Heklaðar jólagjafir 2014

Ég var svo á seinasta séns þessi jól að það var glatað. Ég kláraði að kaupa gjafirnar á Þorláksmessu og sat svo á Aðfangadag að pakka inn. Ég var engan veginn að fíla allt þetta stress sem fylgdi þessu svo ég ætla ekki að endurtaka leikinn næstu jól. Afþví að ég var svona sein þá náði ég ekki að hekla mér neitt nýtt jólaskraut…og ég elska að hekla jólaskraut. En ég náði að hekla nokkrar jólagjafir.

Eins og fyrr segir var ég að leggja lokahönd á gjafirnar á Þorláksmessu. Ég var búin að sitja lengi að títa niður dúk og var farin að fá í bakið. Kemur þá ekki herramaðurinn minn Mikael og tekur við. Það er ekki allra að títa svona niður því þetta er jú nákvæmnis vinna en Mikael minn kláraði verkið með glæsibrag.

IMG_8930 copy

Á Aðfangadagsmorgun fékk ég svo hjálp frá Móra við að plokka upp alla títuprjónanna. Svona er ég rík.

IMG_8931 copy

Þótt það hafi verið stress á mér að klára jólagjafirnar þá verð ég að segja að þær heppnuðust þær vel.

Gjöf #1
Ég heklaði þennan stóra fallega dúk handa ömmu minni. Ég hef aldrei heklað svona stóran dúk áður, ég klikkaði á að mæla hann en hann er stór. Ferskjubleiki liturinn er æðislegur, mun flottari en myndin sýnir. Ég gerði síðustu umferðina svo með gylltu glitri því amma er svo glysgjörn. Amma þjáist af minnistapi og það er ekki margt nýtt sem hún man, en þegar ég talaði við hana daginn eftir mundi hún eftir dúknum og sagðist kunna að meta að ég hefði gert hann sjálf. Að hún skyldi muna eftir dúknum er mér  dýrmætt.

Garn: Heklgarn nr. 10 og glimmergarn í kantinn.
Heklunál: 2,5 mm
Uppskrift: af Pinterest.
Stífað: Með Undanrennu

IMG_8934 copy

IMG_8938 copy

Gjöf #2
Ég sá mynd af þessum dúk á Pinterest og ég bara VARÐ að hekla hann. Mynstrið er einfalt en samt svo geggjað.

Garn: Heklgarn nr. 10.
Heklunál: 2,5 mm
Uppskrift: af Pinterest.
Stífað/mótað: með vatni

IMG_8942 copy

Gjöf #3
Þessa dúka átti ég reyndar til. Ég heklaði þá fyrir einhverju síðan eftir gömlum dúk sem ég keypti í Góða.

Garn: Heklgarn no. 10.
Heklunál: 2 mm
Uppskrift: Ekki til
Stífað/mótað: með vatni.

IMG_8946 copy

Gjöf #4
Stjúpamma mín fékk þennan dúk í jólagjöf. Mynstrið er geggjað en eg hélt að þetta yrði dúkur en ekki dúlla. Engu að síður falleg dúlla.

Garn: Heklgarn no. 10.
Heklunál: 2,5 mm
Uppskrift: af Ravelry.
Stífað/mótað: með vatni.

IMG_8948 copy

Gjöf #5
Þessar þrjár dúllur fékk svilkona mín. Upprunalega átti bara að vera ein dúlla eeeen þegar ég var búin að gera eina með tveimur litum VARÐ ég að gera aðra…og svo aðra. Ég er extra stolt af þessum dúllum/dúkum því þetta er uppskrift eftir mig, fyrsta dúka uppskriftin sem ég geri en alls ekki sú seinasta.

Garn: Heklgarn no. 10.
Heklunál: 2,5 mm
Uppskrift: Rósíða úr Heklfélaginu.
Stífað/mótað: með vatni.

IMG_8949 copy

Ein hópmynd af öllum dúllunum saman. Finnst þetta soldið flott sko.

IMG_8953 copy

Gjöf #6
Hin svilkona mín fékk þessar glasamottur…sem eru já kattarassar. Ég sá þessar glasamottur fyrir löngu í Handóðum Heklurum á FB og þar sem svilkonan elskar ketti þá kom þetta strax upp í hugann. Hún brosti og hló þegar hún opnaði pakkann. Vonandi koma motturnar að góðum notum. Ég bætti þó við einni umferð þar sem glasamotturnar voru of litlar samkvæmt uppskriftinni.

Garn: Bómullargarnið í pínulitlu dokkunum, haft tvöfalt.
Ein dokka dugði í eina glasamottu.
Heklunál: 5 mm
Uppskrift: Af blogginu My Yarn Spot.
Stífað: með Mod Podge lími.

IMG_8958 copy
IMG_8959 copy

Gjöf #7
Aþena Rós systurdóttir mín fékk þessa gjöf. Ég var pínu sein með hana svo þetta varð gamlársgjöf en ekki jólagjöf. Ég keypti þetta tímaritabox (eða hvað sem þetta heitir) í Góða fyrir lööööngu og ætlaði alltaf að mála það. Mig hefur lengi langað til að mála stöff en ekki komið mér af stað í það, verið hálf rög við að prufa og komast að því að ég er léleg í því. En ég sló loks til og þetta kom bara vel út.

IMG_8929 copy

Frekar mikill munur ha?!

IMG_9010 copy

Þessi fánalengja fór líka með í pakkann. Ég var að hekla þessa þríhyrninga um daginn þegar Aþena sá til og bað hún mig um að hekla svona handa sér. Eða hún hoppaði á öðrum fæti á meðan hún hló og galaði „Jájájá bleika handa mér!“ Ég ætlaði að gera stafi en það var að flækjast svo mikið fyrir mér í hvaða lit þeir ættu að vera. Því fóru bara þessir spottar með sem litaprufur og mamman fær að velja hvort það verði stafir eða ekki.

IMG_9006 copy

Ég fékk auðvitað jólagjafir líka og þetta árið voru nokkrar gjafir handavinnutengdar…svona eins og fyrri ár.

Gjöf til mín #1 – Garn frá mömmu.

IMG_9018 copy

Gjöf til mín #2 – Við Gissur fengum SAMAN þessa skemmtilegu bók frá móðursystur minni. Hekl fyrir karlmenn. Bók eftir karlmann með uppskriftum sem henta karlmönnum. Gissur minn er að taka vel í að læra að hekla, það er nefninlega ein uppskrift í bókinni af nipplu-nælum.

IMG_9020 copy

Gjöf til mín #3 – Clover heklunálar og 100 stk af prjónamerkjum frá vinnunni aka Handverkskúnst. Ekki amalegt að geta keypt sjálfur jólagjöfina sína.

IMG_9021 copy

Gjöf til mín #4 – Hippe Hullen þýska útsaumsbókin sem Guðmunda systir tók þátt í að gera…gjöf frá Guðmundu systur.

IMG_9037 copy

Heklkveðjur Elín 

Skildu eftir svar