Heklaður kantur #4 – Púffaðurkantur

Ég hef ákveðið að kalla þennan kannt púffaðann kannt þar sem þetta eru bara heklaðar púffur.
Ef þið kunnið ekki að gera „púffu“ þá er það ekkert vandamál því ég set með skýringarmynd og leiðbeiningar neðst.

Umferð 1: Byrjið hvar sem er með því að stinga nálinni í hvaða lykkju sem er. Til þess að gera fyrstu púffuna heklið þið 2 loftlykkjur í stað fyrsta stuðulsins í púffunni, sláið bandinu upp á nálina og stingið í sömu lykkju. Þegar fyrsta púffan er komin er gerð 1 loftlykkja, hoppað yfir eina lykkju og púffaa gerð í þá næstu, 1 loftlykkja, hoppað yfir 1 lykkju, púffa gerð. Endurtakið út umferðina, klárið með því að gera 1 loftlykkju og lokið umferðinni með keðjulykkju efst í fyrstu púffuna.
Fyrir hornin eru gerðar 3 loftlykkjur á milli til að mynda horn.

Púffur: Púffur eru í raun bara stuðlar sem eru ekki kláraðir strax heldur helmingurinn gerður nokkrum sinnum og lykkjunum safnað upp á nálina og allar lykkjurnar svo teknar í gegn saman. Hægt er að gera mismunandi stórar/feitar púffur með því að hafa annað hvort 3, 4 eða 5 fastapinna í púfflunni.
Sláið bandinu upp á nálina, stingið í lykkjuna, dragið bandið í gegn og þið eruð komin með 3 lykkjur, tosið soldið vel í bandið og hafið það laust á svo púffan verði ekki strekkt, dragið bandið í gegnum 2 lykkjur, þá eruð þið með 2 lykkjur á nálinni, sláið bandinu aftur upp á nálina, stingið í sömu lykkju og dragið í gegnum 2 lykkjur, þá eruð þið með 3 lykkjur á nálinni. Þegar allir stuðlarnir eru komnir er bandinu slegið upp á nálina og dregið í gegnum allar lykkjurnar. Og voila þið eruð komin með púffu!
Hér má sjá myndband af því hvernig púffa er gerð.
Vona að þetta séu ekki of flóknar leiðbeiningar. Það getur verið svo merkilega erfitt að útskýra hekl með orðum. En púffur eru mjög auðveldar um leið og mar er kominn á lagið með að gera þær.

Skildu eftir svar