Hafmeyjuteppi

Hafmeyjuteppi hafa verið vinsæl um tíma og flest hafa þau verið hekluð. Ég er lítill heklari svo ég var alltaf að hugsa um að prjóna hafmeyjuteppi. Lét loksins verða af því í sumar að setja saman teppi.

Ég gerði nokkrar tilraunir og endaði á því að nota Kartopu Basak og hafa það tvöfalt. Garnið er mjög hentugt í teppi þar sem það þvælist vel og má henda beint í þvottavél svo það er ekkert stress þó svo að það sullist á teppið.

hafmeyjuteppi

Stína frænka var að koma í heimsókn frá Kaupmannahöfn svo það var tilvalið að hafa teppi tilbúin og mynda hana og sjá hvernig til hefði tekist. Stína sem er 9 ára var alsæl með þetta teppi og pantaði sér eitt stykki í sínum uppáhalds lit.

hafmeyjuteppi1

Aþena ömmugull mátaði minna teppið fyrir mig og að sjálfsögðu pantaði hún fjólublátt, sem er hennar uppáhalds litur núna.

Teppið kemur vel út einlitt sem tvílitt og um að gera að leika sér með litasamsetningar og/eða leyfa börnunum að velja sjálf litina. Teppið sem Stína er í er prjónað úr Basak og Kar-Sim en Aþena er í teppi sem er prjónað úr Basak

Í Bændablaðinu í dag á bls. 49 er uppskriftin af teppunum í þremur stærðum en það er ekkert mál að minnka eða stækka teppin ef maður vill.

Endursöluaðila víða um land má finna HÉR

Prjónakveðja
– Guðrún María