Gamalt: Séð úr síma

Var á bókasafninu í dag. Átti að vera að læra en var svo engan vegin að nenna því. Og hvað haldiði? Auðvitað fann ég mér eitthvað hekltengt til að gramsa í í staðinn. 

Fann endurprentun að handavinnubók sem var gefin út árið 1886 og var líklegast sú fyrsta sinnar tegundar sem gefin var út á íslensku. Í bókinni er að finna 48 uppdrætti að hekli.


Þær taka fram í bókinni að uppskriftirnar séu fengnar að utan og séu þýddar. Og það var magnað að sjá hvað lítið hefur í breyst í heklinu. Það sama gamla rúllar hring eftir hring.


Í bókinni er að finna BESTU hekluppskrift sem ég hef nokkurn tíman séð. Uppskriftin að þessum ferningi hljómar svo: „Uppdráttur þessi er svo glöggur, að auðvelt er að hekla eptir honum“.


Klassík!


Skildu eftir svar