Category Archives: Uncategorized

Hekluð krukka – uppskrift úr Bændablaðinu

Ég heklaði fyrst utan um krukkur jólin 2010. Ég bloggaði um krukkurnar mínar og þær vöktu svo mikla lukku. Þetta var upphafið að miklu æði hjá mér og er ég löngu búin að missa tölu á því hversu margar krukkur ég hef gert. Nú hefur miðnætursólin kvatt okkur og það er orðið dimmt aftur á kvöldin. Þá er tími kertaljósa kominn og hvað er betra en að kveikja á kertaljósi í heklaðri krukku?!

Heklaðar krukkur eru svo þægileg verkefni til að hafa í töskunni og taka með sér í heimsóknir. Svo eru heklaðar krukkur svo skemmtilegar gjafir svo það er í góðu lagi að hekla helling og eiga til.

080

 001

002 copy

046

  052

048 copy

016 copy

017 copy

heklunála_03

070

074

Uppskriftin að þessar fyrstu hekluðu krukku minni birtist í Bændablaðinu í dag (bls. 41) og er fríkeypis á síðunni okkar. Ég mæli að sjálfsögðu með því að þið notið heklgarn  og heklunálar frá okkur…en heklgarnið er til í helling af flottum litum.

Vona að þið hafið jafn gaman af því að hekla utan um krukkur og ég c”,)

Heklkveðjur
Elín

Jólahandverksmarkaður

Guðrúnardætur2

Ég ákvað með stuttum fyrirvara að vera með á Jólahandverksmarkaði sem haldinn var í dag á Sjóminjasafninu í Reykjavík, Víkin. Ég var eins og lítið barn innan um alla dásemdina sem þarna var í boði og dansaði um salinn. Það var svo gaman að sjá og skoða þegar allir voru að stilla upp vörum sínum upp og gera sig tilbúna fyrir daginn. Við eigum svakalega margt hæfileikaríkt fólk og þegar kemur að handverki er ekkert gefið eftir, úrvalið er gífurlegt. Ég fékk leyfi frá öllum að mynda borðin þeirra og birta hér á blogginu mínu.

Guðrúnardætur

Við mæðgur vorum saman Guðrúnardætur og Handverkskúnst. Guðmunda saumar út krossasaumsmyndir í mörgum útfærslum og útbýr: lyklakippur, bókamerki, nælur, hálsmen, myndir, eyrnalokka og ermahnappa. Afskaplega fallegt hjá henni.

GuðrúnardæturGuðmunda klár í slaginn

Guðrúnardætur2Fallegu vörurnar hennar


Álfaskór

Alltaf gaman að skoða álfaskóna. Mikið úrval í öllum stærðum.

Álfaskór.is2Álfaskór í öllum stærðum og mörgum litum

Álfaskór.is


Handverk og hönnun – astast

Eyfirskt handverk og hönnun þar sem áhersla er lögð á gæði og góðann frágang. Margskonar vörur til sölu m.a. barnafatnaður og ullarvara. Kertin hennar eru virkilega falleg og svo þóttu mér hálstau fyrir kisur algjör snilld.

Ásta H Stefánsdóttir3Ásta við borðið sitt

Ásta H StefánsdóttirHálstau fyrir ketti, hvaða köttur væri ekki glæsilegur með svona um hálsinn?

Ásta H Stefánsdóttir2Falleg kerti skreytt með kirkjum


Nína Fína Textil

Skemmtilegar húfur í öllum litum og flottir verndarenglar, mjög skemmtileg hugmynd

Nínafína textil2 Húfurnar fallegur

Nínafína textilVerndarenglar


Hárskraut *LíLa-Líríó*

Skemmtileg hugmynd og hárböndin hennar falleg, sá þarna í fyrsta skipti hárbönd með uglum og voru þau æði.

Líla Líríó1Hárbönd í mörgum litum

Líla Líríó2Eru ugluhárböndin ekki sæt?


EMM handverk, vinnustofa

Flottir skartgripir: Hálsmen, nælur, eyrnalokkar, armbönd, prjónamerki og fleira.

EMM HandverkFallegir skartgripir

EMM Handverk2


Prjón íslenskt

Kolbrún er með prjónavörur t.d. húfusett, vettlinga, inniskó, peysur, sjöl og trefla. Fallegar vörur hjá henni.

