Heimsókn í Boðann, félagsmiðstöð aldraðra

Ég var beðin um að koma og halda námskeið í félagsmiðstöðinni Boðinn sem er til húsa í Hrafnistu Kópavogi fyrir stuttu. Þar sem ekki var vitað hversu margir ætluðu að koma lagði ég til að ég kæmi í heimsókn og kynnti tvöfalda prjónið, sýndi nokkrar flíkur og sjá svo í framhaldi af því hversu margir hefðu áhuga á að læra þessa prjónatækni.

Konurnar voru virkilega áhugasamar og mætti ég í gær með fyrsta námskeiðið. Það var einstaklega gaman að hitta svona reyndar prjónakonur og gaman að spjalla við þær. Þær rúlluðu upp prufunni sem sett var fyrir og verður gaman að sjá hvað þær koma til með að prjóna í framhaldinu.

japanskur1

Áður en námskeiðið byrjaði sá ég 3 konur sem sátu og voru að sauma út með tækni sem ég hef aldrei séð áður. Þær kölluðu þetta japanskan pennasaum og var þetta annar veturinn sem þær voru í félagsmiðstöðinni með leiðbeinanda sér til aðstoðar að sauma þessar myndir. Þetta voru svakalega fallegar myndir hjá þeim og mjög áhugaverð tækni. Saumurinn líkist gamla íslenska flatsaumnum og garnið sem er teygjanlegt er þrætt í nál sem svipar til penna og er stungið er í gegnum léreftið og útkoman einstaklega skemmtileg. Ég sá að þarna var komið eitthvað sem mér gæti þótt gaman að læra. Ég fann hérna á netinu eina síðu með myndum af verkum ef þið viljið skoða fleiri myndir.

japanskur

Svo þegar ég var að fara rakst ég á fallegt handverk sem búið var að ramma inn og er þetta virkilega góð hugmynd og að mínu mati einstaklega fallegt að hengja upp 🙂 Ég mátti til með að mynda og sýna ykkur.

hrafnista kop3

 Þessi dúkur var einstaklega fíngerður og nýtur sín vel í rammanum

hrafnista kop4

Tveir litlir saman

hrafnista kop2

Annað fallegt stykki

hrafnista kop

Skemmtileg uppsetning að hafa tvo litla saman í ramma

hrafnista kop1

Algjört augnakonfekt þessi kragi

Kveð ykkur að sinni og vona að þið hafið gaman af því að skoða þetta handverk sem skreytir húsakynni Hrafnistu í Kópavogi 🙂

– Guðrún María

Skildu eftir svar