginn.

klettagarðar_heklað_langsjal (4)

klettagarðar_heklað_langsjal (5)

klettagarðar_heklað_langsjal (1)

klettagarðar_heklað_langsjal (8)

klettagarðar_heklað_langsjal (6)

Uppskriftin af sjalinu er frí á netinu – á hollensku, ensku og í hekltáknum. Mæli klárlega með þessu verkefni.

Free Crochet pattern: Feather & Fan shawl (EN/NL)

 

Hekl kveðjur
Elín

Tags: , , ,

Heklað gluggaskraut

Ég er mis ánægð með þau verkefni sem ég tek mér fyrir hendur. Þetta verkefni er eitt af þeim sem ég er fáránlega ánægð með og get ekki annað en brosað í hvert skipti sem ég labba fram hjá því.

heklað_gluggaskraut (12)

heklað_gluggaskraut (1)

Ég heklaði 10 dúllur úr bómullargarni, ekki heklgarni samt heldur grófara garni með heklunál nr. 4. Gulur er í uppáhaldi og ég hikaði ekki við að velja gult garn í verkefnið.

Sinnepsgulu dúllurnar eru heklaðar úr Cotton8

heklað_gluggaskraut (14)

Sóleyjargulu dúllurnar eru líka heklaðar úr Cotton8

heklað_gluggaskraut (13)

Gulsprengdu dúllurnar eru úr Sunkissed

heklað_gluggaskraut (15)

Dúllurnar hengdi ég svo upp í glugganum niðrí vinnu.

heklað_gluggaskraut (16)

Eins og fyrr segir þá er ég ótrúlega ánægð með dúllurnar og þreytist aldrei á að dást að þeim.

heklað_gluggaskraut (17)

Það er svo auka bónus að þegar sólin skín inn þá varpa dúllurnar fallegum skugga á vegginn í versluninni.

heklað_gluggaskraut (18)

Þetta eru dúllurnar. Níu af tíu voru heklaðar eftir munsturmyndum sem ég fann á Pinterest…ein var svona næstum því eftir uppskrift. Þær voru svo allar stífaðar með sykurvatni og eins og alltaf notaði ég skapalón af blogginu A Stitch in Time til þess að allt væri beint og fallegt.

Set inn link á hverja dúllu, eina sem þarf að gera er að smella á myndina og uppskriftin er þín.

heklað_gluggaskraut (11)

heklað_gluggaskraut (10)

heklað_gluggaskraut (9)

heklað_gluggaskraut (8)

heklað_gluggaskraut (7)

heklað_gluggaskraut (5)

heklað_gluggaskraut (4)

heklað_gluggaskraut (3)

heklað_gluggaskraut (2)

Þessi geggjaða hugmynd er fengin af blogginu hjá Kirsten sem er hollenskur Scheepjes bloggari.
Mæli með því að þið kíkið við hjá henni því hún er með fullt af flottu hekli á síðunni sinni.

Ta-dah and free crochet pattern: Summer mandala’s

Tags: , , , ,

Hekl uppgjör 2015

Þegar ég var að hugsa um að skrifa þessa færslu fannst mér ég ekki hafa komið miklu í verk þetta árið – handavinnulega séð. En eftir að hafa flett í gegnum myndir ársins sá ég að ég tók upp á ýmsu.

Kláraði löber sem átti að vera jólagjöf.

IMG_9151 copy

Mágur minn varð þrítugur og fékk þessa mynd. Myndin var samvinnuverkefni fjölskyldunnar, unglingurinn hannaði kafbátinn og við hjónin saumuðum út.

 

IMG_20150117_204205

Lítill herramaður að nafni Daníel fæddist í janúar og fékk þetta teppi að gjöf.

IMG_9142 copy IMG_9138 copy

Jóhanna amma dó í febrúar. Hún fór reglulega með þessa bæn fyrir barnabörnin og fór þessi mynd með henni í kistuna.

IMG_20150219_112923

Við Guðmunda kisa eyddum mörgum stundum saman með handavinnuna.

IMG_20150330_112700

Fór í vettvangsnám sem kennaranemi og fék að kenna 5. bekkingum að vefa.

IMG_20150311_164833

Fór til Færeyja í apríl á Prjónafestival sem var vægast sagt æðislegt. Færeyingar eru höfðingar heim að sækja, landið fallegt og ég var barnlaus í heila viku. Þvílíkur lúxus!

IMG_20150417_180333

Í Færeyjum kenndi ég frændum mínum Pauli og Tóki að graffa. Þeir voru mun spenntari fyrir þessu en ég bjóst við og skreyttu garðinn sinn með hekli.

IMG_20150418_153911

IMG_20150418_152950

Ég prjónaði og labbaði á sama tíma…og fannst ég frekar töff.

IMG_20150418_231810

Fór á vinnustofu og lærði nýtt prjón. Notaði þessa nýju færni til þess að graffa fyrir utan húsið hjá Tínu frænku og Sigurd í Fuglafirði.

Graff1

Graff2

Graff4

Heklaði samt líka i Færeyjum og hannaði þetta teppi. Garnið er færeyskt og munstrið er fengið af færeyskri peysu. Nýji eigandinn er þó íslenskur herramaður að nafni Arnór sem fæddist í maí. Liturinn var sérstaklega valinn fyrir mömmu Arnórs.

IMG_20150505_190904

IMG_20150505_191233

IMG_20150505_191444

Jurtalitaði garn með lauk. Byrjaði að prjóna vettlinga en komst aldrei lengra en þetta.

IMG_20150531_185851

Keypti garnbúð með mömmu. Það er nokkuð merkilegt.

IMG_20150822_155631

Heklaði utan um steina.

IMG_20150510_180243

Skellti í Horna á milli púða sem var skemmtilega glitrandi.

IMG_20150527_163938

Heklaði mér Kríu sjal. Löngu á eftir öllum öðrum.

IMG_20150528_110514 IMG_20150908_230119

Átti margar góðar stundir úti í góða veðrinu með hekl, kaffi og krakkana.

IMG_20150626_002814

Byrjaði að hekla púða…er næstum því búin með hann.

IMG_20150815_151826

Byrjaði á mörgum öðrum verkefnum sem ég mun liklegast aldrei klára.

IMG_20150828_102320

Heklaði þessa peysu. Finnst hún frekar flott þótt ég segi sjálf frá.

20150702_134846

Heklaði nokkrar krukkur eins og vanalega.

20150911_191334

Heklaði skvísukraga fyrir Maíu og Aþenu. Maía var ekki alveg að vinna með mér í myndatökunni.

20150621_180144 20150621_131335

 

Áttaði mig á því að ég er með bómullarblæti.

IMG_20150706_230508

Heklaði þrjár mandölur til heiðurs heklara sem tók sitt eigið líf.

IMG_20150716_015525 IMG_20150716_015922 IMG_20150716_020029

Eiginmaðurinn fann einu sinni mynd af hekluðum typpum á netinu og sagði: “Þú mátt hekla svona handa mér”. Sem ég gerði og gaf honum í brúðkaupsafmælisgjöf.

IMG_20150731_223532

Prufaði ný munstur.

IMG_20150719_233327

Tók heklið oftar en ekki með mér á kaffihús.

IMG_20151011_213314

Kláraði fánalengju sem ég byrjaði á fyrir löngu síðan.

IMG_20151010_210019

Graffaði ljósastaur fyrir utan vinnuna.

IMG_20150821_160739

Bjó til “nýtt” garn úr afgöngum og prjónaði utan um herðatré.

IMG_20151009_172055

Fór til Köben og kenndi námskeið í tvöföldu hekli. Verð að játa að ég var frekar stressuð að kenna í fyrsta sinn á öðru tungumáli en íslensku. Að sjálfsögðu voru dönsku heklararnir ekkert nema almennilegir og námskeiðið gekk vonum framar.

IMG_20150926_163130 IMG_20150927_112400 IMG_20150927_115852 IMG_20150927_115725

Heklið var tekið með trompi í Köben. Meir að segja mamma lagði prjónana til hliðar og heklaði eins og vindurinn.

IMG_20150926_222242

Heklaði fyrsta teppið mitt með tvöföldu hekli. Var búin að steingleyma því. Á algerlega eftir að mynda það og monta mig.

IMG_20150923_174245

Byrjaði að hekla Vírussjalið sem tröllreið öllu. Var hálfnuð þegar ég rakti allt upp vegna villu. Mér til varnar þá var þetta frekar stór villa.

IMG_20151019_155524

Fyrir vikið var seinni útgáfa sjalsins einstaklega vel heppnuð.

IMG_20151029_122229

Heklaði sokkaleista sem eru víst meira tátiljur.

IMG_20151015_140642

Notaði mömmu sem fóta módel. Það fór henni bara vel.

IMG_20151015_140109

Heklaði þennan fína hálskraga úr Navia ullinni. Guli liturinn var í uppáhaldi hjá mér þetta árið.

20151018_164450

Byrjaði á OG kláraði teppið Hjartagull. Það er án efa eitt af því fallegasta sem eg hef heklað.

IMG_20150802_204521

IMG_20150830_174919

Heklaði vettlinga. Ekki bara eitt par heldur tvö.

IMG_20150903_142958 IMG_20150908_202209 IMG_20150908_202128

Jólaskraut er eitt af því sem ég elska að hekla. Byrjaði alltof seint að hekla fyrir jólin. Hefði þurft að byrja í september til að komast yfir allt sem mig langaði til að hekla. En það koma jól eftir þessi jól.

IMG_20151109_120619

Þessi stóra bjalla lifði ekki lengi. En það sullaðist yfir hana kaffi. Ég þarf að fara að læra að geyma kaffið mitt lengra frá kaffinu.

IMG_20151112_142203

Uppáhaldsverkefni ársins eru jólakúlurnar mínar. Þær eru alla vegana uppáhalds núna. Mér finnst þær fullkomnar og þær eru svo dásamlega fallegar á jólatrénu mínu.

IMG_20151228_103941 IMG_20151228_104001 IMG_20151228_104037 IMG_20151228_104049 IMG_20151228_104019

 

Nýja árið leggst vel í mig. Vona að það sama eigi við um þig.
Óska öllum gæfu, gleði og sköpunar á nýja árinu sem er að ganga í garð. Takk fyrir það gamla.

Elín

Knitwork helgin okkar í Köben

Við mæðgur fórum í vinnu-verslunar-heimsóknar-ferð til Köben í lok september. Helgin var svolítil keyrsla því við flugum út á föstudegi og heim á sunnudegi. Eins og sönnum Íslendingum sæmir þá fórum við í H&M og versluðum. Og við fórum á McDonalds…sem ég persónulega elska.

20150926_133357

Ég elska enn meira að vera í Köben. Það er eitthvað við borgina sem fer svo vel í mig. Ég get labbað alveg endalaust um og skoðað umhverfið, húsin og fólkið. Setningin “the devil is in the details” kemur oft upp í hugann þegar ég er í Köben.

IMG_20150926_153631

IMG_20150925_144540

IMG_20150926_153554

20150926_104535

Það var fínt að klára að versla strax á föstudeginum því þá var hægt að eyða laugardeginum í að skemmta sér. Við eigum ættingja í Köben sem er alltaf gaman að hitta og eyða tíma með. Og það þýðir líka að við þurfum ekki að gista á hóteli þegar við förum út.

IMG_20150926_153840

IMG_20150926_192718

Family funtime í Köben.

IMG_20150926_182645Hekl er nýja fjölskyldusportið. Meir að segja prjónamaskínan mamma lagði niður prjónana og heklaði eins og vindurinn alla helgina.

image-2c56329080f0d7c6dfa84b9bb0def29b176a8eb0505afe82d0f5f32e989e2983-V
Heklið hennar mömmu. Hún hefur ekkert heklað síðan í grunnskóla. Verður að segjast að þetta er frekar flott hjá henni.

Á laugardeginum ferðuðumst við um með strætó að heimsækja helstu garnverslanirnar. Það eru yndislegar garnbúðir í Köben og helling af flottum hlutum að gerast í hekl/prjón senunni þar.

20150925_141432

Ég var að fíla Uldstedet í botn. Þær voru með svo mikið af fallegu garni og fallegum flíkum um alla búð. Í búðinni er sófi og í honum sátu konur með handavinnuna og spjölluðu og hlógu. Afgreiðslukonan var íslensk og spjölluðum við helling við hana.

20150926_122248

Ég var minna hrifin af Sommerfuglen. Ég naut þess heldur ekkert að vera þarna inni því búðin var svo pökkuð af fólki að það var erfitt að skoða sig um. Það var ekki hægt að labba hringinn nema að festast í botnlanga eða vera króaður inni af öðrum viðskiptavinum. Ég og þessir eiginmenn á myndinni vorum fegin að sleppa þaðan út þegar leiðin var greið.

20150926_114654

Rasmilla fannst mér yndisleg. Lítil búð með fullt af garni og fullt af persónuleika. Ég keypti mér eina heklbók þar sem er SVO geggjuð. Hef aldrei séð jafn töff heklbók. Bókin heitir Lutter Lokker 2. Get ekki beðið eftir að byrja að hekla úr henni.

20150926_113730

Í Rasmillu var þetta fallega dúkkuhús sem var fullt af hekli. Ég er að endurgera/föndra dúkkuhús handa Maíu og ætla sko heldur betur að fylla það af hekli!

IMG_20150926_150736
Við litum að sjálfsögðu við á Knitwork svæðið. Þar var allt iðandi af hannyrðakonum, garni og gersemum. Það voru margir garnframleiðendur, hönnuðir og verslanir með bása á svæðinu og þar var margt að sjá. Þar á meðal var Einrúm garnið með sinn bás en garnið hefur vakið mikla athygli í Danmörku.

IMG_20150926_222242

Á Laugardagskvöldinu var svo villt djamm – og þegar ég segi djamm þá meina ég hekl! Það var mikið spjallað, enn meira hlegið og heklað soldið líka.

Á sunnudagsmorgun rifum við mæðgur okkur upp eldsnemma til að fara að vinna. Upphafleg ástæða þess að við vorum komnar til Köben var að vinna. Við vorum að kenna sitthvort námskeiðið á Knitwork hátíðinni. Mamma með tvöfalt prjón og ég með tvöfalt hekl. Skipuleggjendum hátíðarinnar fannst það svo skemmtilegt að hafa mæðgur saman sem voru báðar með tvöfalt.

image-c90cf4379daaa0f527775b5bd6bb372d426aa9f51f5b88fea33d39ce1001ba07-V

IMG_20150926_163130

Kennslan hófst stundvíslega kl. 9 á sunnudagsmorgninum og gekk æðislega. Allar konurnar sem sóttu námskeiðin voru áhugasamar og gekk vel að ná tökum á tækninni. Ég hef aldrei kennt námskeið erlendis svo ég var pínu stressuð en stressið var fljótt að renna af mér þegar kennslan byrjaði enda er ótrúlega gaman að kenna öðrum að hekla.

IMG_20150927_112354

IMG_20150927_112400

IMG_20150927_115725

IMG_20150927_115852

image-28678914a0ec112346a9d26285965f2417749848e1da217c33e7498dded687e5-V

image-da79d1d4ab67b82904e0072fe513d2a89466cb68f0035a0b0952eb6d5e4010fa-V

Þetta var ótrúlega gaman að fáum við mæðgur vonandi tækifæri til að skella okkur aftur á Knitwork á næsta ári.

image-e347e2ba6270a76ee46808dcce413abf146d3c76fbec7817642ed25a4bf97c0d-V

Áður en haldið var heim frá Köben var möst að skella fá sér Kebab með Sunnevu frænku á einni af fjölmörgum skyndibitabúllum á Norrebro.

image-ecc4ebee4df49317f515843296f269354fd47578d3616fb7809cb6217a5ee97a-V

Meðan ég reyndi að sofa í flugvélinni á leiðinni heim hélt mamma áfram að hekla og var þetta afraksturinn.

Þar til næst!
Kveðja Elín

Ferðasaga hannyrðanörds

Ég fór í ferðalag um helgina sem gerist alltof sjaldan. Við hjónin skelltum börnunum upp í bíl og keyrðum austur fyrir fjall. Áfangastaðurinn var heilsárshús fjölskyldu vinar okkar, en umræddur vinur beið okkar þar. Amman og afinn byggðu húsið fyrir mörgum mörgum árum og ólu öll sín börn þar upp. Á meðan heimsókn okkar stóð sagði vinurinn okkur sögur af ömmu sinni og heimsóknum hans sem lítill strákur í sveitina til ömmu og afa. Afinn lést fyrir þónokkrum árum en amman lést í fyrra þá 88 ára gömul.

En hvað kemur þetta svo hannyrðum við? Jú amman var mögnuð hannyrðakona. Ég snérist í hringi yfir öllu þarna inni. Amman var húsmæðraskólagengin og hafði greinilega nýtt þá menntun sem hún fékk þar alla ævi. Á árum áður var það ekki eintómt fjör eða föndur að sinna hannyrðum, það snérist ekki allt um að hanna. Það var hreinlega nauðsyn. En amman tók hvoru tveggja með trompi – nauðsyn og sköpun.

Fyrsta sem ég rauk augun í voru svanirnir. Þeir voru frekar skemmtilegir.

20150809_170305 20150809_170318

Í fyrstu taldi ég að þetta veggteppi væri Glitsaumur. En eftir að hafa borið þetta undir sérfræðingana í FB hópnum Útsaumur/Krosssaumur var niðurstaðan að þetta væri Glitvefnaður. Sem sé glitsaumur ofinn í vefstól.

20150808_104109

Fann einnig þennan dúk með Augnsaumi. Mér finnst augnsaumur svo merkilegur því hann er alveg eins beggja megin. En þessi mynd sýnir einmitt réttuna og rönguna. Ég er svo veik fyrir íslenskum útsaum svo mér fannst þetta geggjað.

20150809_161636

Þessi lampi var inni í stofu. Amman hafði hnýtt skerminn. Birtan frá honum var ótrúlega skemmtileg.

IMG_20150809_013814

Ég hef oft verið að hugsa um hvað það væri gaman að hekla utan um glasamottur en aldrei fundið hentugar glasamottur til að hekla utan um. Amman var greinilega langt á undan mér, en hún hefur heklað þessar glasamottur fyrir mörgum árum.

20150809_170443

Ég fann heilan kassa af rúmfötum – með sögu – eins og kassinn var merktur. Rúmfötin voru dásamleg. Það var búið að setja í þau milliverk, dúllur og blúndur. Heklið svo fíngert að ég varð að rýna í það til að sjá hvort þetta væri ekki örugglega handgert en ekki búðarkeypt.

20150808_153007

20150808_153115

IMG_20150808_153506

Eftir því sem mér skilst voru amman og afinn með vinnuaðstöðu í kjallaranum. Afinn vann með tré og amman með ull. Kjallarinn er fullur af dýrgripum og mig hreinlega verkjaði mig langaði svo að taka margt af þessu með mér heim. Í kjallaranum voru vefstólar, rokkar, garnvindur, prjónavél, kambar, spunavélar, garn og ULL! Helling af ull.

20150809_162134

Rokkarnir. Tveir gamlir íslenskir og einn nýrri sem er af gerðinni Louet var mér sagt af öðrum hannyrðanörd.

20150809_161928

Vél sem kallast á ensku Lazy Kate og er “nútímagræja” til að spinna garn.

20150809_161510

Þetta borð er með fótstigi og einhverri vél og er að ég held nýtt til þess að spinna ull. En ég hef aldrei séð svona áður og hef því í raun enga hugmynd um hvað þetta er.

20150809_161458

Ýmsar hannyrðir. Útsaumur og vefnaður.

20150808_135007

20150809_162125

Í þessum kössum er ull og ekkert nema ULL. Í stóra brúna kassanum og hvítu fötunni er angóruull. Amman ræktaði kanínur og vann af þeim ullina, barnabörnin nutu svo góðs af að fá prjónaðar flíkur sem voru dásamlega mjúkar.

20150809_161056

Amman var í því að jurtalita ull. Ég þykist viss um að þessi ull sé lituð af henni.

20150809_160939

Í kjallaranum var að finna helling af ull. Ég var ekki klár á því hvað var spunnið af ömmunni og hvað ekki. En ég fann eitthvað af garni sem ég er viss um að sé litað og spunnið af ömmunni.

20150809_161340

20150809_161427

20150809_161441

Ég fann nokkrar stílabækur meðal prjónablaðanna. Amman hafði greinilega skrifað hjá sér minnispunkta um verkefnin sem hún gerði. Fannst þetta afskaplega dýrmætt.

IMG_20150809_155853

Ég eyddi nú ekki allri helginni í kjallaranum að snúast í hringi um ull. Ég átti góðar stundir með fjölskyldunni og vinum. Við Maía Sigrún tókum nokkra góða göngutúra á nærliggjandi sveitabæ að skoða kýrnar, hænurnar og hestana.

20150808_173024

Maía tók sig vel út í sveitinni í vaðstígvélum og færeysku peysunni sem amma hennar prjónaði á hana.
Það er sko gott að eiga góða ömmu!

Nördakveðjur
Elín

Eitt leiðir af öðru

Um daginn var ég að lesa færslu a blogginu hennar Lucy Attic24 um litasamsetningar út frá því viltist ég inn á aðra færslu hjá henni (sem ég finn ekki aftur) þar sem hún hafði raðað saman litum út frá náttúrunni.

Í kjölfarið fór ég að pæla mikið í litasamsetningum náttúrunnar og horfa í kringum mig eftir innblæstri. Upp á síðkastið hefur verið svo ljómandi gott veður og það er einhvern veginn allt fallegra þegar það er sól. Og í göngutúrum með börnunum hef ég myndað alla þá liti sem grípa augað.

Ég er með ponsu blæti fyrir bómullargarni og á því smávegis (lesist slatta) af bómullargarni í skúffunum hjá mér. Mér finnst ég samt aldrei eiga nógu marga liti og við vorum að kaupa nýtt bómullargarn í búðina svoooo ég bara varð að bæta nokkrum litum við. Svona er þetta bara…sumir kaupa föt, sumir kaupa tónlist, ég kaupi garn c”,)

IMG_20150706_230508

Mitt í þessum pælingum mínum um garn og liti fékk ég FB skilaboð frá Sofiu frænku minni þar sem hún spurði mig hvort mér fyndist þetta ekki sorglegt með Wink eða Marinke. Ég kveikti ekki á perunni hver þetta væri svo frænka mín sendi mér slóð á bloggið hennar Marinke – A Creative Being. Þegar ég fór að skoða bloggið hennar sá ég að þótt ég þekkti ekki nafnið hennar þá þekkti ég strax myndirnar af heklinu hennar. Finnst það soldið magnað hvernig mar þekkir heklara oft ekki í sjón en mar þekkir stílinn þeirra.

Þegar þú kemur inn á bloggið hennar Marinke þá blasir við færsla sem systir hennar skrifar þar sem hún lætur lesendur bloggsins og aðdáendur Marinke vita að hún sé látin. Marinke tók sitt eigið líf. Þrátt fyrir að þekkja þessa stelpu ekki neitt þá helltist yfir mig gífurleg sorg og ég hef hugsað mikið til hennar síðustu vikur. Ég veit samt að ástæða þess að ég tek þetta svona mikið inn á mig er að ég missti sjálf vin fyrir nokkrum mánuðum. Hann var ungur og hæfileikaríkur og hann tók sitt eigið líf líkt og Marinke.

Það er svo mikið sem hefur farið í gegnum huga minn síðan ég las um sjálfsvíg Marinke. Eitt sem mér finnst svo dásamlegt og dýrlegt er hversu opin Marinke var með andleg veikindi sín. Hún skrifaði reglulega um erfiðleika sína á blogginu sínu – algerlega án skammar – og fær ekkert nema stuðning, kærleika og hvatningu frá lesendum sínum. Þegar hún fellur frá skrifar systir hennar inn og færslu og segir frá sjálfsvígi hennar – algerlega án skammar – og það sama gerist, lesendur bloggsins sýna samhug, sorg, kærleika.

Í kjölfarið fór af stað einstök keðjuverkun. Heklarar um allan heim vottuðu Marinke virðingu sína með því að hekla Mandölur og pósta á samfélagsmiðlum með tögunum #MandalasForMarinke og #MandalasForWink. Marinke var sjálf mikið fyrir að hekla Mandölur og er hægt að nálgast uppskriftir frá henni á blogginu hennar.

Hvað er Mandala? Orðabókin segir: “man-da-la n. (í austrænni heimspeki) táknmynd, oftast áttstrent mynstur innritað í hring, sem stendur fyrir alheiminn sem heild”.

mandalas-for-marinke-600x362

wink

Ég hafði séð Spoke Mandöluna hennar Marinke fyrir löngu síðan og lengi langað til að prufa. Og fannst kjörið tækifæri að nýta náttúrumyndirnar sem ég hafði verið að taka sem innblástur í litavali. Það eru 9 umferðir í þessari mandölu svo ég raðaði saman nokkrum litasamsetningum þar sem voru 9 litir.

Útkoman er svo þessi. Þrjár Spoke Mandalas. Ég er að hugsa um að hengja þær upp heima hjá mér. Mér finnst þær fallegar og þær eru mér áminning um að lífið er ekki sjálfsagt og hversu mikilvægt er að vera þakklát fyrir fólkið mitt.

IMG_20150715_204424

IMG_20150716_015525 IMG_20150716_015922 IMG_20150716_020029

Það er oft áhugavert að skoða ferilinn að verkefnum. Sum verkefni verða til vegna margra ólíkra atburða sem tengjast saman á einhvern hátt og þörfin fyrir að skapa myndast. Önnur verkefni verða til afþví bara.

PhotoGrid_1436385228633

Takk fyrir að innlitið á bloggið og lesturinn.
Heklkveðjur Elín

Tags: , , , , ,

Heklaður skvísu kragi – uppskrift í Bændablaðinu

Ég var að taka til og fara í gegnum alls kyns dót í nýju vinnunni minni (aka nýju búðinni okkar) og fann heklaðann kraga. Mér finnst svona kragar svo flottir og í hvert sinn sem ég sé mynd af svona kraga þá langar mig að hekla svoleiðis. Finnst svo sætt að sjá litlar stelpur í fínum fötum með svona kraga. Og finnst svo töff að sjá flottar týpur með svona kraga.

skvísukragi8

Ég hugsaði með mér að yngri stelpum gæti fundist flott að eiga kraga úr svona glimmer garni og ákvað því að hekla kraga á Maíu dóttir mína og Aþenu systurdóttur. Og þannig varð þessi skvísukragi til. Uppskriftin er í raun sú sama nema ég fækkaði umferðum.

skvísukragi3

skvísukragi1

Aþenu fannst kraginn sem ég heklaði handa henni æðislegur. Hún elskar allt sem er bleikt svo kannski var það nóg…en ég held að henni hafi fundist kraginn flottur líka. Maía kippti sér ekkert sérstaklega upp við sinn kraga, sem er ekkert óeðlilegt þar sem hún er bara 20 mánaða.

Aþena mín var meira en til í að pósa fyrir mig á nokkrum myndum.

skvísukragi5 skvísukragi4

Fröken Maía Sigrún var ekki alveg jafn liðleg og vildi bara borða sand. Myndirnar urðu mjög skemmtilegar fyrir vikið…en ekki alveg myndir sem eiga heima í Bændablaðinu.

skvísukragi6 skvísukragi7

Uppskriftin birtist í Bændablaðinu í dag á bls. 49, einnig er hægt að sækja hana rafrænt hérna á síðunni okkar.

Njótið vel c”,)
Heklkveðjur Elín

Tags: , , ,

Heklaður púði – uppskrift í Bændablaðinu

Ég hef lengi verið á leiðinni að hekla mér púða en aldrei látið verða af því…fyrr en nú. Ég heklaði mér þennan gyllta púða úr mynstri sem ég kalla Horna á milli, á ensku heitir það Corner to Corner eða c2c. Þetta er mjög skemmtilegt mynstur og afskaplega einfalt að hekla. Ég hef verið að kenna þetta mynstur á Teppahekl námskeiðunum hjá okkur og það hefur vakið mikla lukku.

c2cpudi1

Ég notaði Kartopu Basak og Frapan í púðann. Ég valdi þetta garn því ég er mjög hrifin af Basak og nota það mikið. Frapan er skrautgarn og ég valdi það til þess að “pimpa púðann aðeins upp” eins og sagt er á góðri íslensku. Ég prufaði tvær ólíkar litaraðir og finnst þær bara virka báðar mjög vel.

c2cpudi3

c2cpudi2
Frapan gerir mjög mikið fyrir púðann. Þegar sólin skín inn um gluggann þá glitrar á hann…og það gleður mig.

c2cpudi5

Það besta við Basak er að það er hægt að fá það í svo mörgum litum. Ég hef sett saman nokkrar litasamsetningar sem hægt er að fá og mér finnst þær allar flottar…þótt ég segi sjálf frá.
basak-frapan7 basak-frapan6 basak-frapan5 basak-frapan4 basak-frapan3 basak-frapan1 basak-frapan2
Uppskriftin að púðanum er að finna í Bændablaðinu sem kom út í dag 11. júní (bls. 49) og er einnig hægt að sækja á síðunni okkar.

Vona að það uppskriftin komi að góðum notum. Góða skemmtun!

Hekl kveðjur
Elín c”,)


Tags: , ,

Heklað utan um steina – uppskrift í Bændablaðinu

Síðasta sumar heklaði ég utan um stóran stein (sjá blogg) og hefur hann fegrað stigapallinn hjá mér í að verða ár. Í síðustu viku ákvað ég að hekla utan um litla steina svona í tilefni þess að það er að koma sumar aftur og tími til kominn að skreyta aðeins í garðinum. Útkoman varð þessi og er ég barasta sátt. Það væri gaman að gera fleiri steina með ólíkum mynstrum og stilla upp saman. Hef séð myndir af svoleiðis á netinu og það er frekar töff.

IMG_20150510_180243

Bleiki “steinninn” er heklaður með Heklgarni nr. 10 og nál nr. 2,5 (ég hekla mjög fast)

IMG_20150510_180152

 

Gula “steininn” heklaði ég með Kartopu saumatvinna og nál nr. 1,5. Þráðurinn er úr polýester og mikill glans í honum svo hann var soldið “sleipur” en þegar ég var orðin vön að hekla með tvinnanum þá var þetta ekkert mál.

IMG_20150510_175744

Hvíti “steinninn” er svo heklaður með Perlugarni og nál nr. 1,75. Mjög þægilegt að nota perlugarn í þetta verk og væri hægt að hekla marga steina úr einni 10 gr dokku.

IMG_20150510_180130

Þegar er verið að hekla utan um steina er ómögulegt að gera eina ákveðna uppskrift sem gildir yfir alla steina. Síðustu umferðirnar verður að spila af fingrum fram því steinar eru svo ólíkir í lögun. En góðu fréttirnar eru að síðustu umferðirnar er undir steininum og þurfa því ekki að vera fallegar. Ef stykkið tollir utan um steininn þá er allt í góðu.

IMG_20150510_180140
Hinar góður fréttirnar eru að uppskriftina að þessum steinum er að finna í Bændablaðinu sem kom út 13. maí (bls. 49) og hér á síðunni okkar. Garnið sem ég notaði er hægt að kaupa í verslun Handverkskúnstar og er á útsölu á meðan birgðir endast.

Vona að þið hafið jafn gaman af því að hekla utan um steina og ég.
Hekl kveðjur Elín c”,)

 

 

Tags: , , ,

Handverkskúnst notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec
  • devicePixelRatio

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á handverkskunst.is

  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur