Grallari heilgalli

Leikskólagallar eða heilgallar hafa lengi verið vinsælir hér um slóðir enda einstaklega hentug flík á litlu gullin okkar. Hlýr, notalegur og léttur að leika sér í hvort sem er einn og sér eða innan undir pollagallann.

Ég prjónaði fyrst svona heilgalla á dætur mínar fyrir um 20 árum sem voru mikið notaðir af þeim. Það hefur því ekki verið slegið slöku við eftir að barnabörnin fæddust og auðvitað hafa þau fengið galla. Aþena og Móri notuðu sína galla mikið og eru vaxin upp úr þeim í dag.

Aþena galli1Aþena í sínum galla

Móri galli
Móri í sínum galla

Þegar Maía Sigrún birtist í Aþenu galla þótti mér nauðsynlegt að hún fengi sinn eigin. Úr varð gallinn Grallari sem auðvitað var svo prjónaður á þau öll þrjú yngstu gullin mín.

Grallari leikskólagalli6

Bleikur handa Maíu, fjólublár handa Aþenu og svartur handa Móra

Grallari leikskólagalli4m
Linda Bergey módelið okkar í Bændablaðinu

Grallari leikskólagalli1m
Henni þótti ekki leiðinlegt að hlaupa um í þessum galla

Þessir gallar eru prjónaðir úr Merino ullinni okkar á prjóna nr 5,5, frábært að vinna með. Garnið stingur að sjálfsögðu ekki svo börnin njóta þess að hlaupa um á leikskólanum í hlýjum og notalegum galla.

Uppskriftin af gallanum er í stærðum: 1 (2-3) 4 ára. Uppskrift af 1 árs stærð birtist í Bændablaðinu í dag en hjá okkur getur þú keypt garn og uppskrift fyrir allar stærðir.

Smelltu hérna til að versla í Grallara galla eða komdu í heimsókn til okkar á Nýbýlaveg 32, Dalbrekkumegin

Prjónakveðja
Guðrún María