Ferningafjör (janúar) 2013

Það greip mig algert ferningaæði í byrjun árs 2013 og í því æði stofnaði ég grúppu á FB sem kallast Ferningagjör 2013. Þar erum við nokkrir heklarar sem ætlum að hekla saman sömu ferningana í 1 ár. Í hverjum mánuði ætlum við að velja 4 ferninga, 2 stóra og 2 litla.
Og til að toppa gleðina í þessu öllu saman þá fáum við Ferningafjörsfélagar afslátt hjá A4 af garni í ferningana. Það er fátt betra en afsláttur af garni.
Ég fékk þó svo mikið ógeð af ferningum eftir 30/30 verkefnið mitt að ég gat ekki hugsað mér að hekla fleiri ferninga um stund. Ég er þó búin að jafna mig á þessu ógeði og loksins búin að hekla 3 af 4 ferningum sem voru ákveðnir fyrir janúar. Ákvað að gera ekki 4ða ferninginn því mér finnst hann ekki passa inn í teppið mitt – þó hann sé frekar svalur.


Janúarferningarnir:
Garn: Dale Baby Ull
Nál: 3,5 mm

Gerði þennan í janúar. Hann var mun auðveldari í framkvæmd svona í annað sinn. Og alveg jafn flottur líka.

Ég er alveg hreint ástfangin af hvíta partinum í þessum ferning. Finnst þetta svo einfalt og fallegt.

Þessi ferningur er lítill samkvæmt uppskrift. Stækkaði hann svo hann yrði í sömu stærð og þeir stóru.Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Handverkskúnst notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á handverkskunst.is

  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec
  • devicePixelRatio

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur