Gamalt: Séð úr síma

Var á bókasafninu í dag. Átti að vera að læra en var svo engan vegin að nenna því. Og hvað haldiði? Auðvitað fann ég mér eitthvað hekltengt til að gramsa í í staðinn. 

Fann endurprentun að handavinnubók sem var gefin út árið 1886 og var líklegast sú fyrsta sinnar tegundar sem gefin var út á íslensku. Í bókinni er að finna 48 uppdrætti að hekli.


Þær taka fram í bókinni að uppskriftirnar séu fengnar að utan og séu þýddar. Og það var magnað að sjá hvað lítið hefur í breyst í heklinu. Það sama gamla rúllar hring eftir hring.


Í bókinni er að finna BESTU hekluppskrift sem ég hef nokkurn tíman séð. Uppskriftin að þessum ferningi hljómar svo: „Uppdráttur þessi er svo glöggur, að auðvelt er að hekla eptir honum“.


Klassík!


Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Handverkskúnst notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á handverkskunst.is

  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec
  • devicePixelRatio

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur