Handavinna & Endurvinnsla

Þar sem ég hef verið að kynna mér endurvinnslu betur síðast liðna mánuði og er farin að endurvinna meira heima þá fannst mér tilvalið að vinna verkefni í skólanum út frá endurvinnslu hugtakinu þegar það stóð til boða. Sjálfbærni, endurnýting og endurvinnsla spila stór hlutverk í nýrri aðalnámskrá í öllum fögum grunnskólans, líka Textílmennt. Eftir að ég byrjaði í námi hef ég komist að því að textíliðnaðurinn er svakalega mengandi, en ég hafði ekki hugmynd um það áður fyrr.

Þessar myndir eru af prufum sem ég gerði fyrir verkefnið. Hugsunin var að fá börn (og fullorðna) til þess að sjá notagildi úr verðlausum hlutum sem færu venjulega i ruslið. Hugsa út fyrir kassann og skapa eitthvað óvenjulegt. Þetta eru alls ekki flókin textílverk en duga til að æfa einföldustu handtökin í nokkrum textílþáttum og fingrafimi.

Ef þú setur músabendilinn yfir myndirnar sérðu hvaða efniviður var notaður.
Einnig er hægt að smella á myndirnar til þess að skoða þær stærri.

Handavinnukveðjur
Elín

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Handverkskúnst notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á handverkskunst.is

  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec
  • devicePixelRatio

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur