Heklaðar bjöllur

Tinna vinkona er alveg búin að smita mig af Bjöllu-æðinu!
Ég fékk að sitja með henni eitt námskeið seinasta sunnudag og síðan þá hefur ekki verið stoppað.

Tinna er með námskeið þar sem hún kennir að hekla bjöllu – sem er Bjalla 1 – ef þið hafið áhuga á að kíkja til hennar þá finnið þið upplýsingar um námskeiðin hennar hér.

Tinna er heldur ekkert að sitja á uppskriftinni. Ef ykkur langar að fá uppskriftina og hekla bara sjálfar þá finnið þið hana hér.

Hinar bjöllurnar sem ég er búin að gera hermdi ég eftir öðrum bjöllum sem ég fann á netinu. Það er merkilega fátt upp uppskriftir að hekluðum bjöllum á netinu. Eiginlega bara engin.

Bjalla #1Bjalla #2Bjalla #3Bjalla #4
Ég prófaði að setja bjöllurnar á litaða seríu og ég er að fíla það í botn. Mér finnst þær koma alveg æðislega út svona marglitar og er að hugsa um að setja mínar eigin á þannig seríu. Eina sem ég er ekki að fíla er að snúran er dökk. En það hlýtur að vera hægt að fá seríu með hvítri snúru og lituðum perum.Er þetta ekki bara töff?!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Handverkskúnst notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á handverkskunst.is

  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec
  • devicePixelRatio

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur