Heklaðir svæflar

Það hefur lengi tíðkast hjá Ameríkananum að smábörn eigi svokölluð öryggisteppi (e. safety blanket, blankie). Þegar ég eignaðist frumburðinn hann Mikael árið 2001 varð ég ekki vör við að þetta væri vinsælt hérna heima. En um þessar mundir eru svæflar mjög vinsælir. Maía mín fékk svona kanínu svæfil gefins þegar hún fæddist, ekki heklaðan en ljómandi fínan. Þegar hún var pínulítil og ég var að venja hana við að sofna sjálf prufaði ég að leggja svæfilinn hjá henni. Viti menn hún fílaði það í botn og sefur alltaf með kanínu sína enn í dag. Verð samt að taka fram að kanínan er ekki ómissandi, Maía sofnar án hennar, en finnst voðalega notalegt að bögglast með hana á meðan hún er að festa svefn.

Ég var á brölti um internetið í gærkvöldi eins og svo oft áður og datt þá inn á að skoða Svæfla (e. lovey). Það er til svo fáránlega mikið af skemmtilegum uppskriftum af hekluðum svæflum að ég bara varð að blogga um það. Deila gleðinni og allt það. Hugmyndaflugið þegar kemur að svæflum virðist ótakmarkað og er hægt að fá einfalda svæfla, krúttlega svæfla, strákalega svæfla, stelpulega svæfla, skuggalega svæfla, nördalega svæfla.

Brot af því besta sem ég sá:
Smelltu á myndina til þess að finna link á uppskriftina, nafn höfundar eða bara til að skoða myndina betur.

Þrír hönnuðir á Ravelry voru áberandi í hönnun á Svæflum. Þær eru með svo mikið úrval af uppskriftum hjá sér að ég fæ bara valkvíða. Ég mæli með að þú skellir þessum í uppáhald hjá þér á Ravelry.

Carolina GuzmanBriana OlsenKnotty Hooker Designs

***

Ef þig langar að prufa að hekla svæfil en ert ekki sleip/ur í enskunni þá er að finna tvær uppskriftir á íslensku í bókinni Heklað fyrir smáfólkið.

20140213_193243

Að lokum er ein mynd af Maíu Sigrúnu sofandi með svæfilinn sinn.

Heklkveðjur
Elín c“,)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Handverkskúnst notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á handverkskunst.is

  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec
  • devicePixelRatio

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur