Ferningafjör (mars) 2013

Loksins er ég búin að hekla og móta alla mars ferningana. Ef satt skal segja þá tekur það mig lengri tíma að mynda ferningana og koma mér í að blogga um þá heldur en að hekla þá.Marsferningarnir:
Garn: Dale Baby Ull
Nál: 3,5 mm

Drop in the Bucket
Uppáhaldsferningurinn minn þennan mánuðinn. Finnst hann mjög svo flottur og alls ekki erfitt að hekla hann.

Wolly Snowflake Square
Lítill ferningur sem ég stækkaði. Þessi ferningur nýtur sín að mínu mati miklu betur ef mar leyfir honum að vera snjókorn eins og uppskriftin segir í raun um. En hann kemur ágætlega út svona.

African Flower Square
Samkvæmt uppskrift er þessi lítill en ég stækkaði hann.

KISS-FIST
Tók smá tilraunastarfsemi á þetta. Samkvæmt uppskriftinni eiga fyrstu 2 eða 3 umferðir að vera krossar og restin beint niður. En ég ákvað að gera tvo ferninga. Einn bara með krossum og annan bara með beint niður. 

Fannst mjög spennandi að læra þessa krossa þó svo ég sé ekkert að missa mig yfir loka útkomunni á ferningnum.

Og þá er ég komin í ferningapásu þar til í apríl.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Handverkskúnst notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á handverkskunst.is

  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec
  • devicePixelRatio

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur