Dúkar og dúllur

Ég safna gömlu hekli sem ég fæ gefins eða finn í nytjamörkuðum. Pælingin hefur alltaf verið að „herma“ og skapa nýtt út frá gömlu. 

Tengdó gaf mér nokkra dúka og dúllur, þar á meðal þennan gula litla dúk sem mér finnst frekar haustlegur. Ég ákvað að nota hann sem viðmið og gera „nýja“ týpu af dúk.


Fyrsti „nýji“ dúkurinn var þessi litli appelsínuguli dúkur. 

Var ekkert að rifna úr spennu yfir honum og ákvað að gera annann.




Ég ákvað að gera hið sígilda netamynstur 

á milli blóm-blaðanna og finnst það koma mun betur út. 


Hér er sami dúkur en festur innan í álhring
og úr verður glugga- eða veggskraut.


Með því að bæta tveimur blóm-blöðum 

og stækka miðjuna á dúknum varð til dúkur 
sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. 
Finnst hann voða flottur.




Ég hekla utan um þessa tvo hringi
sem ég ætla að nota sem glugga- eða veggskraut.
Líklegast munu þeir enda sem skúffuskraut
hjá mér um sinn því ég á það til að fresta hlutum.


Amma mín gaf mér gamla heklbók sem hún átti.
Bókin er íslensk og var gefin út 1950. Alger dýrgripur.
Ég elska þennan fjólubláa lit
en dúkurinn minnir mig eilítið á hakakross.


Allir dúkarnir mínir saman á mynd. Ég er voða skotin.


Dúkarnir eru allir heklaðir með nál nr. 2 og heklgarni nr. 10.
Þeir eru stífaðir með undanrennu.


Skildu eftir svar