Færeysk stjörnupeysa

Uppskriftin í Bændablaðinu í dag er peysa sem ég kalla færeysku stjörnupeysuna.

færeysk stjörnupeysa1

Þessi peysa hefur verið gífurlega vinsæl í Færeyjum undanfarin ár. Leikkonan Sara Lund kom fram í þessri peysu þegar hún lék í vinsælum dönskum sjónvarpsþáttunum The Killing sem sýndir voru á RÚV hér á landi. Hönnunin kom frá færeyska fyrirtækinu Guðrun & Guðrun.

Navia trio

Eins og við þekkjum dæmi um hér á Íslandi fór af stað umræða í Færeyjum um það að Guðrun & Guðrun gætu ekki átt einkarétt á því að prjóna þessar stjörnur þær væru jú gamalt færeyskt munstur. Það hafa verið og eru enn prjónaðar margar svona peysur í heimahúsum í Færeyjum og alveg séð fyrir endann á vinsældum þeirra.

Þegar ég fór til Færeyja sumarið 2012 sá ég hversu mikið æði var í gangi það árið. Ég held að ég sé ekki að ýkja þegar ég segi að 80% kvenna, allt frá litlum stelpum upp í fullorðnar konur voru í svona peysu. Í alla vega litum, opnar og lokaðar. Frænka mín bað mig um að prjóna eina fyrir sig og þegar ég kom til Fuglafjarðar sat móðursystir mín við að prjóna svona peysu á eitt barnabarnið sitt.

Peya á Angelu

Ég prjónaði ekki laskaermar á þessa heldur hafði berustykki með úrtökum

Frænka var sæl með peysuna og þegar Maía Sigrún fæddist prjónaði ég peysuna sem kemur fram í Bændablaðinu í dag. Peysan er falleg í hvaða litum sem verða fyrir valinu og hentar bæði strákum og stelpum.

Hanna Bisp facebook

 Mynd fengin að láni frá Hanna Bisp af Facebook-bindiklubbur

Winnie Hentze Andreasen facebook

Mynd fengin að láni frá Winnie Hentze Andreasen af Facebook-bindiklubbur

Eins og áður sagði þá er uppskriftin í Bændablaðinu í dag. Einnig má nálgast uppskrift hjá okkur í Handverkskúnst með kaupum á Navia Duo garni. Netverslunin er alltaf opin, opnunartíma og staðsetningu verslunar má sjá hérna

Prjónakveðja
– Guðrún María

Handverkskúnst notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á handverkskunst.is

  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec
  • devicePixelRatio

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur