Category Archives: Ýmislegt

Sjalið hans Móra

Eins og hefur kannski ekki farið fram hjá ykkur þá hefur mikið sjalaæði gripið landann. Sennilega má þakka Facebook hópnum Svöl sjöl fyrir þennan mikla áhuga á sjalaprjóni og -hekli. Ég er búin að prjóna nokkur undanfarið og er með nokkur á biðlista sem ég tel að ég bara “verð” að prjóna 🙂

Það kom mér á óvart þegar Aþena (5 ára) bað ömmu um að prjóna sjal handa sér en auðvitað skellti ég í eitt. Það var að fara af stað samprjón í Svöl sjöl hópnum á sjalinu On The Spice Market og prjónaði ég minni útgáfu á hana á meðan ég beið eftir samprjóninu.

En nú í sumar fór Móri (5 ára) að biðja ömmu um sjal, það verður að viðurkennast að amma var ekki viss hvort strákurinn ætti að fá sjal en svo auðvitað, strákar ganga með sjöl líka. Ég byrjaði á því að sýna honum nokkur sjöl til að láta hann velja en þegar hann sá forsíðu bókarinnar hans Stephen West var sjalið komið!

Exploration Station skyldi prjónað. Það er svo gaman að krökkum því þau eru með sína uppáhaldsliti á hreinu og hafa skoðun á því sem þau klæða sig í. Þetta sjal átti að vera í litum Teenage Ninja Turtles þ.e. rautt, blátt, appelsínugult, fjólublátt og grænt. Ég valdi garnið Drops Baby Merino í sjalið

Eitthvað ætlaði amma að stílfæra sjalið og hafði það blátt, svart, eplagrænt og grænt. Þegar ég var búin með klukkuprjónskaflann sýndi ég Móra sjalið og sá að hann var ekki sáttur. Það vantaði jú appelsínugula, rauða og fjólubláu litina í sjalið. Ég rakti það upp og byrjaði aftur og notaði hans liti.

 

 

 

 

 

 

 

 

Móri fylgdist vel með þróun mála og þótti amma taka sér ansi langan tíma í að þvo og strekkja sjalið, amma nefnilega veit ekkert leiðinlegra en að strekkja sjöl en loksins kom að því og hjálpaði strákurinn við að raða púslmottunum og strekkja sjalið, enda spennan mikil hjá honum.

Sjalið fór í notkun strax í ágúst en honum var helst til of heitt með það en það á eftir að ylja honum í vetur þegar kólna fer.

Móri og Stephen West, myndin á bókakápunni réði úrslitum í vali á sjali

Honum verður ekki kalt í vetur.

 

Prjónakveðja,
Guðrún María

 

Tags: , ,

Litið yfir prjónaskapinn árið 2016

Tók saman lista yfir það sem ég prjónaði árið 2016, held að ég sé ekki að gleyma neinu.

Íslandsvettlingar
Uppskrift: frá Emolas Design
Garn: Scheepjes Invicta Extra

Íslandsvettlingar

Glóð húfa
Uppskrift: Glóð frá G. Dagbjört Guðmundsdóttir
Garn: CaMaRose Lamauld

Glóð húfa

Vettlingar á Guðmundu
Uppskrift: How Cold Is It? by Drunk Girl Designs
Garn: Scheepjes Invicta Extra

How cold is it

Peysan Danshringurinn (prjónaði 4 stykki)
Uppskrift: Danshringurinn
Garn: Navia Duo

Danshringurinn8

Eldhúshandklæði
Uppskrift: Eldhúshandklæði
Garn: Scheepjes Stone Washed

Eldhúshandklæðii

Húfan Merida Hat (prjónaði 2 stykki)
Uppskrift: Merida Hat by Alejandra Graterol
Garn: Dale Falk í þá fyrri og Drops Karisma í þá seinni

Merida Hat Maía3insta

Húfan Beyond the Pines
Uppskrift: Beyond the pines by Ekaterina Blanchard
Garn: Drops Baby Merino

Beyond the pines

Færeyska sjalið Túlípanar
Uppskrift: Túlípanar
Garn: Navia Uno

Túlípanar

Húfan Norwegian Style
Uppskrift: 
Norwegian-Style Hat by Mercedes
Garn: 
Scheepjes Invicta Extra og Scheepjes Invicta Colour

Norwegian style hat

Kórónuhúfan Crown Hat
Uppskrift:
 Kórónuhúfa 
Garn: 
Scheepjes Catona og Scheepjes Cotton 8

Kórónuhúfa catona bómullargarn

Sumarhúfan Snúður, prjónaði 3
Uppskrift: 
Snúður
Garn: Drops Baby Merino

Sumarhúfan Snúður

Sjalið Askews Me Shawl
Uppskrift:
Askews Me Shawl by Stephen West
Garn: Kartopu Ketenli

Ask Me Shawl2

Sjalið DonnaRocco handa Tinu frænku
Uppskrift: 
Schal / Scarf *DonnaRocco* by Birgit Freyer
Garn: 
Scheepjes Alpaca Rhythm

DonnaRocco shawl3

Hjálmhúfan Alladin
Uppskrift:
Hjálmhúfan Alladin frá Drops
Garn: 
Drops Alpaca

Alladins húfa

Sumarkjólinn Sóley á Aþenu og Maíu
Uppskrift: Sóley, sumarkjóll
Garn: Scheepjes Cotton 8 og Scheepjes Sunkissed

Sumarkjóllinn Sóley2

Star Wars peysa á Móra
Uppskrift: 
Er í vinnslu kemur fljótlega hjá Handverkskúnst
Garn: Navia Bummull

Star Wars peysa Móra2

Barnapeysan Brim
Uppskrift: 
Brim eftir Hlýnu
Garn: Scheepjes Stone Washed

Brim minnkud

Hjálmhúfan með köðlum
Uppskrift:
Hjálmhúfa með köðlum
Garn: 
Drops BabyAlpaca Silk

hjálmhúfa kaðall

Hvolpasveitapeysurnar Píla og Rikki á Aþenu og Maíu
Uppskrift: 
Er í vinnslu kemur fljótlega hjá Handverkskúnst
Garn: Drops Baby Merino

Hvolpasveita Píla3 Hvolpasveita Rikki 2

Góða peysan
Uppskrift: 
Prjónablaðið Björk nr 5 en einnig hérna
Garn: Drops Karisma

Góða peysan

Peysan Blue Sand fyrir mig
Uppskrift:
BlueSand Cardigan by La Maison Rililie
Garn:
Scheepjes Stone Washed

BlueSand1

Dansekjolen handa Maíu
Uppskrift: 
Dancing Dress / Dansekjolen by C. Pettersen
Garn: Drops Baby Merino

Dansekjolen5m

Ungbarnapeysan Blær (prjónaði 2 stykki)
Uppskrift: Blær ungbarnapeysa
Garn: Scheepjes Stone Washed

Blær3m

Sjalið Emiliana handa mér
Uppskrift: 
Emiliana by Lisa Hannes
Garn: Drops Alpaca

Emiliana sjal 7

Refa- og úlfasokkar á Aþenu og Maíu
Uppskrift: 
Miss Fox Socks by Drops Design
Garn: Drops Alpaca

Rebba og úlfasokkar1

 

Peysan Nancy á mömmu
Uppskrift: 
Nr. 4 “Nancy” kofte by Sandnes Garn (úr Prjónablaðinu Ýr)
Garn: Drops Karisma

Nancy peysa mömmu6

Barnapeysa á Maíu
Uppskrift: 
Drops Design
Garn: Drops Alpaca

BabyDROPS 14-27_1

Aks tuska
Uppskrift:
á Facebook síðu Bittu Mikkelborg
Garn: Scheepjes Cotton 8

AKS tuska

Húfan Lille Kongle
Uppskrift:
Lille Kongle by Ingvill Freland
Garn: Kartopu Merino Ull og Glühwürmchen endurskinsgarn

lille kongle saman

Peysan I Heart You
Uppskrift: 
i heart you by Mandy Powers
Garn: Navia Duo

I herart you2

Ungbarnapeysan Feykir (prjónaði 2 stykki)
Uppskrift: Feykir ungbarnapeysa og húfa
Garn: Drops Baby Merino
Buxurnar eru frá Drops og uppskriftin hérna

Feykir ungbarnapeysa2m

Sjalið Exploration Station
Uppskrift:
Exploration Station by Stephen West
Garn: 
Navia Duo og Drops Alpaca

Exploration Station3

Hafmeyjuteppi (prjónaði 2 stykki)
Uppskrift: Hafmeyjuteppi
Garn: Kartopu Basak og Kartopu Kar-Sim

hafmeyjuteppi

Leikskólasokkar (prjónaði 2 pör)
Uppskrift: s23-30 Blueberry Fields by DROPS design
Garn: Scheepjes Invicta Matterhorn

Leikskólasokkar M&M

Leikskólasokkar
Uppskrift: DROPS Children 26-15 by Drops Design
Garn: Schachenmayr Regia Design Line by Arne og Carlos

Sokkar á Aþenu

Húfan Kertalogi
Uppskrift:
 Kertalogi by G. Dagbjört Guðmundsdóttir
Garn: 
Glühwürmchen endurskinsgarn

Kertalogi endurskins saman
Hér er húfan upplýst til vinstri og í dagsbirtu til hægri

Barnapeysan Mýri (prjónaði 3 stykki)
Uppskrift: Mýri
Garn: Drops Karisma

Mýri2m

Leikskólabuxurnar Haust (prjónaði 3 stykki)
Uppskrift: Haust leikskólabuxur
Garn: Drops Karisma

Haust, leikskólabuxur2m

Bjölluvettlingar
Uppskrift:
Vettlingarnir eru úr bókinni Leikskólaföt
Garn: Drops Merino Extra Fine

Bjölluvettlingar Aþena_m

Fiskemannslue (prjónaði 2 húfur)
Uppskrift: Klompelompe Høst og Vinter
Garn: Drops Merino Extra Fine

Fiskemanslue Aþena og Maía

Småtroll lue (prjónaði 2 húfur)
Uppskrift: Småtroll-lue frá Klompelompe
Garn: Drops Merino Extra Fine

Småtroll lue Móri og Maía Småtroll lue Móri

Kråkebollelua
Uppskrift: 
Urchin hat / Kråkebollelua by Maria / Strikketanten
Garn: Drops Merino Extra Fine

Kråkebollelua Aþena

Vettlingarnir Trítill (prjónaði 7 pör)
Uppskrift: Vettlingarnir eru úr bókinni Leikskólaföt
Garn: Navia Trio og einnig notaði ég afgangsgarn í nokkur pör

Trítill vettlingar_m Trítill vettlingar2

Peysan Bliki
Uppskrift: 
Bliki frá Móakot
Garn: Navia Tradition

Bliki Móakot

Lullaby húfa og Serene hálskragi
Uppskrift: Drops Design
hálskragi
húfa
Garn: Drops Merino Extra Fine

húfa og hálskragi Drops

Endurskinshúfa (prjónaði 2 stykki)
Uppskrift: Endurskinshúfa
Garn: Glühwürmchen endurskinsgarn

Endurskinshúfa saman
Hér er húfan upplýst til vinstri og í dagsbirtu til hægri

Laufblaðapeysa
Uppskrift:
Drops Design
Garn: Drops Cotton Merino

Laufblaðapeysa_minnkud

Snjókorn (prjónaði 2 stykki)
Uppskrift: knitted snowflake by Sharon Winsauer
Garn: Scheepjes Sugar Rush

Snjókorn (4)

Jólatré, laufblaðamunstur (prjónaði 2 stykki)
Uppskrift: NewYear Tree Ёлочка пышная by Larisa Valeeva
Garn: DMC Petra og Rico Glitter

Jólatré

Jólatré (prjónaði 2 stykki)
Uppskrift: Christmas Tree Ёлочка стройная by Larisa Valeeva
Garn: Rico Glitter

Jólatré2

Vinterwarm hálskragi (prjónaði 2 stykki)
Uppskrift: Vintervarm hals og lue by Kairi Aksnes
Garn: Drops Merino Extra Fine

Vintervarm hals_1m

Hálskragi á Þórdísi frænku
Uppskrift: 
Tora Hals by Torunn Steinsland
Garn: Drops Merino Extra Fine

Tora hálskragi þórdís_m Tora hálskragi þórdís_ m

Hálskragi á Móra
Uppskrift:
 Råtasshals by Klompelompe
Garn: Drops Baby Merino prjónaði það tvöfalt

Móra kragi_m

Darth Vader sokkar á Móra
Uppskrift: s23-30 Blueberry Fields by DROPS design en saumaði Darth Vader síðan í eftir á
Garn: Drops Baby Merino

Móra sokkar_m

Snowflake Star, 2 stykki
Uppskrift: Snowflake Star by Judy Gibson
Garn: Rico heklgarn og Scheepjes Maxi

Snjókorn

Húfan Lítill og vettlingarnir Trítill
Uppskrift: 
Lítill by G. Dagbjört Guðmundsdóttir uppskriftir af settinu eru í bókinni Leikskólaföt
Garn: 
Navia Trio

Lítill og Trítill 1m

Snjókorn
Uppskrift: 
tók hluta úr uppskrift af dúk
Garn: Scheepjes Maxi

Snjókorn (2)

Sjalið Building Blocks
Uppskrift:
Leyniprjón by Stephen West
Garn: 
Drops Baby Merino

Bulding Bloks sjal_m

Navia tátiljur
Uppskrift: 
Navia N904
Garn: 
Navia Trio

Tátiljur N904m

Skrautkragi
Uppskrift:
Skrautkragi
Garn: Scheepjes Catona

Skrautkragi Catona

Jólakúlur, 3 stykki
Uppskrift: Prjónað utan um jólakúlur
Garn: Scheepjes Sugar Rush

Jólakúlur

Emelineskjørt, 2 stykki
Uppskrift: sjá bloggfærslu
Garn: Navia Duo

emelineskjort-navia-duo-2m

Loftbóluhúfur endurskinsgarn, 3 stykki
Uppskrift: Endurskinshúfa með loftbólumunstri
Garn: Endurskinsgarnið Glühwürmchen

endurskinshufur-boblur3m

Klosser öklasokkar á Micha frænda
Uppskrift: 
Karevs klosser by Bitta Mikkelborg (úr bókinni Sokker. Strikking hele året)
Garn: 
Drops Karisma

Micha sokkar

Öklasokkar á Stínu frænku
Uppskrift: 
Stjernegutt og Hjertejente
Garn: 
Drops Karisma

Stínu sokkar

Bibbi kápan á Aþenu og Maíu
Uppskrift:
Bibbi úr bókinni Kærlighed på pinde 
Garn:

bibbi-kapa-athenu1bibbi-kapa-maiu

Peysan Valemount á Petreu
Uppskrift: 
Valemount by Ann-Marie Jackson
Garn:
Kartopu Ketenli

Valemount á Petreu_m

Chaparral Hat (tók að mér að prufuprjóna þessa uppskrift)
Uppskrift: Chaparral Hat by Alyssa Latuchie
Garn: Scheepjes Invicta Extra

Prufuprjón húfa

Vesti á Móra
Uppskrift: 
s22-32 Justus by DROPS design
Garn:
Drops BabyAlpaca Silk

Vestið hans Móra_IG

Vettlingarnir Neidonkyynel
Uppskrift: 
Neidonkyynel by Emma Karvonen
Garn:
Drops Merino Extra Fine

Neidonkyynel (2)

Jakki á Móra
Uppskrift:
Johannes jakke úr bókinni Ljúflingar (Klompelompe)
Garn:
Navia Duo og Drops Alpaca tveir þræðir saman, í körfuprjónið notaði ég Drops Merino Extra Fine

Jakkinn hans Móra1

Sly Fox Cowl handa Maíu
Uppskrift: 
Sly Fox Cowl by Ekaterina Blanchard
Garn: 
Kartopu Merino Ull og Drops Alpaca ljósgrái hlutinn, tvær þræðir saman og Endurskinsgarnið Glühwürmchen dekkri grái liturinn

Úlfahúfa Maíu

Mysterious Mittens á Guðmund frænda
Uppskrift: 
Mysterious Mittens by Ysabelh Designs
Garn: 
Drops Merino Extra Fine

Vettlingar á Guðmund_m

Ofelia öklasokkar á Elínu
Uppskrift:
Ofelia úr bókinni Strømper, strikking hele året
Garn: 
Zitron Trekking Sport 

Ofelia minnkud

Veðráttuteppið árið 2016. Lengd 345 sm og 90 sm á breidd
Uppskrift:
Sikk Sakk teppamunstur
Garn:
Kartopu Basak

Veðráttiteppið fullklárað1

Nú er komið nýtt ár og ný verkefni taka við, er með það bak við eyrað að æfa mig að hekla meira á þessu ári.

Prjónakveðja
Guðrún María

 

Knitwork helgin okkar í Köben

Við mæðgur fórum í vinnu-verslunar-heimsóknar-ferð til Köben í lok september. Helgin var svolítil keyrsla því við flugum út á föstudegi og heim á sunnudegi. Eins og sönnum Íslendingum sæmir þá fórum við í H&M og versluðum. Og við fórum á McDonalds…sem ég persónulega elska.

20150926_133357

Ég elska enn meira að vera í Köben. Það er eitthvað við borgina sem fer svo vel í mig. Ég get labbað alveg endalaust um og skoðað umhverfið, húsin og fólkið. Setningin “the devil is in the details” kemur oft upp í hugann þegar ég er í Köben.

IMG_20150926_153631

IMG_20150925_144540

IMG_20150926_153554

20150926_104535

Það var fínt að klára að versla strax á föstudeginum því þá var hægt að eyða laugardeginum í að skemmta sér. Við eigum ættingja í Köben sem er alltaf gaman að hitta og eyða tíma með. Og það þýðir líka að við þurfum ekki að gista á hóteli þegar við förum út.

IMG_20150926_153840

IMG_20150926_192718

Family funtime í Köben.

IMG_20150926_182645Hekl er nýja fjölskyldusportið. Meir að segja prjónamaskínan mamma lagði niður prjónana og heklaði eins og vindurinn alla helgina.

image-2c56329080f0d7c6dfa84b9bb0def29b176a8eb0505afe82d0f5f32e989e2983-V
Heklið hennar mömmu. Hún hefur ekkert heklað síðan í grunnskóla. Verður að segjast að þetta er frekar flott hjá henni.

Á laugardeginum ferðuðumst við um með strætó að heimsækja helstu garnverslanirnar. Það eru yndislegar garnbúðir í Köben og helling af flottum hlutum að gerast í hekl/prjón senunni þar.

20150925_141432

Ég var að fíla Uldstedet í botn. Þær voru með svo mikið af fallegu garni og fallegum flíkum um alla búð. Í búðinni er sófi og í honum sátu konur með handavinnuna og spjölluðu og hlógu. Afgreiðslukonan var íslensk og spjölluðum við helling við hana.

20150926_122248

Ég var minna hrifin af Sommerfuglen. Ég naut þess heldur ekkert að vera þarna inni því búðin var svo pökkuð af fólki að það var erfitt að skoða sig um. Það var ekki hægt að labba hringinn nema að festast í botnlanga eða vera króaður inni af öðrum viðskiptavinum. Ég og þessir eiginmenn á myndinni vorum fegin að sleppa þaðan út þegar leiðin var greið.

20150926_114654

Rasmilla fannst mér yndisleg. Lítil búð með fullt af garni og fullt af persónuleika. Ég keypti mér eina heklbók þar sem er SVO geggjuð. Hef aldrei séð jafn töff heklbók. Bókin heitir Lutter Lokker 2. Get ekki beðið eftir að byrja að hekla úr henni.

20150926_113730

Í Rasmillu var þetta fallega dúkkuhús sem var fullt af hekli. Ég er að endurgera/föndra dúkkuhús handa Maíu og ætla sko heldur betur að fylla það af hekli!

IMG_20150926_150736
Við litum að sjálfsögðu við á Knitwork svæðið. Þar var allt iðandi af hannyrðakonum, garni og gersemum. Það voru margir garnframleiðendur, hönnuðir og verslanir með bása á svæðinu og þar var margt að sjá. Þar á meðal var Einrúm garnið með sinn bás en garnið hefur vakið mikla athygli í Danmörku.

IMG_20150926_222242

Á Laugardagskvöldinu var svo villt djamm – og þegar ég segi djamm þá meina ég hekl! Það var mikið spjallað, enn meira hlegið og heklað soldið líka.

Á sunnudagsmorgun rifum við mæðgur okkur upp eldsnemma til að fara að vinna. Upphafleg ástæða þess að við vorum komnar til Köben var að vinna. Við vorum að kenna sitthvort námskeiðið á Knitwork hátíðinni. Mamma með tvöfalt prjón og ég með tvöfalt hekl. Skipuleggjendum hátíðarinnar fannst það svo skemmtilegt að hafa mæðgur saman sem voru báðar með tvöfalt.

image-c90cf4379daaa0f527775b5bd6bb372d426aa9f51f5b88fea33d39ce1001ba07-V

IMG_20150926_163130

Kennslan hófst stundvíslega kl. 9 á sunnudagsmorgninum og gekk æðislega. Allar konurnar sem sóttu námskeiðin voru áhugasamar og gekk vel að ná tökum á tækninni. Ég hef aldrei kennt námskeið erlendis svo ég var pínu stressuð en stressið var fljótt að renna af mér þegar kennslan byrjaði enda er ótrúlega gaman að kenna öðrum að hekla.

IMG_20150927_112354

IMG_20150927_112400

IMG_20150927_115725

IMG_20150927_115852

image-28678914a0ec112346a9d26285965f2417749848e1da217c33e7498dded687e5-V

image-da79d1d4ab67b82904e0072fe513d2a89466cb68f0035a0b0952eb6d5e4010fa-V

Þetta var ótrúlega gaman að fáum við mæðgur vonandi tækifæri til að skella okkur aftur á Knitwork á næsta ári.

image-e347e2ba6270a76ee46808dcce413abf146d3c76fbec7817642ed25a4bf97c0d-V

Áður en haldið var heim frá Köben var möst að skella fá sér Kebab með Sunnevu frænku á einni af fjölmörgum skyndibitabúllum á Norrebro.

image-ecc4ebee4df49317f515843296f269354fd47578d3616fb7809cb6217a5ee97a-V

Meðan ég reyndi að sofa í flugvélinni á leiðinni heim hélt mamma áfram að hekla og var þetta afraksturinn.

Þar til næst!
Kveðja Elín

Bindifestivalur 2015

Við mæðgur fórum til Færeyja í apríl á Bindifestival eða Prjónahátíð í Fuglafirði. Amma er færeysk svo mamma þekkir vel til á eyjunum og við fengum inn hjá ættingjum í Fuglafirði. Það eru 28 ár síðan ég fór síðast til Færeyja svo mest allt var nýtt fyrir mér og ég hafði NÓG að skoða. Okkur langaði að skrifa bloggfærslu og segja frá öllum þeim undrum sem Færeyjar búa yfir en það flæktist svo fyrir okkur að það varð ekkert úr því bloggi.

Því ákváðum við að hafa þetta bara einfalt og deila gleðinni með myndum – og fullt af þeim. Ef spurningar vakna hjá lesendum bloggsins þá er bara að varpa þeim fram.

Við mæðgur tókum að sjálfsögðu rúnt um og heimsóttum garnverslanir. Hjá Vímu er flott verslun í Klaksvík sem selur meðal annars íslenska Lopann. Við þreifuðum á færeyska garninu Navia, Snældu og Sirri. Að sjálfsögðu versluðum við garn líka.

 

Á Bindifestivalnum fórum við á námskeið þar sem mamma bætti við sig þekkingu á færeyskum sjölum og stúderaði hvernig væri hægt að sækja innblástur úr náttúrunni til að teikna upp munstur. Ég fór út fyrir þægindarammann minn og fór á námskeið í að jurtalita ull og fékk kennslu um góða leið við að blanda saman munstrum og litum í prjóni. Einnig sátum við fyrirlestur um framtíð færeysku ullarinnar sem var að sjálfsögðu á færeysku.

Mamma var svo með námskeið í tvöföldu prjóni sem vakti mikla lukku.

Fuglafjörður iðaði af lífi á meðan hátíðin stóð yfir og var víða hægt að hitta hannyrðafólk í kaffi og spjall. Flestir voru þó móðir og másandi því byggðin í Fuglafirði er öll upp í mót og það tók á að labba upp allar þessar brekkur.

Við eyddum að sjálfsögðu tíma með færeyskum ættingjum okkar Tínu og Sigurd og börnum þeirra. Fórum í bíltúr að skoða náttúruna sem er ótrúlega falleg. Sáum fullt fullt af kindum út um allt…líka á flugvellinum.

Svo graffaði ég og kenndi frændum mínum Pauli og Toki að graffa.

Það sem stóð upp úr hjá mér eftir ferðina var að hitta Ellu ömmusystur. Mér fannst nefninlega svo gaman að sjá hvað hún og amma voru líkar, bæði í útliti, fasi og talsmáta. Ella lést svo stuttu eftir að við komum heim og varð því heimsóknin til hennar enn dýrmætari.

Þetta var yndisleg upplifun að heimsækja Færeyjar. Ég get varla beðið eftir að fara aftur á næsta ári þegar Bindifestivalur 2016 verður haldinn.

Kveðja
Elín c”,)

Pinterest

Ég er ekki mjög dugleg að fylgjast með handavinnubloggum en þegar ég opna Pinterest geta flogið klukkutímar og ég gleymi mér alveg. Á Pinterest er hægt að finna nánast allt milli himins og jarðar. Ég er þó mest í því að skoða allt er viðkemur prjóni, hekli og mat.

Þessa dagana eiga kaðlar nánast hug minn allan þar sem ég er með ákveðna flík í huga sem mig langar að hanna og flæðir hugur minn um Pinterest í leit að hugmyndum. Hérna get ég geymt myndir sem ég séð og fundið þær allar á einum stað og farið beint á uppskrift eða nánari lýsingu eða bara skoðað mydina.

Ef þú hefur ekki skoðað Pinterest mæli ég með því að þú stofnir þér aðgang og opnir heim þinn á þann mikla fróðleik sem þar er inni.

Hér eru valdar myndir af köðlum sem ég fann á Pinterest

kaðlar

Skemmtileg útfærsla á einföldum köðlum

fe0778baee803078b7baa9b9621ddb50

Fallegt að setja kaðal að aftan

d9f483644333e148ff5cc00d53bb39c4

Þennan kaðal hef ég ekki séð áður

e09d5e762b852807093e3fdee7e53ebd
Þessi er á “to do” listanum mínum. Falleg flík

2d2eb5fabe2ff01e8fa891571f3e43fe breytt
Fallegt

1e9573b9a49a27687912d3b2bb8350d5
Jú ég er nú alltaf á leiðinni að prjóna utan um púða

246ec1391796501d7d3987f8e2a1bc83

d022168903633c656797c182aad16328Öðruvísi

061dff027481d97eca161639eb4c3cc9
Þessi fallega kápa fer ekki úr huga mér. Hún verður prjónuð þegar ég hef teiknað upp kaðlana sem notaðiur eru

Nánari upplýsingar um þessa kaðla og fleiri getið þið fundið á töflunni minni á Pinterest “Cable Knitting Patterns”.

Notendanafnið mitt á Pinterest er gmgknitting en Elínu finnið þið undir elinella

Góða skemmtun
Prjónakveðja
– Guðrún María

 

Tags: ,

Síðbúinn hannyrðaannáll 2014

Þegar ég byrjaði að blogga 2010 undir nafninu Handóð var ég afskaplega dugleg að blogga. Ég bloggaði stundum daglega. Og stundum oft á dag. Nú rúmum 4 árum seinna – nær 5 árum i raun – blogga ég alltof sjaldan. Eða mér finnst það alla vega. Ég hef voða gaman af því að tala um hekl og handavinnu og sýna það sem ég er að vesenast. En það að blogga er merkilega tímafrekt.

Lífið hefur breyst svo mikið síðan 2011. Þá var ég að vinna frá 8-16, kom heim til einkasonarins sem var 10 ára gamall og sjálfstæður. Við mæðgin höfðum það oftar en ekki kósý saman á kvöldin yfir sjónvarpinu og ég hafði nægan frítíma til að hekla og blogga. Ég átti meir að segja heilagan-hekl-tíma. Eftir vinnu kom ég heim, horfði á Dr. Phil og heklaði áður en ég fór að sinna heimilisstörfum. Bloggaði meir að segja um það.

Í dag er lífið allt öðrvísi. Einkasonurinn er ekkert einkabarn lengur, hann er tæplega 14 ára sjálfstæður unglingur. Í hópinn hafa bæst við tvö afkvæmi, Móri 3 ára og Maía 1 árs, og eitt stykki eiginmaður. Vinnan hefur breyst og er ekki lengur afmörkuð við 8-16. Fyrirtækið Handverkskúnst færir manni alls konar spennandi verkefni tengd handavinnu og svo er ég í háskóla líka. Heilagi-hekl-tíminn er orðinn eftir-leikskóla-chill. Á kvöldin eftir að börnin fara að sofa fer orkan í að læra eða að slappa af fyrir framan sjónvarpið með handavinnu. Það er mikið að gera, en það er afskaplega gaman af þessu.

Ég sakna þess að blogga. Finnst svo gaman að líta yfir gömul blogg og sjá hvað ég var að gera. Þetta er svona eins og eins konar hannyrðadagbók. Ég hef sett mér það markmið að vera duglegri að blogga árið 2015. Ætla að reyna að blogga amk á 2ja vikna fresti. Só far er ég ekki alveg á áætlun. En hey þannig er það bara.

Markmið ársins 2014 var að vera duglegri að klára það sem ég byrja á og hekla meira eftir uppskriftum frá öðrum. Það gekk barasta vel. Ég get ekki sagt að ég hafi klárað allt sem ég byrjaði á – en það gekk betur. Síðustu ár hef ég verið vön að gera samantekt á því sem ég hef gert yfir árið. Þar sem ég var svo óskipulögð í að taka saman hannyrðirnar á síðasta ári verður annállinn í formi mynda. Sumar myndirnar rötuðu á bloggið aðrar ekki.

Þar til næst.
Hekl-kveðjur Elín

Ég fór til útlanda…

…í sumarfríinu mínu. Nánar til tekið Svíþjóðar og Danmerkur. Við hjónin fórum með unglinginn og smábörnin að heimsækja ættingja. Þar sem þetta var fjölskyldufrí þá ákvað ég að setja handavinnuþráhyggjuna mína að mestu til hliðar og hafa fjölskylduna í forgangi.

Það þýddi að ég verslaði bara smá garn og heimsótti bara nokkrar búðir. OG það sem merkilegast er! Ég heklaði bara á kvöldin eftir að börnin voru sofnuð.

Svíþjóð:

Í Svíþjóð vorum við í Lundi. Ég verð að segja að mér finnst gamli bærinn í Lundi alveg hreint yndislegur. Öll þessi litlu hús og litagleðin gleðja mig afskaplega mikið. Ég hafði mjög gaman af því að rölta um og skoða umhverfið.

20140805_161648

20140805_151204

Það var í einum göngutúr sem ég rak augun í þessar hekluðu gardínur. Einfaldar en fallegar. Varð að stelast til að mynda þær.

IMG_20140805_174004

Ég elska að fara í Góða Hirðinn og mátti því til að kíkja inn í tvær Second Hand búðir sem ég fann í Lundi. Önnur þeirra var í niðurgröfnu kjallara með steingólfum og var lofthæðin þar heilir 176 cm. Í báðum búðunum fann ég hekl og gramsaði auðvitað í gegnum það. Mér finnst fátt jafn skemmtilegt og að finna fallegt “gamalt” hekl.

20140731_152924

20140731_151346

20140731_151146

Oft þegar ég finn reglulega fallegt hekl í svona búðum kaupi ég það. Ég varð heldur betur að velja og hafna í Svíþjóð en gat ekki stillt mig um að kaupa þennan fallega dúk. Planið er að strekkja aðeins úr honum og finna honum góðan stað heima.

IMG_20140731_175620

Ég fór líka í eina garnbúð í Lundi. Tók engar myndir en keypti mér smá garn.

Danmörk:

Í Danmörku vorum við í Köben. Ég er alltaf jafn hrifin af Köben, mér líður svo vel þar. Mér finnst ég alltaf sjá eitthvað spennandi þegar ég er á röltinu þar um. Eins og til dæmis þetta fallega hús skreytt áttablaðarósum og meiru.

20140811_113754

 Og þetta garngraff.

20140811_113924

Á rölti eftir Norrebrogade rak ég augun í second hand búð og skaust í hana. Þar var að finna marga góða gripi og helling af drasli. Niðrí í kjallaranum var þetta handavinnuhorn.

20140811_112452

Það var fullt af hekli þarna. Bunki af tuskum/þvottapokum sem kostuðu 5 dkr. stykkið og margir löberar á 20 dkr. Ég keypti ekki neitt en hefði kannski betur gert það því ég er enn að hugsa um einn löberinn þarna.

20140811_111152

Það var mikið af mjög fíngerðu hekli þarna. Þessi rauði dúkur var ekki mikið stærri en glasamotta.

20140811_112325

Þessir servíettuhringir voru svo smáir að ég varð að taka mynd af þeim. Setti fingurbjörg á myndina til að sýna stærðina hlutfallslega.

20140811_112159

Mér finnst þetta bara magnað!

20140811_112223

Sofia frænka býr úti og fór með mig í smá garnleiðangur. Við náðum ekki nema einni garnbúð, Therese Garn á Vesterbrogade, en hún var sko heljarinnar upplifun. Mamma og Sofia hafa sagt mér frá þessari búð en sjón er sögu ríkari. Búðin er svo stútfull af garni að það er eiginlega ekki hægt að lýsa því. Um leið og ég steig út úr strætó blasti litadýrðin við fyrir utan búðina hjá henni.

20140811_165221

Búðin er svo full af garni að það komast ekki nema tveir fyrir þar í einu. Það er svona lítil slóð um búðina sem þú getur gengið eftir innan um haugana af garni sem hægt er að gramsa í. Þessi búð er ekki bara með helling af garni heldur helling af karakter líka.

20140811_165734

Þetta garn minnti mig á naggrísi. Fannst það svo fyndið að ég varð að mynda það.

20140811_165711

Hit Ta-Too garnið er til í svo fallegum litum.

20140811_170804

Í búðinni var fullt af tilboðum og auðvitað keypti ég mér 10 dokkur af bómullargarni hjá henni. 10 dokkur á 3000 kall er ekki svo slæmt.

20140811_165358

 Ísland:

Þegar heim var komið varð ég auðvitað að taka saman garnið sem ég keypti og fara yfir það. Verð að játa að ég var ekki sérlega skipulögð heldur keypti ég bara það sem mér fannst fallegt. Komst að því að mér finnst greinilega vatnsblár (aqua blue) fallegur litur því ég keypti þann lit í hverri verslunarferð. Bómullargarn er afskaplega vinsælt hjá mér um þessar mundir svo ég verslaði það bara.

20140813_200311

20140813_200541 (1)

20140813_200701

20140813_200758

20140813_200831

Sofia frænka gaf mér nokkrar dokkur af garni úr safninu sínu.

20140813_201747

Ég er sorglega ánægð með allt nýja garnið mitt og er sko byrjuð að hekla úr því.

IMG_20140813_210344

Garnkveðjur
Elín

 

Tuskur – heklaðar og prjónaðar

Við mæðgur höfum oft heyrt talað um að prjónaðar eða heklaðar borðtuskur séu albestu tuskur sem hægt er að eignast. Einhverra hluta vegna sat tuskuverkefnið samt sem áður ekki ofarlega á verkefnalista okkar. Við ákváðum í síðustu viku að bæta úr þessu og skelltum í nokkrar tuskur, sem við gefum þér uppskrift af.

Bómullargarn er nauðsynlegt að nota í tuskur þar sem það má þvo í þvottavél við 60°C.

Heklaðar borðtuskur

Mig langaði til þess að hekla tuskur sem væru einfaldar og fljótheklaðar en samt ekki of einfaldar. Því valdi ég þessi þrjú mynstur því þau eru svo einföld að hekla og gefa skemmtilega áferð.

021 copy

Ég notaði bómullargarnið Mirabel frá Handprjón. Það er sanserað og frekar grófgert (hart) viðkomu. Það er þægilegt að hekla úr því og hægt að kaupa það í alltof mörgum litum – sem er ekkert nema æðislegt! Ég veit ekki hvort það komi betra út í tuskum en garn sem er mýkra í sér, það verður að koma í ljós með notkuninni. En ég hef notað Mirabel í smekki og líkað það vel.

023 copy

026 copy

Knippi

028 copy

Stör

030 copy

Þyrping

Uppskrift að hekluðum borðtuskum  finnur þú hér.
(Uppskrift lagfærð og uppfærð 25. 7.14)

Heklkveðja frá Elínu c”,)

 

Prjónaðar borðtuskur

Tuskur allar merkt

Ég nota næstum aldrei bómullargarn nú orðið í prjónaskapinn hjá mér. Ég valdi að prófa tvær garntegundir í tuskurnar sem ég prjónaði. FLOX frá Marks&Kattens sem fæsti í A4 og Anna og Claras bómullargarn sem fæst í Søstrene Grene, báðar þessar garntegundir koma vel út en sjálfsagt er hægt að nota ýmsar aðrar tegundir bara passa að það sé í lagi að því við 60°C í þvottavél. Það fer innan við 1 dokka í hverja tusku svo það sem gengur af í hverru dokku er upplagt að safna saman og prjóna úr því röndótta tusku 🙂

Báðar þessar garntegundir eru fyrir prjónastærð nr 3 en þar sem ég þarf alltaf að nota prjóna sem eru hálfu númeri stærri til að fá sömu prjónfestu og gefin er upp, þá notaði ég prjóna nr 3,5 í tuskurnar mínar.

Allar uppskriftirnar eru einfaldar að prjóna en þær eru ýmist með gatamunstri eða einfaldar með sléttum og brugðnum lykkjum. Auðvelt er að stækka þær ef þörf er á.

Hjarta

Hjarta merkt

 

Tígull

Tígull merkt

Tígull merkt 1

 

ZigZag

ZigZag merkt

ZigZag2 merkt

Kassi

Kassar mrkt

Kassar1 merkt

Það var skemmtilegt að prjóna tuskurnar og ég ætla mér að prjóna fleiri þar sem ég held að þetta sé tilvalið að eiga sem tækifærisgjafir. Uppskriftir af tuskunum finnur þú hér

Í dag held ég til Færeyja að heimsækja ættingja og vini og á örugglega eftir að finna mér tíma til þess að kíkja í nokkrar garnverslanir þar og sjá hvað Færeyingar eru að prjóna þessa dagana.

Prjónakveðja frá Guðrúnu

 

Tags: , , ,

Heklaðir svæflar

Það hefur lengi tíðkast hjá Ameríkananum að smábörn eigi svokölluð öryggisteppi (e. safety blanket, blankie). Þegar ég eignaðist frumburðinn hann Mikael árið 2001 varð ég ekki vör við að þetta væri vinsælt hérna heima. En um þessar mundir eru svæflar mjög vinsælir. Maía mín fékk svona kanínu svæfil gefins þegar hún fæddist, ekki heklaðan en ljómandi fínan. Þegar hún var pínulítil og ég var að venja hana við að sofna sjálf prufaði ég að leggja svæfilinn hjá henni. Viti menn hún fílaði það í botn og sefur alltaf með kanínu sína enn í dag. Verð samt að taka fram að kanínan er ekki ómissandi, Maía sofnar án hennar, en finnst voðalega notalegt að bögglast með hana á meðan hún er að festa svefn.

Ég var á brölti um internetið í gærkvöldi eins og svo oft áður og datt þá inn á að skoða Svæfla (e. lovey). Það er til svo fáránlega mikið af skemmtilegum uppskriftum af hekluðum svæflum að ég bara varð að blogga um það. Deila gleðinni og allt það. Hugmyndaflugið þegar kemur að svæflum virðist ótakmarkað og er hægt að fá einfalda svæfla, krúttlega svæfla, strákalega svæfla, stelpulega svæfla, skuggalega svæfla, nördalega svæfla.

Brot af því besta sem ég sá:
Smelltu á myndina til þess að finna link á uppskriftina, nafn höfundar eða bara til að skoða myndina betur.

Þrír hönnuðir á Ravelry voru áberandi í hönnun á Svæflum. Þær eru með svo mikið úrval af uppskriftum hjá sér að ég fæ bara valkvíða. Ég mæli með að þú skellir þessum í uppáhald hjá þér á Ravelry.

Carolina GuzmanBriana OlsenKnotty Hooker Designs

***

Ef þig langar að prufa að hekla svæfil en ert ekki sleip/ur í enskunni þá er að finna tvær uppskriftir á íslensku í bókinni Heklað fyrir smáfólkið.

20140213_193243

Að lokum er ein mynd af Maíu Sigrúnu sofandi með svæfilinn sinn.

Heklkveðjur
Elín c”,)

Tags: , , ,

Afmælis

Mikael minn átti erindi í Nexus í dag og ég ákvað að skella mér í göngutúr með honum þangað. Mig vantaði nefninlega afmælisgjöf handa mömmu en hún er 51 árs í dag. Það eru ekki allir sem vita það en Nexus selur handavinnubækur. Og ekkert venjulegar handavinnubækur. Þeir eru með frábært úrval af skemmtilegum bókum sem sjást ekki í öðrum hannyrðabúðum.

20140611_131126

Prjónabækurnar í Nexus

20140611_131144

Heklbækurnar í Nexus

Það sem kom mér samt mest á óvart er hvað bækurnar eru á góðu verði. Þessar tvær bækur eftir Edie Eckman eru á svo fáránlega flottu verði að ég bara verð að benda ykkur á þær. Ég á sjálf ferningabókina og nota hana enn reglulega. Allar uppskriftir eru í máli og myndum/táknum.

20140611_131219

Ferningabókin er á 2.999 kr. (kostar 13 dollara á Amazon) og kantabókin er á 2.799 kr. (kostar 10 dollara á Amazon).

Svo er starfsfólkið í Nexus líka æðislegt. Afgreiðslumaðurinn í Nexus sagði mér að ef þeir ætluðu sér að vera alhliða nördaverslun þá yrðu þeir að sinna öllum nördum. Líka okkur handavinnunördunum.

***

Eins og ég sagði þá á mamma afmæli. Ég er voða hrifin af því að föndra afmælisgjafir handa fólki. Mér finnst það svo persónulegt og skemmtilegt. Best er þegar ég fæ börnin með mér í lið.

Þegar Móri og Aþena urðu 2ja ára fengu þau kórónur á leikskólanum. Þau halda mikið upp á kórónurnar og setja þær reglulega upp. Alltaf þegar kórónurnar eru uppi við segjast þau eiga afmæli og vilja að það sé sungið fyrir þau. Því má segja að fyrir þeim er ekkert afmæli nema það sé kóróna. Þess vegna fannst mér það snilldar hugmynd að fá þau til að föndra kórónu handa ömmu sinni.

20140610_192600

Móri málar

20140610_192609

Aþena málar og Maía fylgist með

Þekkjandi son minn og systurdóttur vissi ég að það yrði engin veisla nema þau fengju að hafa kórónur líka og því gerði ég litlar kórónur handa þeim í stíl við ömmu. Maía fékk líka eina litla kórónu. Það má ekki skilja útundan.

20140611_141005

Afmælisgjöfin hennar mömmu

Ég endaði á að kaupa þessa flottu sokkabók handa mömmu og hún var heldur betur sátt með hana. Hún hafði einmitt fyrr um daginn verið að fletta henni og hugsað að hún yrði að eignast hana.

20140611_162841

Afmælisbörn dagsins. Amma, Móri, Maía og Aþena.

Frændsystkinunum fannst þau æðislega flott og voru heldur betur glöð með kórónurnar sínar. Ég þykist viss um að amman hafi verið frekar glöð líka.

Elín c”,)

Tags: , , , ,

Handverkskúnst notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec
  • devicePixelRatio

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á handverkskunst.is

  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur