Enn fleiri bjöllur

Að geta gefið handavinnu í jólagjöf er alveg hreint æðislegt. Sérstaklega þegar buddan er ekki þung en mann langar samt að gleðja þá sem manni þykir vænt um.
Þetta árið gaf ég meðal annars bjölluseríur og krukkur í jólagjöf. 

Að gera 60 stk af bjöllum var alveg heljarinnar fyrirtæki. Að hekla þær er nú minnsta málið en að stífa þær er alger hausverkur. Mér finnst það allavegana skelfilega leiðinlegt.


20 bjöllur í hverri seríu.
4 mismunandi týpur af bjöllum


Þar sem óléttuæðið mitt hafa verið mandarínur upp á síðkastið
þá var tilvalið að nota kassana undan þeim til þess að pakka seríunum inn.


Skildu eftir svar