Febrúarprjónið og frí vettlingauppskrift

Tíminn flýgur og nú búnir 2 mánuðir af þessu ári. Prjónaskapurinn í fullum gangi og verkefnin nokkur sem bíða eftir að komast ofar á listann hjá mér. Megnið af síðasta ári fór í að skrifa prjónabók sem inniheldur eingöngu uppskriftir fyrir tvöfalt prjón og svo auðvitað að prufukeyra uppskriftirnar. Ég hlakka til að sjá bókina þegar hún kemur út í haust og það er svolítið skrýtin tilfinning að sitja nú og „þrufa“ ekki að prjóna eða skrifa fyrir bókina. Auðvitað tekur allt enda og nýtt tekur við svo nú sinni ég námskeiðunum fram á vor og undirbý komu prjónabókarinnar minnar 🙂

Vettlingar febrúarmánaðar urðu ugluvettlingar sem ég setti saman og prjónaði úr Drops Fabel á prjóna nr. 2,5.

Uglur_merkt

 Prjónaði þá fyrst úr hvítu og sjálfmunstrandi garni en ákvað svo að prjófa líka bláa og hvíta

Uglur2_merkt

Í tilefni af því að við mæðgur erum nú komnar með okkar heimasíðu sem við stefnum á að fylla af alls konar upplýsingum til gagns og gaman fyrir prjónafólk og heklara, er þessi uppskrift gjöf til þín lesandi góður, sem þú getur nálgast hér 🙂

Svo þurfti ég að prjóna 2 stykki aftur fyrir bókina margumtöluðu og fyrst ég þurfti að prjóna einn sokk ákvað ég að prjóna allt settið fyrir hana Maíu mína. Vettlingar, sokkar og húfa, tvöfalt prjón, Dale Baby garn á prjóna nr. 3.

húfusett maíu sameinað_merkt

Peysan Hundagongan var einnig prjónuð aftur og kom hún vel út í þessum tveimur litum. Tvöfalt prjón, Rauma Baby Panda garn á prjóna nr. 3

 Hundagongan hlið A merkt

Hundagongan hlið B merkt

Að prjóna klukku er búið að vera í einhvern tíma á listanum hjá mér. Uppskrift úr Prjónadagar 2014 eftir Kristínu Harðardóttur varð fyrir valinu og fær hún Maía mín þessa klukku. Kambarn á prjóna nr. 3,5.

 Klukka fyrir Maíu1_merkt

Læt þessa upptalningu lokið hér held að ég hafi ekki prjónað meira í febrúar, man alla vega ekki eftir því ef svo var.

Vona að þú hafir gaman af því að prjóna ugluvettlingana í þínum uppáhaldslitum 🙂

Uglur5_merkt

 Uppskriftin af ugluvettlingunum

Prjónakveðja

– Guðrún María

 

Skildu eftir svar