Prjón ÍslensktFallegar vörur


Sigga S. Glerkúnst

Glerhandverk; Klukkur, Matarstell, Lampar, Skartgripir, Kertaljós, Skálar og Aðventukransar eru dæmi um það sem ég hef til sölu. Einnig hef ég verið að búa til og hanna hluti eftir tilefnum og óskum viðskiptavina. Virkilega flottar vörur hjá henni og aðventukransarnir ofboðslega fallegir.

SiggaS GlerkúnstSmá sýnishorn af vörum hennar


Handverkið mitt

Vörur unnar úr rekavið. Ásta er snillingur og vörurnar hennar skemmtilegar

Handverkið mittJólasveinar

Handverkið mitt1Jólauglan er sæt

Handverkið mitt2Kúlur á jólatréð


Frida design

Hólmfríður hannar fallegar þæfðar vörur úr íslenskri ull.

Frida designBásinn hennar

Frida design1Sjal / herðaslá

Frida design2Hattur


KúMen

Skart og nytjahlutir úr horni og beinum.

KúMenFlottar vörur hjá Þórdísi Höllu í KúMen


Handverk Ebbu

Mikið úrval hjá henni, tréhálsmen, orkeraðir skartgripir, leðurarmbönd.

Handverk EbbuHálsmen

Handverk Ebbu1Hálsmen og armbönd


Gallerý Ársól

Hún var með mikið úrval af leðurveskjum og silfurskarti

Gallerý Ársól1Hluti af úrvalinu

Gallerý ÁrsólHringar


H&E Design

Þau Hulda Birna og Einar eru með frábært úrval af slaufum, ekki eingöngu hefðbundnar heldur líka litríkar og skreyttar hinum ýmsu teiknimyndum og fleira. Íslensk hönnun, íslenskt handverk, frábærar gjafir – tel þær hitta í mark hjá öllum.

H&E slaufurTurtles skjaldbökur

H&E designjpgLeður og prjónaðar slaufur

H&E slaufur2Gífurlegt úrval og allir ættu að finna eina við sitt hæfi


Icewool

Tískuvörur unnar úr íslenskri ull

Wool companyIcewool


Gagga handver og hönnun

Ýmis útsaumur, textar, hvítsaumur,myndir og fleira. Falleg sængurföt fyrir börn með áletrun og svo getur þú komið sjálf með sængurföt og látið merkja eða setja fallegan texta eftir þínu höfði. Flottar jóladúllur, hárspennur með fiðrildum, púðar með vísum og margt fleira.

Svala K Stefánsdóttir_Gagga handverk og hönnun2Fiðrildahárspennur

Svala K Stefánsdóttir_Gagga handverk og hönnunRammar og púðar með áletrun

GaggaJóladúllur


Blúndugler

Magga í Blúndugler er með frábærar vörur. Glervörur sem hún skreytir merð dúkum frá móður sinni og ömmu til að mynda munstur á gler. Þú getur komið með prjónaðan eða heklaðan dúk sem þú átt og Magga skreytir kökudisk, skál eða fat með honum. Dúkurinn eyðileggst ekki heldur notar þú hann áfram en átt líka t.d. fallegan kökudisk með honum. Algjör snilld hjá Möggu.

Blúndugler4Skálar og diskar

Blúndugler3Fat og fleiri diskar

BlúnduglerSkemmtileg hugmynd

Handverkskúnst

Má ekki gleyma sjálfri mér. Ég var með slatta af prjónavörum sem ég hef prjónað á þessu ári. Sá það að útprjónaðir vettlingar á fullorðna er eitthvað sem rýkur út. Ég var þarna meira til gaman og sé ekki eftir því, skoða það alvarlega að vera með aftur á næsta ári.

HandverkskúnstVettlingar, sokkar, sjöl og uppskriftir

Í lokin á kaffihúsinu þarna var þessi fallegi stóll. Veit því miður ekki nafnið á listakonunni sem prjónaði utan um hann en varð að mynda hann.

LopastóllSkemmtilegur, ekki satt?

Kveð í bili, virkilega gaman að vera með á jólamarkaðnum og mæli með að þú kíkir hafir þú ekki farið áður á svona markaði.

Kveðja
Guðrún María

Silkitoppur – hekluð djöflahúfa

image

Uppskrift: María heklbók
Garn: Silkbloom úr Ömmu Mús
Nál: 3 mm

Mig hefur svo lengi langað að kaupa þetta garn en ekki tímt því nema að hafa ákveðið verkefni í huga. Þegar ég sá þessa húfu þá var ég ekki lengi að hlaupa út í búð og kaupa það.

Mér fannst örlítið flókið að þurfa að telja svona mikið í upphafi uppskriftar en ég var ekki lengi að finna taktinn í talningunni og þá var þetta ekkert mál.

Húfan er í stærð 6 – 12 mánaða og því er hún enn of stór. Maía verður fín með hana í sumar.

Hekl kveðja
Elín

Tags: , , , , , ,

Heklaðir sportsokkar

Fyrir jólin í ár gerðist ég svo fræg að hekla sokka. Ekki bara eitt par heldur þrjú! Mig hefur lengi langað til að hekla sokka og þegar ég sá þessa sokka í Maríu heklbók – og leist vel á – þá varð ég mjög kát.  Sokkapörin fengu systur mínar og systurdóttir.

038

Ég var þó í dálitla stund að komast af stað í sokkagerðinni.Samkvæmt uppskrift á að nota heklunálar nr. 2,5 og 3 en ég hekla fast (greinilega alveg svakalega fast) að ég varð að nota nál nr. 4. Samt voru sokkarnir ekki alveg nógu stórir hjá mér svo ég varð að gera stærri gerðina af sokkum sem eru samkvæmt bókinni fyrir breiða kálfa þó svo að systur mínar séu með netta kálfa. Ég vildi að sokkarnir næðu upp að hnjám og því lengdi ég þá um heilar 15 umferðir. Samt hefði ég verið til í að hafa þá enn hærri.

Í litlu sokkana notaði ég nál nr. 3,5 og heklaði smærri gerðina af sokkum. Ég fækkaði um nokkrar umferðir í þessum sokkum til að þeir myndu passa.

Garnið finnst mér einstaklega skemmtilegt og virka vel í þessa sokka. Garnið heitir Mayflower Divine og var keypt í Rósu ömmu. Það fóru 2 og 1/2 dokka í þessi þrjú sokkapör.

145

Systur, frænkur og mæðgur saman í sokkunum.

146

Mér finnst það voða krúttað að eiga svona litla sokka í stíl við þá stærri.

147

148

149

Ég er mjög sátt við sokkana og finnst þeir frekar flottir. Ég vona að systur mínar hafi góð not fyrir þá.

Hátíðar-hekl-kveðjur
Elín

Tags: , ,

Allt er þegar þrennt er

Mánudaginn 18. nóvember fæddist litla prinsessan mín.
Fæðingin gekk ótrúlega vel og heilsast okkur mæðgum vel.
Daman var í fínni stærð, 15 merkur og 54 cm.
Þessi vika hefur því farið í að slappa sem best af og læra.
Teppið sem ég heklaði handa henni hefur komið að góðum notum
og fer prinsessunni rosalega vel þótt ég segi sjálf frá.

Litla stúlkan okkar hefur verið nefnd og gáfum við henni nafnið
maia

031

Móri tekur systur sinni svo vel. Mun betur en við þorðum að vona.
Hann er alltaf að tékka á henni, knúsa hana og kyssa.

010

Móri litar garn

Honum Móra hefur fundist hann eitthvað útundan þegar við Mikael vorum að lita garn um daginn. Í morgun tók hann upp á því að lita smá garn sjálfur með kókómjólk. Svo hefur hann fundið út að garnið væri fínasta snuddu geymsla.

image

image

image

image

Svona gerist þegar mömmur ganga ekki frá garninu sínu á góðan stað.

María heklbók – útgáfuteiti

Við mæðgur fórum í útgáfuteiti Maríu heklbókar sem var haldið í Mál og Menningu í gær.
Búið var að klæða loftið með hekluðum Kríum og var það einstaklega vel heppnað.

image

Mér fannst smá erfitt að ná góðri mynd af Kríuhafinu.
Máltækið “sjón er sögu ríkari” á svo sannarlega vel við hér.

image

Tinna áritaði fyrir mig eintak. Það er alltaf gaman að eiga áritað eintak af bók.

image

Mér líst bara vel á hana Maríu. Mér finnst töff að hún sé í stíl við “systir sína” Þóru.
Ég myndi einnig segja að það séu fleiri verkefni sem höfða til mín í Maríu en Þóru.
Ég er að hugsa um að byrja á að hekla ungbarnahúfuna og ungbarnanærbolinn.
Svo finnst mér stórustrákapeysan spennandi líka. Og dömusokkarnir. Og eitt eyrnaband.
Svona meðal annars…

image

Ég varð smá klökk þegar ég sá að bókin er tileinkuð sonum hennar Tinnu,
sem báðir áttu að heita María.
Óléttuhormónarnir mínir gera mig afskaplega væmna fyrir öllu svona um þessar mundir.

Hekl-kveðjur
Elín

 

Endalausir endar

Þá er ég loksins búin að ganga frá endunum á ferningunum mínum. Var ekki viss um að ég myndi komast í gegnum þetta.

Þessi ferningur bauð ekki upp á að hekla yfir endana og ganga þannig frá þeim jafnóðum. Því sat ég uppi með endalausa enda. Ég reiknaði út að þetta hafi verið 980 endar.

Mér finnst ég hafa verið heila eilífð að þessu en ég er búin að vera næstum jafn lengi að ganga frá endunum og ég var að hekla ferningana sjálfa.

Mamma hefur minnt mig á að ég sé ekki búin að vera lengi með teppið, byrjaði á því 9. júlí. Ég er greinilega ekki þolinmóðari en þetta.

image

image

Er súper spennt fyrir því að sauma ferningana saman og hekla utan um teppið.

Símakveðjur
Elín

Krukkan hans Þorvalds

Þetta er Þorvaldur. Hann er 3 og 1/2 árs.
Og þetta er Þorvaldur með gleðibros og nýju krukkuna sína.

Þorvaldur fær límmiða þegar hann er duglegur að fara að hátta og þegar hann er kominn með nokkra límmiða fær hann að velja sér verðlaun. Fyrstu verðlaunin sem hann bað um að fá var hekluð krukka til að hafa sem næturljós.

Mér fannst þetta of sætt hjá honum og var meira en til í að hekla handa honum bláa krukku.

008

Þorvaldur og mamma hans komu svo í heimsókn í dag að sækja krukkuna hans. Þorvaldur var svo ánægður með krukkuna að hann vildi strax fara heim að sofa.

Krukku-kveðjur
Elín c”,)

Peysu bölvunin

Peysu bölvunin er að sögn internetsins þekkt fyrirbæri á meðal prjónara. En hvað er peysu bölvunin? Það er sú trú að ef prjónari prjónar peysu á kærasta verði prjónarunum sagt upp…jafnvel áður en peysan er tilbúin. Sumir prjónarar segja einu leiðina tilað verða ekki fyrir bölvuninni sé að prjóna enga flík á kærastann fyrr en að gengið er í hjónaband.

Í könnun sem var gerð 2005 sögðust 15% prjónara hafa upplifað bölvunina og 41% prjónara álitu að bölvunina bæri að taka alvarlega.

 

knittingcurse3

Þrátt fyrir að orðið bölvun sé notað er bölvunin ekki álitin yfirnáttúrulegt fyrirbæri heldur félagsleg gryfja sem prjónurum ber að varast að falla í.
Ástæður fyrir sambandsslitum eftir peysuprjón geta verið nokkrar.

  • Óheppileg tímasetning: Það tekur of langan tíma að prjóna peysuna og sambandið rennur sitt skeið áður en peysan er tilbúin.
  • Lokaúrræði: Prjónarinn skynjar að sambandinu gæti verið að ljúka og prjónar peysu handa kærastanum sem tilraun til að bjarga sambandinu.
  • Of mikið of snemma: Að prjóna peysu tekur tíma og mikla vinnu. Slíkur áhugi gæti reynst of mikið fyrir nýtt samband.
  • Smekkleysa: Kærastinn er ekki fyrir að ganga í prjónuðum flíkum og finnst óþægilegt að fá slíka gjöf því hann vill ekki ganga í peysinni. Kærastinn upplifir þrýsting frá prjónaranum, þrýstingurinn verður of mikill og sambandið þolir ekki togstreituna.
  • Vanþakklæti: Prjónarinn er er stolt af peysunni sem hún gaf og finnur til gremju þegar kærastinn sýnir ekki nægilegt þakklæti. Gremjan eitrar sambandið.

Heimildir fengnar af Wikipedia.

knittingcurse2

Fyrir mér er þetta ekki flókið. Ef samband þolir ekki prjónaða peysu þá var sambandinu ekki ætlað að verða. Ég hugsa (og kærastinn minn er sammála) að ef kærastinn er nógu hrifin þá er ein peysa ekki að fara að láta hann missa áhugann.

Gott ráð er þó að hafa kærastann með í ráðum. Bera mynstur og litaval undir hann áður en hafist er handa. Þannig getur prjónarinn verið viss um að peysan falli í góðan jarðveg og verði notuð eins og vera ber.

knittingcurse1

Prjóna-kveðjur
Elín c”,)

Handverkskúnst notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec
  • devicePixelRatio

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á handverkskunst.is

  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur